Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 17
EIGUM VIÐ AÐ RÆKTA KAFFl I ECUADOR ?
fyrirtækið þyrfti þangað til að það færi að bera sig, og ekki væri nema
sanngjarnt, að stjórnarvöldin, sem heimiluðu slíka notkun á gjaldeyri, tryggðu
sér kaffiframleiðsluna fyrir hæfilegc verð, sem semja mætti um að væri a. m. k.
í tiltekinn árafjölda heldur lægra en hærra, samanborið við heimsmarkaðsverð,
og þannig frá gengið, að gjaldeyriseyðsla þjóðarinnar minnkaði vegna slíkra
kaupa.
Eðlilegast væri að hlutafélag yrði stofnað í þessum tilgangi, og þyrfti ekki
að kosta mikið að senda góðan mann til þess að fara til Ecuador og kyrmasi
þar öllum aðstæðum, tala við banka og stjórnarvöld, undirbúa kaup á landi
o. s. frv.
Mest mundi velta á að fá góðan framkvæmdastjóra. Hann ætti að vera
ungur Islendingur, sem fyrst þyrfíi að vera 1—2 ár í landinu til þess að læra
málið og kynnast fólkinu og ef íil vill einhversstaðar annarsstaðar líka, t. d.
í Colombia, til þess að kynnast kaffirækt, sem stendur á háu stigi þar.
Enginn vandi er að halda úi hiiann á þessu svæði sem hér um ræðir, ef
fengið yrði land á Quinindé-svæðinu. Þar er hitinn samur og jafn allt árið um
kring, um 22—24 stig á Celsius, en mjög sjaldgæft að hann fari upp fyrir
það. Þess1 jafni hiti á mjög vel við allan jurtagróður, svo að þarna vaxa flest-
ar plöntur vel. Fischback sagði mér að upplagc væri að rækta sisal meðfram
gangstígum í kaffiekrunni og fá þannig nægan hamp til pokagerðar uian um
kaffið. Þá vex kakaó einmg mjög vel þarna og ekkert sjaldgæft að finna
kakaótré inni í frumskóginum.
Starfsfólk á þessu svæði rækiar allt banana handa sér og flestir appel-
sínur, sem hvorttveggja vex mjög vel, en tómatar vaxa líka vel og frú Fisch-
back ræktar ýmsar tegundir grænmetis handa heimilinu og hefir auk þess
fallegan blóma- og trjágarð í kring um hús sitt.
Við myndum fá betra kaffi.
Það kaffi, sem mest er noiað í heiminum og kaffiverð er miðað við á
heimsmarkaðinum, er Santos 4. Það eru til a. m. k. 3 betri tegundir af kaffi
en það, sem auðvitað eru allar dýrari. En við höfum ekki efni á að kaupa
Santos 4, heldur hefir hér aðallega verið keypt Rio-kaffi, og það ekki af
beztu tegund. Vegna gjaldeyrisörðugleika höfum við orðið að kaupa lakara
og ódýrara kaffi en almenni er noiað, vegna þess hve kaffi er stór liður í
þjóðarbúskap okkar og hve geysilegar upphæðir fara til kaffikaupa í erlend-
um gjaldeyri.