Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 17

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 17
EIGUM VIÐ AÐ RÆKTA KAFFl I ECUADOR ? fyrirtækið þyrfti þangað til að það færi að bera sig, og ekki væri nema sanngjarnt, að stjórnarvöldin, sem heimiluðu slíka notkun á gjaldeyri, tryggðu sér kaffiframleiðsluna fyrir hæfilegc verð, sem semja mætti um að væri a. m. k. í tiltekinn árafjölda heldur lægra en hærra, samanborið við heimsmarkaðsverð, og þannig frá gengið, að gjaldeyriseyðsla þjóðarinnar minnkaði vegna slíkra kaupa. Eðlilegast væri að hlutafélag yrði stofnað í þessum tilgangi, og þyrfti ekki að kosta mikið að senda góðan mann til þess að fara til Ecuador og kyrmasi þar öllum aðstæðum, tala við banka og stjórnarvöld, undirbúa kaup á landi o. s. frv. Mest mundi velta á að fá góðan framkvæmdastjóra. Hann ætti að vera ungur Islendingur, sem fyrst þyrfíi að vera 1—2 ár í landinu til þess að læra málið og kynnast fólkinu og ef íil vill einhversstaðar annarsstaðar líka, t. d. í Colombia, til þess að kynnast kaffirækt, sem stendur á háu stigi þar. Enginn vandi er að halda úi hiiann á þessu svæði sem hér um ræðir, ef fengið yrði land á Quinindé-svæðinu. Þar er hitinn samur og jafn allt árið um kring, um 22—24 stig á Celsius, en mjög sjaldgæft að hann fari upp fyrir það. Þess1 jafni hiti á mjög vel við allan jurtagróður, svo að þarna vaxa flest- ar plöntur vel. Fischback sagði mér að upplagc væri að rækta sisal meðfram gangstígum í kaffiekrunni og fá þannig nægan hamp til pokagerðar uian um kaffið. Þá vex kakaó einmg mjög vel þarna og ekkert sjaldgæft að finna kakaótré inni í frumskóginum. Starfsfólk á þessu svæði rækiar allt banana handa sér og flestir appel- sínur, sem hvorttveggja vex mjög vel, en tómatar vaxa líka vel og frú Fisch- back ræktar ýmsar tegundir grænmetis handa heimilinu og hefir auk þess fallegan blóma- og trjágarð í kring um hús sitt. Við myndum fá betra kaffi. Það kaffi, sem mest er noiað í heiminum og kaffiverð er miðað við á heimsmarkaðinum, er Santos 4. Það eru til a. m. k. 3 betri tegundir af kaffi en það, sem auðvitað eru allar dýrari. En við höfum ekki efni á að kaupa Santos 4, heldur hefir hér aðallega verið keypt Rio-kaffi, og það ekki af beztu tegund. Vegna gjaldeyrisörðugleika höfum við orðið að kaupa lakara og ódýrara kaffi en almenni er noiað, vegna þess hve kaffi er stór liður í þjóðarbúskap okkar og hve geysilegar upphæðir fara til kaffikaupa í erlend- um gjaldeyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.