Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 47

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 47
 KMENNTIR Ljóð ungra skálda 1944—1954 Magnús Asgeirsson valdi ljóð- in og annaðist útgáfuna. — Helgafell 1954. Það er í seinni tíð orðið' ungum höf- undum hér á landi afdrifaríkt vanda- mál, hvemig þeim megi takast að koma verkum sínum á framfæri. Þó eru það ekki hvað sízt upprennandi ljóðskáld, sem orðið hafa olnboga- börn útgefendanna, enda munu þeir að fenginni reynslu telja harla tvísýnt um sölu á kvæðabókum óþekktra eða lítt kunnra höfunda. Mun og sönnu næst, að almenningur þekki lítið til nýjustu Ijóðagerðar íslenzkrar, nema af heldur óábyggilegri afspurn. Fyrir því var það ágæt hugmynd að efna til ofangreindrar sýnisbókar, og ætti hún að geta veitt áhugamönnum um ljóðlist kærkomið og auðvelt tækifæri til yfirlits um það markverðasta, er gerist með yngstu kynslóðinni í þeirri grein bókmenntanna. En alls eru í bókinni saman komin níutíu og sex Ijóð eftir tuttugu höfunda, og þar á meðal eitt „undrabarn“! Má af þessu sjá, að bókin er aliyfirgripsmikil. Enginn vafi er á því, að það hefur verið mjög vandasamt verk að velja efnið í þessa bók, en Magnús Asgeirs- son hefur eins og vænta mátti leyst það hlutverk af hendi með öruggri smekkvísi. Af greinagóðum formála að kvæðasafninu má ráða, að hann hafi ekki talið fært „að velja Ijóðin eftir listrænu gildi þeirra einu sam- an“, en stefnt að því jöfnum höndum „að kynna lífsviðhorf skáldanna“. Þessa tviþætta sjónarmiðs gætir að sjálfsögðu víða í bókinni og hefur hún goldið þess og notið. Sitthvað í henni veit að lágmarki þess, er talizt getur til ljóðlistar, nýrrar eða hefðbundinn- ar, en um margt hefur hún orðið fjölskrúðugri lesning fyrir bragðið. Umfram allt annað er samt bókin skilmerkileg heimild um ýmsar virð- ingarverðar formtilraunir, sem ljóða- gerð næstu áratuga mun vafalaust njóta góðs af, þó að sennilega sé full- snemmt að ræða um „formbyltingu“ í því sambandi. Það ræður að líkum, að þau tuttugu skáld, er hlut eiga að bókinni, eru af margháttaðri gerð og reyndar eiga , þau fátt sameiginlegt nema alvöruna. I fljótu bragði mætti ætla, að æskan hafi farið' ummerkjalaust framhjá þeim flestum, og ungs manns gleði og hrifningar gætir naumast í Ijóðum þeirra. Sennilega verður þetta að telj- ast ástandi heimsins til skuldar, en ofurlítill „húmor“ ætti samt að geta rúmazt enn í tilverunni. I þessari bók fyrirfinnst hann ekki nema ef vera skyldi í kveðskap „undrabamsins“. Ekki getur það orkað tvímælis, að af þeim höfundum, sem nýir eru af I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.