Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 44

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 44
42 HELGAFELL og örvænting. Listamaðurinn veit að „það er í skáldinu sem allar mann- eskjur þjást og fagna“. Ef íslenzka þjóðin á líf fyrir hönd- um mun hún á ókomnum árum sækja upprunalegan lífskraft í þessi miklu listaverk, og þau munu tengja hana Landi sínu, sögum og arfi. ----o----- Jón Þorleifsson hefur tekið afar- miklum breytingum og framförum sem rnálari nú síðustu árin. Ef mynd- irnar á þessari sýningu eru bornar saman við Borgarfjarðar-myndir hans, sem eru á Listasafninu, þá virð- ist manni að hér sé kominn fram al- gerlega nýr málari. Þótt þær myndir séu úr hópi hans beztu mynda frá eldra tímabili á listbraut hans, eru nýju myndirnar í senn miklu ríkari og sterkari í litum og samt. ennþá mann- eskjulegri og mildari í tjáningu. I þeim myndum gægjast alls staðar fram milli pensildráttanna ný og þróttmikil umbrot í sál listamannsins, sem sýna að hann stendur á tímamótum, er bent gætu til allmikilla tíðinda í list hans á næstunni. Myndirnar á sýn- ingunni í Listasafninu voru allar mjög jafnar og yfirleitt fallegar, og mynd- in frá Sveifluhálsi, sem sker sig þó úr, er hrikaleg og rismikil, og raunar á margan hátt bezta myndin á sýning- unni. Þegar horft er bak við litina í þess- um myndum Jóns á sjálfa teikning- una er fljótséð, hversu listamaðurinn hefur vaxið að yfirsýn um hin víð- áttumiklu mótív og hversu formin eru orðin skýr og myndflöturinn hrein- legur. En það er eitthvað óráðið í lita- áhrifunum, sem hann virðist eiga í baráttu við, Jón Þorieifsson hefur a.lltaif verið' mjög persónulegur og sér- kennilegur málari og eitthvað af hinu þekka og trausta í dagfari listamanns- ins er einnig aðalsmerkið á listaverk- um hans, sem mörg nálgast sitthvað af því bezta. í málaralist okkar. ----o----- Jóhann Briem er mjög hlédrægur Hstamaður og virðist mér að hann hafi eiginlega aldrei notið sín full- komlega. fyrr en eftir að hann fór að taka þátt í sýningum Nýja myndlist- arfélagsins. Af tiltölulega fáum sýn- ingum, er Jóhann hefur haldið hér áð- ur, var það þó alkunnugt, að hann er mjög gáfaður málari. Samt má ótvírætt fullyrða, að hann hafi á samsýningu Nýja myndlistarfélags- ins í fyrra komið flestum fyrri að- dáendum sínum á óvart. Átti hann þar margar ágætar myndir, er flestar eða allar munu hafa verið málaðar á ferð hans um Landið helga.. Á sýn- ingu félagsins í ár sýndi Jóhann ellefu málverk, hvert öðru fallegra, sum, eins og Sveitalíf og Olíuviðarlundur, á- hrifamikil listaverk. Þó fannst mér persónulega, að Trjágarður í sveit væri langbezta myndin, gædd inni- leika og ást, sem enginn fær gleymt. Dásamleg mynd. ----o----- Hjónin Agnete og Sveinn Þórarins- son skiptu innstu miðstofunni að jöfnu á milli sín, en auk þess höfðu þau til umráða syðstu hliðarstofuna móti austri og átti frúin þar bróðurpartinn. Sveinn sýndi 10 stór olíumálverk en frúin átti þama ellefu olíumyndir og margar vatnslitamyndir. Frú Agnete hefur sýnilega lagt alúð við að ná því marki að gerast íslenzkur málari og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.