Morgunblaðið - 01.10.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.10.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! Á milli 2000 og 3000 þúsund manns voru í Laufskálaréttum sem fram fóru í Skagafirði á laugardag. Stóð- réttirnar eru þær stærstu sem fram fara á landinu en auk fólksins voru þar 450-500 hross. „Það sem ein- kenndi réttirnar að þessu sinni var ofsalega gott veður og mikil ró yfir mannskapnum, enda ekki annað hægt í þessari blíðu. Fólk var mikið að velta sér upp úr kaupum en lítið var selt. Kreppan kemur niður á hrossakaupmennsku eins og öðru. Svo virðist sem kreppan sé farin að bíta meira en hún gerði strax eftir hrun,“ segir Haraldur Þór Jóhanns- son, bóndi á Enni í Skagafirði. Á föstudagskvöldið voru um 600 manns í Hestaveislu þar sem menn hituðu upp fyrir helgina með tölt- sýningu, skeiðkeppni og stóðhesta- sýningu. Jafnframt var kvöldið brotið upp með skemmtiatriðum. Á laugardagskvöld var haldin há- tíð á stóðréttarballi á Sauðárkróki. Þar voru saman komnir um 1900 manns og skemmtu sér vel. Stefán Hilmarsson og Björgvin Hall- dórsson sungu fyrir viðstadda. vidar@mbl.is Fjöldi fólks og hrossa í Laufskálarétt Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Hestastóð 450-500 hestar voru samankomnir í Laufskálarétt sem er stærsta stóðrétt landsins. Ásmundur Frið- riksson, fyrrver- andi bæjarstjóri í Garði, sækist eft- ir 3. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suð- urkjördæmi fyrir næstu alþing- iskosningar. Meðal þess sem Ásmundur hefur í hyggju að berjast fyrir má nefna öflugt atvinnulíf, menntun og ný- sköpun, tengsl atvinnulífs og skóla, framtíð ungs fólks, virkni og þátt- töku fatlaðra í samfélaginu og sanngjarna leiðréttingu verð- tryggðra lána. „Í störfum mínum sem þingmaður vil ég ná árangri undir þjónandi forystu Sjálfstæð- isflokksins fyrir hinn vinnandi mann,“ segir í framboðsyfirlýsingu frá Ásmundi. Ásmundur Friðriks- son vill þriðja sætið Ásmundur Friðriksson Erna Indriða- dóttir, stjórn- sýslufræðingur og starfsmaður Alcoa Fjarðaáls, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á framboðslista Samfylking- arinnar í Norð- austurkjördæmi, í prófkjöri flokks- ins sem fram fer dagana 9. og 10. nóvember. Erna var í tíunda sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæm- inu í síðustu alþingiskosningum. Í yfirlýsingu frá Ernu telur hún brýnt að endurreisn landsins verið haldið áfram á grundvelli jafn- aðarstefnunnar. Hún vill ljúka að- ildarviðræðum við Evrópusam- bandið. Þá vill hún bæta umræðu- hefðina á Alþingi og stuðla að faglegri vinnubrögðum á þeim vett- vangi. Erna Indriðadóttir vill annað sætið Erna Indriðadóttir Vigdís Hauks- dóttir, þingmað- ur Framsókn- arflokksins, sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavíkur- kjördæmi suður og segist hún finna fyrir mikl- um meðbyr með framboði sínu. „Ég kem til með að vinna af heiðarleika og festu í þágu lands og þjóðar, hér eftir sem hing- að til, og standa vörð um grunngildi samfélagsins,“ segir í framboðs- yfirlýsingu Vigdísar sem leiddi listann fyrir Framsóknarflokkinn fyrir fjórum árum. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði, og Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Nýherja og stjórnarfor- maður CCP, sækjast einnig eftir því að leiða listann. Vigdís Hauksdóttir vill leiða lista Vigdís Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.