Morgunblaðið - 01.10.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 01.10.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012 það eina sem ég hef gert við myndina er að skerpa hana og lýsa. Það er skemmtilegt frá því að segja að vit- inn á myndinni er byggður árið 1918 og er elsti steinviti landsins,“ segir Finnur. Minjagripir seldust upp Finnur starfar hjá Omnis á Akranesi sem sölumaður en fyr- irtækið selur m.a. myndavélar, tölv- ur og sjónvörp og segist Finnur því í raun vera að vinna við áhugamálið. Finnur er sjálflærður og segir sér líða ágætlega sem áhuga- ljósmyndara. Hann heldur úti Fa- cebook-síðunni þar sem fólk getur skoðað myndirnar en hann er í sam- starfi við Hans Petersen og getur fólk því pantað myndir Finns á því formi og stærð sem það helst kýs. víða um heim. Finnur sendi póst með myndum á þann sem heldur utan um myndbirtingarnar og barst skömmu síðar svar þar sem honum var tjáð að áhugi væri fyrir birtingu og að ein- hver myndi fylgjast með honum. Tveimur mánuðum síðar barst hon- um síðan póstur þar sem honum var tjáð að mynd hans hefði verið valin ein af fimm bestu ferðamyndum árs- ins. „Báturinn sem ég myndaði er einn af elstu trébátunum hér á Akra- nesi, Höfrungur AK91, hann stendur í slippnum og er mikið myndaður. Ég ýkti aðeins litina í myndinni með því að lýsa hana upp en annars bæti ég engu inn í myndirnar mínar. Norður- ljósamyndina tók ég hins vegar hérna á Breiðinni síðastliðinn vetur. Hún var tekin á þrífót með tíma og María Ólafsdóttir maria@mbl.is Á hugaljósmyndarinn Finnur Andrésson fékk í ár viðurkenningu CNN iReport en mynd hans af norðurljósum var valin ein af sex fallegustu mynd- unum af himingeiminum. Þetta er í annað sinn Finnur hlýtur slíka við- urkenningu en í fyrra var mynd eftir hann valin ein af fimm bestu ferða- myndum síðustu ár. Sífellt fleiri sjónarhorn Finnur hefur tekið myndir í tvö ár en áhuginn kviknaði þegar hann keypti sér litla myndavél og fór að keyra um sitt nánasta umhverfi. Þannig fór hann smám saman að sjá fleiri sjónarhorn sem honum fannst flott að festa á mynd. Delluna fékk hann þó fyrst fyrir alvöru þegar hann flutti á Akranes og gekk þar í Vitann, félag áhugaljósmyndara á Akranesi. „Ég gekk í félagið og fékk mér betri myndavél og þá fékk ég delluna fyrir alvöru. Ég er með Canon 5D classic-myndavél núna en er reyndar við að skipta yfir í Mark II Canon- vél,“ segir Finnur. Vitinn hefur verið starfræktur í tæp þrjú ár og eru 100 meðlimir skráðir í félagið þar af 40 sem taka reglulega þátt og segir Finnur félag- ið vera mjög virkt. „Við hjálpum og styðjum hver annan og erum með reglulega fundi. Nú vonumst við til að fá húsnæði frá Akranesbæ. Við höfum unnið mikið fyrir þá og tekið myndir auk þess að sjá um vitana tvo hér í bænum. Í öðr- um þeirra stendur nú yfir ljós- myndasýning en fyrsta stóra sýn- ingin var á menningarhátíðinni Vökudögum í fyrra. Þá komu 1.500 manns að skoða myndirnar okkar sem var mjög gaman og verður há- tíðin endurtekin nú í október,“ segir Finnur. Elsti steinviti landsins Það var æskuvinur Finns sem benti honum fyrst á að prófa að senda mynd á CNN-fréttastofuna en á vefsíðu hennar hafa verið birtar ljósmyndir frá áhugaljósmyndum Fékk delluna í Vitanum Áhugaljósmyndarinn Finnur Andrésson festir fegurðina í sínu nánasta umhverfi á filmu. Hann hefur tvisvar hlotið viðurkenningu frá CNN iReport fyrir myndir sínar. Í ár fyrir mynd af norðurljósum sem tekin var á Breiðinni á Akranesi. Áhugaljósmyndari Finnur Andrésson er búsettur á Akranesi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Gæsir eru helsta bráð íslenskra veiði- manna, mest er veitt af gæs af allri veiði- bráð sem hér er hægt að veiða og mest- ur tími veiðimanna fer í veiðar á gæs. Rjúpan hefur löngum verið vinsælasta bráðin hér á landi, en rjúpnaveiðar hafa, sem kunnugt er, dregist verulega saman á síðari árum. Gæsastofnarnir eru hinsvegar mjög sterkir og þola vel veiðiálagið. Veiddar eru um 58.000 grágæsir og var óttast um tíma að þetta veiðiálag væri heldur mikið, en svo reyndist ekki vera. Grá- gæsastofninn er um 120.000 fuglar á vetrarstöðvum að hausti. Heið- argæsastofninn er firnasterkur, þó svo að 2011 hafi verið lélegt varpár, stofninn var um 360.000 fuglar 2009 en 2010 líklegast 300.000 fuglar. Heiðargæsin verpir í gróðurvinjum á hálendinu og eru frægastar þeirra Þjórsárver og Guðlaugstungur. Helstu ástæður fyrir mikilli fjölgun gæsanna á síðari árum er betra veðurfar, aukinn vetrarræktun í Skotlandi og aukin ræktun hér á landi og þá ekki síst á korni. Fjölgun gæsa hefur skapað ým- isleg vandamál þó ekki sé meira sagt, nú er svo komið að sumstaðar er farið á líta á gæsirnar sem meindýr. Bændur á Orkneyjum líta orðið á gæsirnar sem meindýr, en þar hefur gæs fjölgað um tæp 80% á síðastliðnum 10 árum. Nú er svo komið að í Skotlandi, Danmörku, Noregi og víða eru yfirvöld farin að greiða mikið fé í skaðabætur til bænda vegna gæsabeitar. Greiðslurnar eru aðallega vegna beitar friðaðra tegunda eins og blesgæsar. Nánast ómögulegt virðist vera að fæla gæsirnar í burtu eða fækka þeim með því að auka veiðar. Meðal þess sem rætt hefur verið um í Skot- landi er að fá Íslendinga til að eyðileggja egg heiðargæsa hér á ís- landi. Bændu ár Orkn- eyjum hafa meira að segja lagt til að gæsirnar verði drepnar með eitri eða þær svæfðar og svo slátrað. Íslenskir bændur hafa á síðari árum kvartað nokk- uð yfir gróðurskemmdum af völdum gæsa. Þess má geta í þessu sambandi að fjórar heiðargæsir éta svipað magn og ein sauðkind, það er að segja að 360.000 heiðagæsir valda svipuðu beit- arálagi og 90.000 kindur. Ekki verður séð að heiðarlönd á öræfum Íslands liggi undir ofbeit vegna gæsa, þó er sum- staðar farið að bera á því til dæmis í Þjórsárverum og í Kringilsárrana. Innan tíðar gæti orðið nokkur ofbeit að völdum gæsa í Guðlaugstungum og í næsta ná- grenni þeirra. Telja sumir bændur að álftin sé að verða meindýr því sumstaðar valda þær talsverðum skemmdum á túnum og ökr- um. Álftarstofninn hefur vaxið um 60% á 20 árum. 1986 var fjöldi álfta hér á landi talinn vera 17.000 fuglar en árið 2010 29.000 fuglar. Stofninn hér er talinn vera um 14 til 19% af Evrópustofni . Ekki verður annað séð en að álftum og gæs muni halda áfram að fjölga hér á landi. Jafnvel eru líkur á að nýjar tegundir gæsa gætu farið að nema hér land, í þessu sambandi mætta nefna kan- adagæs. Kanadagæs veldur meira beit- artjóni en til dæmis heiðargæs, þetta er harðgerður fugl sem gæti rekið aðrar gæsir frá varpstöðvum sínum. Þess vegna er mikilvægt að kanadagæsin nái ekki að festa hér rætur og að heimilt verði að skjóta þær kan- adagæsir sem hingað kynnu að koma. Víða á hálendi Íslands er bannað að stunda gæsaveiðar þó svo að friðanir svæðanna séu að- alega vegna jarðmyndana eða gróðurs. Þessu þarf að breyta og heimila veiðar á svæðum sem nú eru friðuð, í því sambandi mætti nefna Guðlaug- stungur og nágrenni. Sigmar B. Hauksson Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Gæsir Helstu ástæður fyrir mikilli fjölgun gæsanna er betra veðurfar. Gæsir – veiðar og náttúruvernd Áhrifamiklar ljósmyndir segja meira en mörg orð. Á fréttavefnum bost- on.com má finna myndaalbúm sem flokkuð eru eftir þemum og tímabili. Myndirnar eru af ýmsum toga, marg- ar átakanlegar en aðrar gefa skemmtilega sýn á lífið og tilveruna. Vefsíðan www.boston.com/ bigpicture/2011/12/ Api Sætar dýramyndir eru vinsælar. Auga heimsins Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 CUBE REACTION GTC PRO Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell.Fox Evolu- tion 32 Float RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 11,1 kg. Listaverð: 399.990 kr. Tilboð: 299.990 kr. CARBON Listaverð: 455.990 kr. Tilboð: 341.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC RACE Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock shox Reba RL 100mm. Sram XO 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,4 kg. Listaverð: 525.990 kr. Tilboð: 394.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC SL Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock Shox SID RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,3 kg. Fjallahjóladagar -25% Meðan birgðir endast. Tri áskilur sér rétt til allra breytinga á verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.