Morgunblaðið - 01.10.2012, Síða 13

Morgunblaðið - 01.10.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012 Fjöldi hlaupara tók þátt í Hjarta- hlaupinu sem fram fór í gær. Hlaupið hófst á Kópavogsvelli en keppt var í tveimur greinum, 5 og 10 kílómetra hlaupi. Ingvar Hjartarson og Fríða Rún Þórðardóttir sigruðu í 10 km hlaupinu en þau hlupu vega- lengdina á annars vegar 34:26 mínútum og hins vegar 41:36 mínútum. Sigurvegarar í 5 km hlaupinu voru þau Anna Þuríður Pálsdóttir, á 20:46 mínútum, og Hlynur Andrésson, á 16:33 mín- útum. Hjartahlaupið var haldið í tilefni af alþjóðlegum hjartadegi sem haldinn var hátíðlegur í rúm- lega 150 löndum í gær og fyrra- dag. Þá fór hjartagangan um Laug- ardal einnig fram í gær en um sextíu manns tóku þótt í henni og nutu þar útiverunnar að hausti til. Félögin Hjartavernd, Hjarta- heill, Neistinn og Heilaheill sáu um að halda sameiginlegan hjartadag á Íslandi. skulih@mbl.is Fjöldi hlaupara tók þátt í Hjartahlaupinu Morgunblaðið/Golli Hjartahlaup Fjöldi hlaupara tók þátt í Hjartahlaupinu sem fram fór í gær í tilefni Hjartadagsins. Ríkisendurskoðun keypti endur- skoðunarþjónustu, auk annarrar þjónustu, fyrir um 260 milljónir króna af fjórum stærstu endur- skoðunarfyrirtækjum Íslands á ár- unum 2004-2011. Ríkisendurskoðun annast lögum samkvæmt endurskoðun ríkis- reiknings sem og aðila sem fara með rekstur og fjárvörslu á veg- um ríkisins en stofnunin útvistar hluta af þessum verkefnum sínum til þriðja aðila. Fyrirtækin sem um ræðir eru PwC hf., KPMG hf., Deloitte hf. og Ernst og Young ehf. en stofnunin greiddi þeim samtals sem nemur 32,5 milljónum króna að meðaltali á ári, á árunum 2004-2011, fyrir endurskoð- unarþjónustu auk annarrar þjón- ustu á borð við ýmiss konar ráð- gjafarþjónustu og námskeið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Stofnunin efndi nýlega til örút- boðs á hluta fyrrnefndra verkefna en frestur til að skila tilboðum í þau rennur út hinn 23. október næstkomandi. Í útboðum af þessu tagi geta einungis fyrirtæki sem eiga aðild að rammasamningum Ríkiskaupa boðið í viðkomandi verkefni. Gert er fyrir að nýir samningar gildi um endurskoðun fyrir árin 2013-2017, þá verða fleiri verkefni af þessu tagi boðin út á næstunni. skulih@mbl.is Þjónusta keypt fyrir 260 milljónir Morgunblaðið/Golli Séra Kristján Val- ur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur skipað séra Bjarna Þór Bjarnason í emb- ætti sóknarprests í Seltjarnarnes- prestakalli, Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra, frá og með 1. október nk. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, vék sæti að ósk eins umsækj- andans. Auk Bjarna sóttu Sigurður Árni Þórðarson, Sveinbjörn Dagnýj- arson og séra Þórir Jökull Þor- steinsson um stöðuna. skulih@mbl.is Bjarni skipaður sóknarprestur Séra Bjarni Þór Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.