Morgunblaðið - 01.10.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 01.10.2012, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhanns- son, sem búsettur er í Kaupmanna- höfn, gaf nýverið út plötuna Copen- hagen Dreams sem inniheldur frumsamda tónlist úr samnefndri mynd eftir Max Kestner, en myndin var sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík í fyrra. Flytj- endur á plötunni auk Jóhanns eru meðal annarra Hildur Guðnadóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Una Svein- bjarnardóttir, Guðni Franzson og Hrafnkell Orri Egilsson. Jóhann get- ur ekki kvartað undan viðtökum því platan hefur fengið einkar góða dóma. Það eru 12 Tónar sem gefa út Co- penhagen Dreams á Íslandi, en plötuútgáfa sem Jóhann stofnaði sjálfur, NTOV, gefur plötuna út er- lendis. „Í þessu ákveðna tilfelli ákvað ég að gefa plötuna út sjálfur í samstarfi við stórt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem dreifir henni,“ segir Jóhann. „Hún kemur út á diski á Íslandi en erlendis kemur hún ein- göngu út á vínyl og á stafrænu sniði. Stór hópur hefur áhuga á vínyl sem mér finnst sjálfum kjörið form til að gefa út tónlist á. Ég væri alveg til í að gefa bara út vínylplötur og staf- rænar útgáfur. Ég ekkert mjög spenntur fyrir geisladisknum sem formi, en hann er þægilegur og hef- ur mikla útbreiðslu.“ Tónlist við fræga þögla mynd Er eitthvað sérstakt sem þú þarft að hafa í huga þegar þú semur kvik- myndatónlist? „Kvikmyndatónlist er krefjandi form að því leyti að þá þarf ég að vinna innan ákveðins ramma því kvikmyndaverkið sjálft setur manni ákveðnar skorður. Ég hef ekki full- komið frelsi til að gera hvað sem er heldur þarf ég að semja tónlist sem þjónar verkinu. Ég set kvikmynda- tónlistina mína hins vegar aldrei á plötu nákvæmlega eins og hún er í bíómyndinni, heldur aðlaga og end- urgeri að hluta og bý til tónlist sem vonandi virkar ein og sér.“ Jóhann vinnur nú að því, ásamt Hildi Guðnadóttur, að semja tónlist við þöglu myndina Pandora’s Box sem leikstjórinn G.W. Pabst gerði árið 1929 með leikkonunni Louise  Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður var að gefa út plötu og er að semja kvik- myndatónlist, auk annarra verkefna. » „Ég bað HildiGuðnadóttur að semja tónlistina með mér og við erum að vinna þetta saman núna og förum síðan til Eng- lands og æfum með fjögurra manna hljóm- sveit. Við munum síðan spila undir myndinni í fjórum borgum í Eng- landi. Þetta er frábær mynd og Louise Brooks alveg ótrúleg.“ Jóhann Jóhannsson „Það á vel við mig að vinna að nokkrum hlutum í einu. Það virkar sem hvíld fyrir mig að stökkva á milli verkefna.“ Verkefnin nærast hvert á öðru Listakonan Ulrike Ottinger opnaði sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu fimmtudaginn sl. og er hún einn af sérviðburðum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hófst sama dag. Ottinger er þýsk og „svífur milli landamæra og listmiðla“, eins og því er lýst í tilkynningu. „Ulrike Ottinger hefur ferðast um allan heiminn og ljósmyndar það sem fyrir augu ber. Áhorfandinn kann- ast við sjálfan sig í hinu fram- andlega en samt svo nálægu mynd- efninu. Sjónarhorn Ulrike Ottinger skautar milli hins skáldaða og hins rauverulega og mörkin þar á milli eru oft mjög óljós þar sem súrreal- ískt myndefnið er líkast leikhús- senum. Ulrike er ekki að reyna að vera óhlutlægur ljósmyndari eða skrásetjari, hennar sjónarhorn og fókus eru alltaf áberandi í myndum hennar. Sagt hefur verið um mynd- ir hennar að þar mætist hið fundna og hið skáldaða,“ segir m.a. um verk hennar. Hún hafi unnið með ljósmyndir, innsetningar og kvik- myndir og ein kvikmynda hennar, Unter Schnee, verði sýnd á RIFF í Norræna húsinu, 3. október kl. 20. Ottinger mun taka þátt í umræðum að lokinni sýningu. Frekari upplýsingar um lista- konuna má finna á ulrikeott- inger.com. Doppótt Ein ljósmynda Ottinger, Der Bote der Inquisition. Óljós mörk veruleika og skáldskapar Ert þú frjáls? Handfrjáls höfuðtól SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Dasan Létt og þægilegt höfuðtól frá Dasan sem hægt er að teng ja með USB við tölvu eða hefðbundnu síma- tengi við borðsíma. Jabra Pro 920 / 930 - þráðlaust Þráðlaust DECT höfuðtól sem tengist nær öllum gerðum símtækja og skiptiborða. Allt að 120m drægni. Falleg og stílhrein hönnun. USB 12.900 kr. Borðsíma eða USB - 33.900 kr.Borðsíma 9.900 kr. Við bjóðum mikið úrval af handfrjálsum og þráðlausum höfuðtólum. Kíktu til okkar, við tökum vel á móti þér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.