Monitor - 11.10.2012, Síða 4

Monitor - 11.10.2012, Síða 4
4 MONITOR FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 Sóley er alltaf á miklum þönum á Air- waves en gerði ekki neitt til að fá margar milljónir áhorfa á Youtube Áritaði vegabréf í Slóveníu Lagið þitt Pretty Face er með rúmlega 7.600.000 áhorf á Youtube. Hver er galdurinn á bak við þennan fjölda? Ég gerði bara ekki neitt. Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Ég meira að segja ætlaði ekki að hafa þetta lag á plöt- unni, það var í raun tilviljun að þetta lag komst á plötuna. Það var einhver Þjóðverji sem hlóð þessu upp á Youtube og ég efast um að hann hafi búist við þessu heldur. Hvar eru stærstu aðdáendahóparnir þínir? Ég held að langstærsti hópurinn sé í Þýskalandi af því að Morr Music, plötu- fyrirtækið mitt, er þar. Svo er ágætt að spila í löndunum þar í kring. Austur- Evrópa er líka mjög skemmtileg. Þar er svo klikkað fólk á mjög góðan hátt. Því austar og því sunnar sem maður fer þar er fólk heitara í blóðinu. Það er einhver æsingur í þeim. En það er nú kannski ekki æsingur í tónlistinni þinni. Nei, nákvæmlega. En á Íslandi myndi enginn koma og biðja um eiginhandar- áritun en þarna er fólk svo tryllt í að fá að taka myndir og fá áritun. Ég meira að segja áritaði vegabréf hjá einhverjum í Slóveníu eða eitthvað álíka. Þú ferð á tónleikaferðalag með Of Monsters and Men í Nóvember. Hvað er fl eira framundan hjá þér? Ég er með næstu plötu inni í hausnum á mér. Akkúrat núna er ég að gera tónlist fyrir leikrit sem verður frumsýnt eftir viku í Kúlunni fyrir aftan Þjóð- leikhúsið. Þetta er brúðuleikhús fyrir fullorðna og það er ekkert talað í þessu. Svo tónlistin spilar stóran þátt. Það er mjög skemmtilegt verkefni. En þegar því lýkur ætla ég að örugglega að byrja á næstu plötu. Hvað ætlar þú sjálf að sjá á Airwaves? Ég veit að Dirty Projectors eru að spila á sama stað og Sin Fang svo ég stefni á að kíkja á það en svo þarf annað að koma í ljós. SÓLEY Fyrstu sex: 201086. Uppáhaldshljóð- færi: Píanó. Sími: iPhone 4. Lag á heilanum núna: Nokia- hringingin af því að hún var í forriti sem ég var að læra á. Tónlist er: Snilld. Veislan heldur áfram  

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.