Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 13

Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 13
K V I K M Y N D HJÁLMAR KARLSSONTAKEN 2 Illa farið með dygga Taken- aðdáendur Oft virðist gerð framhaldsmynda eftir vel heppnaða fyrstu mynd ekki þjóna neinum öðrum tilgangi en að mjólka gullkálfi nn góða. Þetta er að mínu mati tilfellið með Taken 2. Hún fylgir eftir hinni einstaklega vel heppnuðu Taken, sem birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti á sínum tíma og sigraði „aksjón“ heiminn. Allir sömu aðilar, að undanskildum leikstjóra, standa að seinni myndinni. Hvort það hafi haft úrslitaáhrif á gæði hennar verður ósagt, en greinilegt er að eitthvað mikið fór úrskeiðis. Þó svo að fyrri myndin hafi ekki beint verið raunsæ, þá hélt hún manni í heljargreipum frá upphafi til enda. Taken 2 er hinsvegar útþynnt og afskræmd útgáfa forvera síns, söguþráður- inn er slappur, slagsmálaatriðin illa framkvæmd og leikurinn ótrúverðugur. Það virðist ekki vera liðið meira en rúmt ár frá atburðum seinustu myndar en samt sem áður nær gamla CIA-kempan Bryan Mills (Liam Neeson) að fá dóttur sína og fyrrverandi konu með sér í frí til Tyrklands. Þar upphefst atburðarás sem leiðir til þess að Bryan og spúsa hans eru „tekin“ og þarf hann að taka á stóra sínum til að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og að sjálfsögðu sjá til þess að vondu karlarnir, sem eru albanska mafían, hljóti makleg málgjöld. Gefum okkur að það sé ekkert undarlegt við það að dóttirin skelli sér í frí til Tyrklands eftir að hafa verið rænd, dópuð og seld í kynlífsþrælkun í París fyrir ári og að hún þjáist ekki af neinni áfallastreituröskun. Ofan á það neyðist Bryan til að slátra hinum helmingnum af albönsku karlþjóðinni eins og hún leggur sig og fer létt með það einn síns liðs ! Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að Taken 2 er ekki byggð á sannsögulegum atburðum en fyrr má nú vera. Ef það væri ekki fyrir Liam Neeson og hans hnefasamlokur þá færi þessi mynd beint á vidjóleig- una. facebook.com/noisirius 13FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 Monitor Geiri pönk breytir útliti fólks til hins betra í Rokki og rúllum: Hamskipti á MBL-sjónvarpi. Lætin heilluðu „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og byrjaði þetta snemma hjá mér í barnæsku þegar ég harðneitaði alltaf mömmu um að fara út að leika mér nema ég væri vel greiddur og í þokkalegum galla,“ segir Ásgeir Hjartarson eða Geiri Pönk eins og hann er gjarnan kallaður en hann er maðurinn á bak við Rokk & rúllur-tískuþættina sem sýndir eru í MBL-sjónvarpi. Þessi önnur þáttaröð af Rokki & rúllum ber yfi rskriftina Hamskipti þar sem Ásgeir breytir útliti ólíkra einstaklinga til hins betra. Sjálfur er Ásgeir hárgreiðslumeistari og segir hann þann áhuga hafa kviknað þegar hann var hármódel 16 ára gamall. „Hlaupin og lætin baksviðs heilluðu mig og stemningin þar fannst mér rosa spennandi og mætti segja að sýningahliðin á hárgreiðslunni heilli mig meira en að vera fyrir aftan stólinn allan daginn að klippa og lita hár,“ segir Ásgeir og bætir við að þættirnir gefi honum einmitt þá tilfi nningu því við gerð þeirra sé mikið um læti og stress. Ásgeir leggur mikla áherslu á að halda í persónuleg einkenni hvers og eins þrátt fyrir oft og tíðum miklar breytingar á útlitinu. „Sem betur fer voru allir einstakling- arnir sem ég breytti í skýjunum eftir þættina, allir voru ánægðir með þetta ferli og sáttir með útkomuna,“ segir Ásgeir að lokum. GEIRI KANN Á GREIÐUNA OG SLÉTTUJÁRNIÐ

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.