Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 8

Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 M aður verður að njóta allrar leiðarinnar að mótinu því þetta er skemmtilegasti tími ársins hjá okkur, okkur fi nnst það öllum. Það er svo gaman að vera að stefna að einhverju svona stóru,“ segir Íris Mist Magnúsdóttir, hin jákvæða fi mleikadrottning úr P1-liði Gerplu. Fim- leikahópurinn, sem prýddi meðal annars símaskrána á síðasta ári, heldur út til Danmerkur 16. október til að keppa á Evrópumótinu í hópfi mleikum. Skemmst er frá því að segja að hópurinn er ríkjandi Norðurlanda- og Evrópumeistari í greininni og á hann því titil að verja. Blaðamaður Monitor settist niður með Írisi Mist og ræddi við hana um komandi Evrópumót, lykilinn að velgengni innan hópfi mleika, hætturnar í íþróttinni og adrenalínfl æði, svo eitthvað sé nefnt. Þú varst sjö ára þegar þú byrjaðir í fi mleikum. Hefur líf þitt snúist um fi mleika síðan? Já, alveg klárlega. Ég hef einu sinni hætt í átta mánuði, þá hugsaði ég ekkert um fi mleika, en annars held ég að ég hafi hugsað um fi mleika svona meirihluta hvers einasta dags síðan ég var sjö ára. Ég fór sem sagt aðeins á gelgjuna þegar ég var 15 ára og hélt að ég væri að taka rétta ákvörðun en sneri svo aftur í fi mleikasalinn innan árs. Prófaðir þú einhverjar aðrar tómstundagreinar eða vissir þú strax að fi mleikarnir væru rétta íþróttin fyrir þig? Ég prófaði fyrst ballett og djassballett en grenjaði alltaf heilu tímana. Einn daginn var ég síðan að leika við vinkonu mína þegar hún þurfti að fara á fi mleikaæfi ngu. Ég ákvað að fylgja henni á æfi nguna því svo ætlaði amma mín að sækja mig þangað. Amma mín var hins vegar eitthvað lengi að koma að sækja mig svo ég ákvað að bíða á fi mleikaæfi ngunni og það má segja að ég hafi varla farið út úr fi mleikasalnum síðan. Ég prófaði síðan einu sinni að æfa fótbolta og frjálsar þegar það var sumarfrí í fi mleikunum auk þess sem í dag hef ég prófað líklega allar íþróttagreinar þar sem ég er að læra íþróttafræði í HR. Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Ég hætti í fi mleikunum í 10. bekk og byrjaði síðan aftur í fi mleikunum á fyrsta ári í FG. Upp frá því var ég að æfa sjálf og þjálfa fi mleika, ég stundaði félagslífi ð í skólanum og var alltaf með vinum mínum svo námið var þarna einhvers staðar í svona 20. sæti á forgangslistanum. Ég svaf í tímum og lærði voðalega lítið, en ég náði að gera allt hitt rosa vel (hlær). Þetta hafðist samt allt að lokum, en ég þurfti að taka mér pásu frá skólanum og skipta um skóla til að komast í nýtt umhverfi áður en ég kláraði stúdentinn. Fyrir mann eins og mig sem hefur aldrei prófað fi m- leika, þá upplifi ég öll þessi stökk, fl ikk-fl ökk og hvað þetta allt er kallað sem stórhættulega iðkun. Ert þú aldrei hrædd við að slasast þegar þú fl eygir þér svona um loftið? Þegar ég var yngri þá var ég aldrei hrædd við neitt, þjálfarinn minn gat í rauninni sagt mér að gera hvað sem var. Ég spurði alltaf bara: „Get ég það alveg pottþétt?“ og ef þjálfarinn svaraði játandi, þá var ég bara hundrað prósent á því að ég gæti það og lét vaða. Nú þegar ég orðin 25 ára - og sérstaklega eftir að ég meiddist illa og gat ekki æft í átta mánuði, þá kasta ég mér ekkert í hvað sem er. Ég passa alltaf að ég slasist ekki. Ég er samt í raun aldrei hrædd því við erum náttúrlega með þjálfara sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Þeir grípa okkur alltaf, hjálpa okkur að lenda og svo framvegis þannig að ég upplifi það þannig að það séu meiri líkur á að ég slasi mig við að labba út í bíl heldur en í þessum stökkum. Eins og þú segir þá meiddist þú illa fyrir um ári þegar þú sleist hásin. Fyrir vikið gast þú ekki tekið þátt á Norðurlandamótinu sem Gerpla vann. Hvernig upplifðir þú það allt saman? Þetta var bara öðruvísi reynsla. Ég meiddist tveimur vikum fyrir mótið og þetta voru auðvitað þannig meiðsli að ég vissi strax að ég færi aldrei að vera með á mótinu. Ef ég hefði til dæmis snúið mig á ökkla, þá hefði maður kannski haldið í einhverja smá-von eða eitthvað álíka. Þess vegna var ég strax stressuðust um að ég myndi einfaldlega ekki fá að fara með út, vegna sýkingarhættu í fl ugvélinni eða eitthvað. Það að hafa fengið að fara út var auðvitað ótrúlega skemmtilegt, það er alltaf gaman að vera með þessum stelpum. Það var líka spennandi að fá að upplifa svona mót úr þessu sjónarhorni, fá að pæla í hinum liðunum á mótinu, sem við gerum aldrei sem keppendur, fá að hjálpa þjálfurunum og svo framvegis. Ég er alls ekki að segja að mig langi að ganga í gegnum þetta allt aftur eða eitthvað, en í heildina litið var þetta bara ótrúlega gaman á öðruvísi hátt. Nú geri ég samt ráð fyrir að það hafi verið töluvert áfall að meiðast í miðjum aðdraganda svona móts, sem gífurlegt púður er lagt í. Hvernig tókst þú á við það? Þegar við æfum fyrir svona mót, þá förum við á rúmlega hundrað æfi ngar fyrir mót frá lok júní. Í þessu tilfelli fórum við á sirka 120 æfi ngar af því að mótið var mánuði seinna en venjulega. Á því tímabili ákvað ég bara með sjálfri mér að í ljósi þess að ég ætti kannski ekki eitthvað ótrúlega mikið eftir af fi mleikaferlinum mínum að ég ætlaði að hafa ótrúlega gaman af þessu og var þess vegna bara að kafna úr jákvæðni á öllum æfi ngunum. Ég lagði sömuleiðis upp úr því að minna stelpurnar á að njóta æfi nganna, ekki að einblína svona mikið bara á mótið sjálft, endapunktinn. Maður verður að njóta allrar leiðarinnar að mótinu því þetta er skemmtilegasti Texti: Einar Lövdahl einar@monitor.is Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is Fimleikadrottningin Íris Mist Magnúsdóttir er liðsmaður P1-liðs Gerplu, ríkjandi Evrópu- og Norðurlandameistara í fi mleikum. Monitor ræddi við Írisi Mist um komandi Evrópumót, hætturnar í fi mleikunum og Meistaramánuð. þarf að fl æða Adrenalínið Þeir grípa okkur alltaf, hjálpa okkur að lenda og svo framvegis þannig að ég upplifi það þannig að það séu meiri líkur á að ég slasi mig við að labba út í bíl heldur en í þessum stökkum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.