Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 3

Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 3
FYRIR HÚMORISTA Hraðfrétta- Benni og Hraðfrétta- Fannar slógu í gegn á mbl. is síðasta vor með Hraðfréttirnar sínar og færðu sig í framhaldinu yfi r á RÚV. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir alla með góðan húmor að muna að fylgjast með þeim piltum á lokamínútum Kastljóssins á fi mmtudögum. FYRIR LESTRARHESTA Vefsíðan eBækur, www.ebaekur.is, er tilvalin fyrir alla þá sem hafa gaman af lestri góðra bóka. Á síðunni er hægt að fi nna íslenskar og erlendar rafbækur og þá leynast þar einnig hljóð- bækur fyrir þá sem vilja stytta sér stundir í bílnum, í strætó eða bara heima í stofu. FYRIR TÓNLISTARGRÚSKARA Margir hafa náð að smíða ótrúleg- ustu lög heima hjá sér enda tónlist- arforritin orðin ansi aðgengileg í dag. En alltaf má á sig blómum bæta og því væri upplagt fyrir tón- listargrúskara að skella sér á fyrirlestur um Pro Tools 10-forritið sem fram fer í Hinu húsinu á laugar- daginn klukkan 14.00. Fyrirlesari er hinn reyndi Kristinn Sturluson og er miðaverð 2.500 krónur. „Við sömdum verkið sjálf undir leiðsögn kennara en það varð til í spunaferli á svona sex vikum. Allt efnið sem varð til á þeim tíma er reyndar mun lengra en verkið, þetta eru í raun bara bestu brotin úr þessu merkilega vinnuferli sem áhorfendur fá að sjá,“ segir Salóme Rannveig Gunnarsdóttir sem ásamt bekkjarsystkinum sínum í útskriftarbekk leikaranema úr LHÍ frumsýnir verkið Tímaskekkju annað kvöld, 12. október. „Verkið tekur á samskiptum kynjanna þar sem við skoðum bæði kynjahlutverk nútímans og fortíðarinnar, væntingar okkar hvers til annars og þá fegurð og þau vonbrigði sem við upplifum þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi.“ Leikhópinn í verkinu skipa allir nemendur útskriftarbekkjarins, fi mm ungar konur og fi mm ungir menn. Þau heita Arnar Dan Kristjánsson, Arnmundur Ernst Backman, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Hildur Berglind Arndal, Oddur Júlíusson, Thelma Marín Jónsdóttir, Þorleifur Einarsson, Þór Birgisson ásamt fyrrnefndri Salóme. Seltan af tárunum verst Tímaskekkja er fyrsta verkefni af mörgum sem Nemendaleikhús LHÍ setur upp í vetur. Þegar leikaranemarnir eru spurðir hvað hafi verið skemmtilegast við vinnuferlið svarar Arnar Dan: „Nú, grínið auðvitað. Það er svo fyndið, sjáðu til,“ við kátínu viðstaddra. Það sísta við ferlið var hins vegar að hans sögn „seltan af þurrum tárum“, sem gefur til kynna að ekki hafi verið átakalaust að rýna svo djúpt í samskipti kynjanna. Nú eða þá einfaldlega að nemendur bekkjarins séu einfaldlega ekki góðir hverjir við aðra. Blaðamaður forvitnast því um stöðuna á því hvort allir séu vinir eða hvort samkeppnin leikaranemanna á milli spilli allri vináttu. „Þetta er biluð samkeppni, eiginlega bara svolítið eins og í Hunger Games,“ segir Oddur á léttum nótum. En er það þá svo að samkeppnin sé svo mikil af því að umrætt verkefni sé svo góður gluggi fyrir nemana til að vera uppgötvuð af leikhúsunum? „Já, að minnsta kosti í augum fl estra okkar,“ svarar Hildur Berglind. „Sum okkar ætla samt bara að verða stjórnmála- menn þegar þau verða fullorðin og hallærisleg. Fyrir þeim er þetta ekkert mikilvægt svo sem.“ Sem fyrr segir verður verkið frumsýnt annað kvöld en aðrar sýningar fara fram kl. 20:00 dagana 14.-18. október. Frítt er á sýningarnar en panta þarf miða með tölvupósti á leikhus@lhi.is. Útskriftarbekkur leikaranema úr LHÍ frumsýnir á morgun Tímaskekkju, spunaverk eftir nemendurna sjálfa Það væri rosalega gaman ef ungt fólk myndi skrifa einhver og eitthvað en ekki eitthver og einhvað... fyrst&fremst Vikan á Margrét Erla Maack þekkir einhver sveðjumann- inn? mig langar að senda honum þakkarskeyti. 8. október kl. 9:28 Ingólfur Þórarinsson Hvað er betra á sunnudags- kvöldi en endursýndur þáttur af Silfur Egils og 4 daga gamalt spaghettí með goslausu Sinalco? 7. október kl. 23:29 MONITOR MÆLIR MEÐ... 3 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 MONITOR Halldór Eldjárn Sat í rólegheit- um í bíl fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, svona eins og maður gerir. Rennir þá ekki upp að mér svartur Range Rover fullur af unglingsdrengjum sem rétt náðu niður á ökufetlama, keyrandi um á bráðabirgðaöku- réttindum í Justin Bieber-hettu- peysum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og köstuðu forláta skinkusneið í rúðuna hjá mér og brunuðu svo mútu-hlæjandi á brott. Nú er mér spurn: Hvað gerði ég til að verðskulda þessar aðfarir? 7. október kl. 00:29 Sigrún Össurardóttir Edda (6 ára) lærir heima og á að skrifa orð sem byrja á Ó. Hún spyr pabba sinn: “hvernig skrifa ég ó my god?” 8. október kl. 18.26 Leiklistarskólinn eins og Hunguleikarnir ARNAR DAN ER MJÖG DANNAÐUR LEIKLISTARNEMIÚTSKIFTAR- HÓPURINN Uppáhaldskennitala innan leikhópsins: Kennitalan hans Þórs 310788-2619, sjúklega fyndin kennitala. Uppáhaldsleikari á Íslandi: Prófessor Stefán Jónsson. Uppáhaldsleikari í útlöndum: Gellan sem lék í Love Actually. Uppáhaldsskyndibitinn: Bananar, nema Þorleifur hann hatar þá, því hann kúgast svo mikið. Uppáhaldsgata: Dreka- kór, því drekar eru svo ógeðslega svalir, hvað þá syngjandi drekar. Í BLAÐINU FEITAST Ætli hún Sóley eigi Íslandsmet í Youtube-áhorfi á stakt mynd- band? 4 Hildur og Sigríður reka verslunina Velvet þar sem þær selja alls kyns fylgihluti. 6 Íris Mist er fárán- lega fl ott fi m- leikaskvísa sem er á leið á Evrópumót. Birta Sól kann ráð við ýmsu og fór hún létt með að leysa Loka- próf Monitor. MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: Monitorstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Styrmir Kári Erwinsson (styrmirkari@mbl.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Aldrei segja aldrei Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað maður þurfi að vera svo maður geti skilið eftir sig tilvitnun sem myndi lifa um ókomna tíð og fólk myndi óspart nota við hin ýmsu tilefni. Á þriðjudaginn síðasta fór ég á Hanann með samstarfsfólki mínu hér á Monitor. Það er alltaf voðalega notalegt að kíkja eitt og eitt hádegi svona út að borða með góðu fólki. Hittum þar einmitt Hrað- frétta-bræðurna Fannar og Benna og var það mikil ánægjuviðbót. Nema hvað að á afgreiðsluborði Hanans er vitnað í kántrí-manninn Kris Kristofersson og eru orðin hans „The heart is what matters most of all“ sett fallega inn í ramma svo úr verður hið prýðilegasta listaverk. Nema hvað að við fórum að spjalla um það hvað maður þyrfti eiginlega að gera og vera í lífi nu svo maður gæti sagt eitthvað ágætlega gáfulegt og fólk myndi hafa það eftir þér seinna meir. Ég er nefnilega alveg viss um að einhver Íslendingur hafi sagt fyrir mörgum árum: „Það er hjartað sem skiptir mestu máli,“ en enginn hafi skrifað það niður og vitnað í. Er hægt að vera bara heima hjá sér við matarborðið og segja einhverja snilld og svo myndi það bara fréttast eða þarf maður að vera frægur leikari eða heimspek- ingur? Nei, ég er bara að pæla í þessu. Sér-staklega eftir að ég fór á American Style um daginn og sá þar stóra tilvitnun í Justin Bieber. Ekki misskilja mig, ég fíla Bieberinn, en ég held að hann viti það best sjálfur að hann er ekki sá eini sem hefur sagt „Never Say Never“ þó svo að lagið sé fínt hjá honum og Jaden Smith. jrj 8 15 *athugið: þessi pistill er bara gerður til gamans, skrifaður með tóma gleði í hjarta.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.