Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 10

Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 10
SíÝasta sem ég... Síðasta borg sem ég heim- sótti fyrir utan landstein- ana: Ég fór til Larvik í Noregi síðasta haust þegar við fórum á Norðurlandamótið í hópfi mleikum. Síðasti veitingastaÝ-ur sem ég borðaði á: Kæró bauð mér á Sushi Samba í seinustu viku, það var mjög gott. Síðasta bíómynd sem ég horfði á: Ég fór á Savages í bíó um daginn. Hún var miklu betri en ég bjóst við. Síðasti hlutur sem ég keypti mér: Ég keypti mér nammi rétt áðan en annars nefni ég frekar skyrtu sem ég keypti í Corner. Síðasta húsverk sem ég innti af hendi: Ég þurrkaði af í eldhúsinu heima eftir að ég fékk mér að borða. Síðasta skipti sem ég sagði einhverjum að mér þætti vænt um hann: Það var bara klukkan hálftvö í gærn- ótt í sms-i til Ásdísar sem er með mér í fi mleikunum. Ég er aðeins duglegri í því heldur en húsverkunum. 10 MONITOR FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 Þú ert í Háskólanum í Reykjavík á þriðja ári í íþrótta- fræði. Sérð þú fram á að halda áfram á þeirri braut? Mig langar að læra sálfræði þegar ég er búin með þetta nám eða það er allavega planið núna. Ég er sem sagt byrjuð að taka sálfræðina aðeins með íþróttafræðinni, er búin með þrjá kúrsa. Svo þegar ég klára BS í sálfræði, þá myndi ég vilja fara til útlanda í íþróttasálfræði. Þessa dagana er ég í verknámi í íþróttafræðinni sem í mínu tilfelli felst í því að kenna íþróttir í Verzló. Það er ógeðslega gaman. Þar erum við íþróttafræðinemarnir bara að kenna þeim alls konar íþróttaæfi ngar, að undanförnu hefur blak til dæmis verið tekið fyrir. Þú ert 25 ára og það þýðir að það sé farið að halla á seinni hluta keppnisferils þíns í fi mleikum. Hvernig gengur þér að horfast í augu við þá staðreynd? Hugsunin hræðir mig alveg en ég mun alltaf fi nna mér eitthvað annað til að keppa í, það er klárt mál. Ég held að ég eigi eftir að þurfa að vera í keppnum alla ævi. Ég prófaði cross-fi t aðeins þegar ég var að koma mér aftur í form eftir meiðslin og mér fannst það ótrúlega gaman. Ég myndi örugglega fara í einhverja svoleiðis íþrótt eða bara að fara að æfa til dæmis blak. Ég þarf að vera í einhverri keppnisíþrótt þar sem ég fæ adrenalínið til að fl æða. Það verður sérstaklega skrýtið að hætta í fi mleikum af því að það verður einhvern veginn allt annað í hinu dags- daglega lífi skemmtilegra út af þeim. Pabbi minn nefndi það við mig þegar ég meiddi mig að ég ætti að nýta þann tíma til að hugsa um aðra hluti en fi mleika þannig að ég yrði ekki jafnhrædd við að hætta en það er nefnilega ekki bara íþróttin sjálf sem ég á eftir að sakna þegar ég hætti. Ég á auðvitað líka eftir að sakna adrenalínsins, félags- skaparins, ferðalaganna, æfi ngaferðanna, spenningsins og svo framvegis. Það er svo mikið af félagslífi í kringum þetta. Hins vegar á ég auðvitað aðra vini og fjölskyldu sem ég hef kannski ekki alltaf getað sinnt vegna fi mleikanna svo þá get ég kannski farið að sinna þeim betur. Það er þó algjör óþarfi að vera ræða endalok ferilsins þegar framundan er risastórt mót hjá þér. Gangi ykkur allt í haginn úti, áfram Gerpla og Ísland. Takk fyrir það. SMÁA LETRIÐ KVIKMYNDIR Myndin sem ég get horft á aftur og aftur: Eiginlega engin mynd, frekar þættir eins og Friends eða Desperate Houswives. Myndin sem ég væli yfi r: My Sister’s Keeper Uppáhaldsmyndin mín í æsku: Pretty Woman. Versta mynd sem ég hef séð: The Big Year. TÓNLIST Lagið í uppáhaldi þessa stundina: Spectrum með Florence & The Machine. Lagið sem ég hlusta á til að gíra mig upp fyrir helgina: Velvakandasveinn með Retro Stefson Lagið sem ég fíla í laumi: Don’t Wake Me Up með Chris Brown. Lagið sem ég syng í karókí: Allan daginn Bohemian Rhapsody með Queen. FORM OG FÆÐI Uppáhaldsmatur: Hreindýrakjöt, hreindýra-hamborgari og sætar franskar kartöfl ur. Maturinn sem ég fæ mér þegar ég ætla að taka mig á: Boost, fl atkökur, hafragraut og Serrano. Versti matur sem ég hef smakkað: Allt sem er með kóríander. Líkamsræktin mín: Gerpla er auðvitað líkamsræktin mín en ég styrki líka Sporthúsið meirihlutann af árinu. Vonandi fer það að breytast og kortið verður notað aðeins meira. Stoltasta augnablikið á íþróttaferlinum mínum: Að vinna Evrópumeistaratitilinn og að fá að taka við 3. sæti í Íþróttamanni ársins árið 2011 fyrir hönd hópsins míns. Það þarf alveg metnað til að hafa sextán stelpna lið saman átján klukku- tíma á viku án þess að upp komi drama eða einhver leiðindi.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.