Monitor - 11.10.2012, Síða 7

Monitor - 11.10.2012, Síða 7
ntc.is - erum á Kringlunni - Smáralind s. 512 1760 - s. 512 7700 SOREL: 24.995.- SOREL: 22.995.- SOREL: 21.995.- SOREL: 25.995.- ERTU VIÐBÚIN?? 7FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 Monitor Hver er Dóra Júlía? Tvítug stelpa í leit að tilgangi lífsins Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Eftir mikla þróun í gegnum árin fi nnst mér ég loksins núna vera búin að fi nna mér minn eigin stíl sem ég er mjög ánægð með. Sæki í að vera kvenleg og glamorous ásamt því að vera samt afslöppuð og doltið kúl. Elska leður, vandaðar handtöskur eins og marc jacobs og michael kors, fl ottar gallabux- ur, tanktops, fallega kjóla, kvenlega hæla og rokkaralega skó, t.d. Underg- round og dr.martins. Er mjög hrifi n af fallegu fíngerðu skarti. Hef alltaf verið ástfangin af 6. áratugnum þó ég klæði mig ekki eins mikið í takt við hann núna og ég gerði áður. Hefur þú mikinn áhuga á tísku? Já ég myndi segja að ég hefði tísku svolítið á heilanum og hef eiginlega gert það alla ævi. Hef síðan ég var bara lítil stelpa haft mikinn áhuga á fallegum og vönduðum fl íkum og mamma mín kenndi mér snemma að fara eftir “quality over quantity”. Ég skoða mikið tískublöð og á ótrúlega margar bækur um bæði fatahönnuði, tískuljósmyndir og fyrirmyndir hvað varðar tísku sem ég er dugleg við að skoða og sækja innblástur í. Svo er ég dugleg að elta tískufyrirmyndir og tískutímaritin á instagram. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég á það til að spreða svolítið í föt þegar ég kemst til útlanda og þá eru Ur- ban Outfi tters og Topshop alltaf í smá-uppáhaldi, sérstaklega neðsta hæðin í Topshop í London sem selur allskonar sjúklega hip merki. Annars kaupi ég alltaf bara það sem mér fi nnst fl ott hverju sinni og fi nnst alltaf mjög gaman að lenda á litlum búðum einhversstaðar í útlöndum þar sem maður getur fundið eitthvað fínt. Ég var í París í sumar og þar fundum við æðislegar búð- ir sem voru svolítið dýrari en highstreet-búðirnar en samt mjög einstakar og fallegar vörur. Alltaf gaman að kaupa færra og fínna ;) Svo vinn ég í Geysi á Skólavörðustíg og læt einstaka sinnum eftir mér eitthvað þar, mér fi nnst hún fl ottasta búðin í bænum. Hvaða árstími fi nnst þér skemmtilegastur hvað varðar tísku? Mér fi nnst alltaf rosalega gaman að klæða mig á sumrin, bæði af því ég elska sólina af öllu hjarta og mér líður vel í léttum og fallegum fl íkum. Hinsvegar fi nnst mér fl ottustu fötin alltaf koma á haustin og skemmtilegt að geta verið í stíl við guðdómlegu haustlitina, tekið fram kápur og loðfelda og geta klætt mig í svart með góðri samvisku. Hvað er ómissandi að eiga í fataskápnum fyrir haustið? Í mínum huga er það hlý og góð peysa í fallegum haustlitum, leður, hippalegar útvíðar buxur og góðir skór fyrir veðuraðstæðurnar. Hver hafa verið þín verstu tískumistök? Þau eru rosalega mörg, hugsa að það gerist ennþá við og við að maður geri einhver tískumistök en það er hægt að læra alveg svakalega á því! Fékk gullæði þegar ég var 14 ára og var oft með gullderhúfu, allt, allt of mikið af öllum skartgripum í heiminum og glansandi leggings. Það var ekki fallegt... Hver er best klædda kona í heimi? Ég hef alltaf verið mjög hrifi n af Kate Moss og stílnum hennar, mér fi nnst hún með einstakan, áhrifaríkan stíl og hún hefur lengi verið fyrirmynd hjá mér. Ég held að ef ég ætti að skapa best klæddu konu í heimi þyrfti það að vera Kate með gamaldagsáhrifum frá Edie Sedgwick og Audrey Hepburn Er eitthvað skemmtilegt á döfi nni hjá þér í haust? Já, margt spennandi, er aðeins að átta mig á því hvað mig langar að gera í framtíðinni og safna mér pening. Um jólin fer ég til Bandaríkjanna að heim- sækja kærastann minn og við ætlum að vera nokkra daga í New York og fara svo til Los Angeles þangað sem hann er að fl ytja núna í október. Hugsa að ég verði tæpan mánuð úti og hlakka mikið til! Annars er framtíðin bara óráðin. Ef þú yrðir að fá þér húðfl úr, hvernig húðfl úr myndir þú fá þér og hvar? Er með tattú, litla stjörnu á vinstri síðunni ofarlega á rifbeinunum, sem ég elska mikið. Er ekki búin að ákveða hvort eða hvernig næsta ætti að vera. HVERSDAGS GALLABUXUR: LEE, LEÐURJAKKI: NEÐSTA HÆÐ Í TOPSHOP, SKÓR: DR MARTINS Í LONDON BOLUR: MONKI, LEÐURTASKA: ROYAL REPUBLIC Í GEYSI, HÁRBAND: MAIA, LAUGAVEGI, SKART: ÚTSKRIFTARGJÖF SPARI KJÓLL: MAJE, VESKI: MICHAEL KORS, SKÓR: STEEVE MADDEN, DEMANTSEYRNALOKKAR: ÚTSKRIFTARGJÖF, HÁLSMEN: GULL OG SILFUR, GULLARMBAND MEÐ PERLUM: FRÁ ÖMMU UPPÁHALDS KJÓLL: SANDRO PARIS , LEÐURBELTI: AMERICAN APPAREL, SKÓR: JEFFREY CAMPELL, SOKKABUXUR: H&M, TASKA: MICHAEL KORS, JAKKI: BARBOUR FRÁ GEYSI, HÁRBAND: MAIA, LAUGAVEGI. SKÓLA/VINNU DRESS GALLABUXUR: LEE, SKYRTA: SANDRO PARIS, SKÓR: MINELLI, TASKA: MARC BY MARC JACOBS. Stíllinn fékk töff arann og glamúrgell- una Dóru Júlíu Agnarsdóttur til að sýna okkur nokkrar af uppáhalds fl íkunum sínum. Dóra Júlía er nýorðin tvítug og starfar í verslununum Geysi og Túristabúðinni Lundanum á Skólavörðustíg. Með tísku á heilanum HVERSDAGSSPARI SKÓLA /VINNU DRESSUPPÁHALDS Myndir/Styrmir Kári

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.