Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 6

Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 6
Hvernig byrjaði Velvet-ævintýrið? (Hildur:) Ég stofnaði Velvet í lok árs 2010, þar sem mér fannst vanta gott úrval af fylgihlutum sem fylgdu straumum í tískunni en væru samt ódýrir. Í mars á þessu ári byrjuðum við síðan að vinna saman að Velvet. Við höfum báðar mjög mikinn áhuga á tísku og þetta er því ekki síður áhugamál hjá okkur en fyrirtæki. Hvaðan kom nafnið Velvet? Nafnið var svolítið út í bláinn, aðalatriðið var að hafa það stutt og grípandi. Hvernig fylgihluti eru þið að selja? Við höfum mest verið með áberandi skart samkvæmt nýjustu tísku. Okkur fi nnst fylgihlutir vera punkturinn yfi r i-ið og mikilvægir fyrir heildarútlitið. Við viljum reyna að höfða til sem fl estra með því að bjóða upp á skart í ólíkum stílum. Nú eru þið með netsíðuna www.velvet. is, er mikið verslað í gegnum hana? Með netverslunni erum við að þjóna stærri hóp fólks, t.d. úti á landi. Netverslanir eru þægileg leið til að versla og fólk er að verða öruggara með að versla á netinu. Við leggjum mikið upp úr góðri og snöggri þjónustu, til að mynda þá fara pantanir af netinu í póst innan sólarhrings miðað við virka daga. Hvenær opnuðuð þið svo búðina á Kleppsmýrarvegi 8? Við opnuðum búðina í apríl á þessu ári eftir að hafa verið með netverslunina í um eitt og hálft ár. Við vorum búnar að fi nna fyrir mikilli eftirspurn eftir því að geta séð vörurnar og mátað þær, og næsta skref var því að opna verslun. Hvernig hefur reksturinn þar gengið? Við- tökurnar hafa verið mjög góðar. Verslunin var fyrst og fremst hugsuð sem aðstaða fyrir vöruúrvalið þar sem fólk gæti komið og skoðað, sem og að sækja pantanir. Það er ekki fyrir alla að versla á netinu og því fannst okkur mikilvægt að koma til móts við þá. Við erum aðeins með opið tvisvar í viku en einnig er hægt að hringja og fá að koma á öðrum tímum. Við höfum verið varar við að viðskipta- vinir okkar eru búnir að skoða vöruúrvalið á netinu eða Facebook áður en þeir koma til okkar á Kleppsmýrarveg og koma því gagngert til að kaupa ákveðnar vörur. Okkur fi nnst ánægjulegt að nánast allir sem koma í verslunina ganga út með poka. Hvaða fylgihlutir eru vinsælastir þessa dagana? Statement-hálsmen eru búin að vera vinsæl hjá okkur í allskonar litum og formum. Gaddaarmbönd, þríhyrningar, hauskúpur og krossar er einnig heit í skartinu í dag. Hvort er meira verslað í gegnum netið hjá ykkur eða í versluninni? Netverslunin er opin allan sólahringinn og aðgengileg öllum þannig að mikill hluti sölunnar fer í gegnum hana. Salan í versluninni er samt mjög góð og aðsóknin hefur komið okkur á óvart. Draumurinn væri síðan auðvitað að opna stærri verslun einn daginn. Við erum með stór plön varðandi framtíðina. Eru þið sammála orðatiltækinu “minna er meira”, eða eigum við að vera óhræddar við að raða á okkur skartgripunum? Eins og í öðru þá má alveg gæta hófs í skarti. Okkur fi nnst fl ottara að láta at- hyglina vera á einn hlut og nota látlausara skart með. En auðvitað getur verið fl ott að nota t.d. nokkur armbönd saman, það fer einfaldlega eftir samsetningunni. Hvaða fylgihlutir verða áberandi í haust? Statement-hálsmen verða ennþá áber- andi og armbönd eru að koma sterk inn. Grófl eikinn í skarti er aðeins að minnka, skartið er að fara meira í fíngerðari átt en hefur verið undanfarið. HILDUR Á 30 SEK. Fullt nafn: Hildur Birna Birgisdóttir Fyrstu sex í kennitölu: 280692 Staða: Ég er í viðskiptafræði í HR Ómissandi fylgihlutur fyrir daginn: Flott hálsmen gerir mikið fyrir hversdags outfi ttið Uppáhaldslitur: Svartur og gull Þrjú orð sem lýsa þér best: Heiðarleg, skipulögð, ákveðin Stíllinn heimsótti þær Hildi og Sigríði þessa vikuna en þær eru eig- endur verslunarinnar Velvet. Þar selja þær fylgihluti og þá aðallega skartgripi en einnig er hægt að versla í gegnum heimasíðu þeirra, www.velvet.is. Stíllinn spurði þær vinkonur út í nýjustu strauma og stefnur skartgripatískunnar og hvað yrði mest áberandi í haust. Eru með stór plön fyrir framtíðina SIGRÍÐUR Á 30 SEK. Fullt nafn: Sigríður Elfa Elídóttir Fyrstu sex í kennitölu: 100892 Staða: Ég er í lífeindafræði í HÍ. Ómissandi fylgihlutur fyrir daginn: Man alltaf eftir því að setja á mig armbönd Uppáhaldslitur: Svart passar við allt Þrjú orð sem lýsa þér best: Óþolinmóð, áreiðanleg, kaupóð ÉG VIL AÐ ALLIR VITI AÐ ÉG ELSKA LITI FALLEGT SKART GYLLT OG SVART ÞUNG SÚ ÞRAUT AÐ SMÍÐA SKRAUT FALLEGUR HRINGUR PRÝTT GETUR FINGUR SJÁ EYRNALOKKA SEM ÝKJA ÞOKKA HAUSKÚPAN SYNGUR ÉG ER GLINGUR 6 MONITOR FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 Lísa Hafl iðadóttir lisa@monitor.is stíllinn

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.