Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 9

Monitor - 11.10.2012, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 MONITOR viðtalið tími ársins hjá okkur, okkur fi nnst það öllum. Það er svo gaman að vera að stefna að einhverju svona stóru. Ég var sem sagt búin að ná að njóta hvers augnabliks fram að því að ég meiddi mig þannig að þegar það gerðist gat ég einhvern veginn bara verið glöð yfi r því að ég hafi nálgast verkefnið svona og að ég hafi þá til dæmis ekki meiðst fyrr í ferlinu. Það var síðan heldur ekkert eins og himinn og jörð hefðu farist. Stelpurnar eru svo ógeðslega góðar að það kom bara önnur inn í minn stað og liðið vann mótið. Hvaða eiginleikum þarf gott lið í hópfi mleikum að búa yfi r? Það þarf að búa yfi r liðsheild, trausti, samheldni og svo þurfa að sjálfsögðu allar í liðinu að vera tilbúnar að gefa allt sitt í verkefnið. Það þarf alveg metnað til að hafa sextán stelpna lið saman átján klukkutíma á viku án þess að upp komi drama eða einhver leiðindi. Við erum allar mjög meðvitaðar um það og allir leggja sitt af mörkum til að engin leiðindi komi upp. Svo þarf hver og ein stelpa að lifa sem fi mleikamaður, sofa vel og borða vel og bara hagræða deginum öllum sem fi mleikamaður. Svo skemmir það auðvitað ekki fyrir hvað þær eru allar skemmtilegar, miklir karakterar og snillingar. Hvað hafi ð þið haft fram yfi r hina stúlknahópana á þessum mótum til þessa? Hvernig hefur ykkur tekist að skara fram úr á bæði Norðurlanda- og Evrópumeist- aramóti? Við erum náttúrlega með rosalega góða fi mleikaað- stöðu og þjálfara sem búa yfi r mikilli reynslu og hafa þjálfað okkur gífurlega lengi. Við stelpurnar erum allar með mjög svipaðan bakgrunn og það virðist skila sér, til dæmis í samheldni. Síðan er bara eitthvað við þetta lið, jafnvel þótt þú værir ekki góð í einhverju öðru liði, þá yrðir þú sjálfkrafa góð við það að verða hluti af þessu liði. Það er einhver óskilgreinanlegur þáttur í þessu sem rífur okkur allar áfram. Svo má ekki gleyma að við höfum það fram yfi r hin löndin að þegar um er að ræða landsliðakeppni, þá erum við allar búsettar svo nálægt hver annarri, við getum æft sem landslið alla vikuna. Hin liðin geta kannski bara hist einu sinni í mánuði, alls sjö eða átta sinnum fyrir mót af því að fi mleikastelpurnar búa í mikilli fjarlægð hver frá annarri á sama tíma og við hittumst sex sinnum í viku. Nú eruð þið á leiðinni út á Evrópumeistaramótið, sem þið unnuð einmitt fyrir tveimur árum. Verjið þið titilinn? Já, ég vona það. Við erum allavega búnar að vera að gera allt sem við getum til að vinna mótið aftur en svo ráðum við náttúrlega ekki úrslitunum nema upp að vissu marki. Okkar markmið er engu að síður að vinna mótið og verja titilinn. Nú er mikill agi yfi r fi mleikaí- þróttinni. Hvernig er stemning- in á svona stóru móti? Þegar við komum út er aðal- markmiðið okkar að hafa gaman af þessu öllu. Þá erum við búnar að vera að æfa stíft í marga mánuði fyrir mótið svo þegar út er komið er ekki hægt að gera meira í því. Við höfum prófað að vera stífar og ofureinbeittar allan tímann og hugsað bara um fi mleikaþáttinn og það hjálpaði okkur ekki neitt. Það stressaði mann bara meira upp og í þessari íþrótt máttu helst ekkert vera mjög stressaður, þá eru meiri líkur á að þér mistakist, þú dettir eða eitthvað slíkt. Aðalmarkmiðið okkar er alltaf að vera ótrúlega jákvæðar og njóta þess að vera saman í ferðinni. Fyrsti dagurinn eftir að við komum á mótsstaðinn er til dæmis frídagur og þá förum við bara í bæjarferðir og kíkjum í H&M, slöppum af og fl eira skemmtilegt. Á mótunum sjálfum lítum við ekkert á hin liðin, hvorki þegar þær hita upp né keppa. Einbeitum bara að okkur sjálfum og erum þéttar saman allan tímann. Svo gera bara allir sitt besta. Og það hefur gengið ágætlega hingað til. Það hefur bara gengið mjög vel hingað til (brosir). Þegar þér líður illa eða ert bara almennt ekki í stuði, ert þú þá vön að halla þér aftur og hugsa: „Íris, mundu að þú ert Evrópumeistari,“ og tekur þá gleði þína á ný? Ég hef reyndar aldrei gert það (hlær). Auðvitað er þetta ótrúlega skemmtileg tilhugsun og í þessu eru minningar sem eiga eftir að fylgja manni alla tíð en þetta er ekki eitthvað sem ég stunda, nei (hlær). Það er kannski meira þannig að maður einblíni á næsta mót en velti sér ekki upp úr fyrri mótum. Er rétt að þú skipuleggir hverja einustu mínútu þína með heilagri dagbók? Ég þarf alltaf að skrifa allt niður, annars gleymi ég því bara. Dagskráin mín er líka dálítið misjöfn milli daga. Margir mæta kannski bara í vinnu milli klukkan níu og fi mm og eru með niðurnegldari rútínur en ég. Ég er kannski í skólanum frá átta til tíu einn dag, þarf svo líka að fara í sjúkraþjálfun þann daginn, síðan kenni ég til dæmis í verknámi þá vikuna, en hef tíma þarna á milli sem ég verð að nýta í eitthvað og svo framvegis. Þetta er dálítið óreglulegt hjá mér. Þetta er samt bara skóladagbók en mér fi nnst fínt að nota hana bara undir allt. Ég hef verið með svona dagbók síðan ég var lítil, pabbi minn ól mig svona upp. Tekur þú þátt í Meistaramánuði þessa dagana eða eru kannski allir mánuðir ársins „Mist-aramánuðir“ hjá þér? Varstu lengi að semja þessa? (hlær). Í svona aðdraganda móts er maður náttúrlega í djammbanni, þarf að huga vel að mataræðinu og fara snemma að sofa. Er það ekki sirka það sem þessi Meistaramánuður gengur út á? Annars var ég nú ekki upptekin af þessum hlutum þegar ég var meidd, til dæmis. Þá pældi maður ekki mikið í mataræðinu og datt í hálfgerða leti. ÍRIS MIST Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 020187. Það sem er skemmtilegast við fi mleik- ana: Að keppa og félagsskapurinn. Það sem er mesta vesenið: Meiðsli. Það fyndnasta sem ég hef séð á netinu: Kínverjarnir sem eru búnir að byggja kamra á einhverjum skíðasvæðum, festa klósettin í bandi við snjósleða og draga svo grey fólkið út á klósettinu niður brekkuna. Ljótt en fyndið. Fyndnasta sjónvarps- þáttapersónan: Ég hugsa að ég verði að segja Chandler. Æskuátrúnaðargoð: Allar stelpurnar sem unnu til verðlauna í fi mleikum á ÓL. Okkar markmið er engu að síður að vinna mótið og verja titilinn.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.