Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 5

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 5
Illuga í 1. sæti www.illugi.isPrófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík Við höfum verk að vinna Framundan eru einhverjarmikilvægustu Alþingiskosningar lýðveldistímans og öflugir framboðslistar Sjálfstæðisflokksins hér í höfuð- borginni eru forsenda þess að flokkurinn okkar nái glæsilegum árangri í næstu kosningum. Núverandi ríkisstjórn hefurmistekist stjórn efnahagsmála og nú, við lok kjör- tímabilsins, blasa við ónýtt tækifæri. Hagvöxtur er langt undir væntingum, kjarasamningar eru í uppnámi, gjaldeyrishöftin hvíla á samfélaginu eins ogmara og ríkisstjórnin er rúin öllu trausti. Það er litið til okkar um stefnu og svör og öllu máli skiptir að Sjálfstæðisflokkurinn rísi undir þeim væntingum. Ég hef gert grein fyrir skoðunummínum á efnahagsmálum og hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn á aðmarka trúverðuga stefnu í þeimmálum. Ég hef einnig haldið opinn fund ummenntamál því ég tel að þar eigum við sjálfstæðismennmikil sóknarfæri. Menntun og vísindi eru stóriðja okkar tíma og Sjálfstæðisflokkurinn á að taka for- ystu í þeimmálum. Þið sýnduðmérmikinn heiður og traust þegar þið völduðmig til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í síðustu kosningum. Ég óska nú eftir stuðningi ykkar í 1. sætið og fá þarmeð umboð til að berjast áfram fyrir hugsjónum okkar og stefnumálum. Ágætu sjálfstæðismenn, ég skora á ykkur að taka þátt í prófkjörinu. Við höfum verk að vinna, nýtum tækifærið og hefjum kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins af afli. Kær kveðja, Illuga Gunnarsson til forystu í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.