Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 7

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Brynjar Níelsson Sigurður Sigurðarson Hafsteinn Númason Áslaug Friðriksdóttir Jakob F. Ásgeirsson Birgir Örn Steingrímsson Guðjón Sigurbjartsson Sigríður Á. Andersen Gunnar Kristinn Þórðarson Elí Úlfarsson Dr. Pétur H. Blöndal Elínbjörg Magnúsdóttir Þórhalla Arnardóttir Ingibjörg Óðinsdóttir Illugi Gunnarsson Teitur Björn Einarsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Birgir Ármannsson Guðlaugur Þór Þórðarson Nánari upplýsingar á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn 1. kjörhverfi Vestur- og Miðbæjarhverfi, Nes- og Melahverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Öll byggðin vestan Rauðarárstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga, Katla (gengið inn norðan megin). 2. kjörhverfi Hlíða- og Holtahverfi, Laugarnes- og Túnahverfi og Langholtshverfi. Öll byggð er afmarkast af 1. kjörhverfi í vestur og suður. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar að Suðurlandsbraut og öll byggð norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 3. kjörhverfi Háaleitishverfi, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur, Suðurlandsbraut í norður og Reykjanesbraut í austur. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 4. kjörhverfi Árbæjar- og Seláshverfi, Ártúns- og Norðlingaholt. Kjörstaður: Félagsheimili sjálfstæðisfélagsins, Hraunbæ 102b. 5. kjörhverfi Hóla- og Fellahverfi, Bakka- og Stekkjahverfi, Skóga- og Seljahverfi. Kjörstaður: Félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Mjódd, Álfabakka 14 a. 6. kjörhverfi Grafarvogur, Bryggjuhverfi, Grafarholt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes. Kjörstaður: Félagsheimili sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi, Hverafold 5. Kjörstaðir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Kjörstaðir verða opnaðir í dag, laugardaginn 24. nóvember kl. 9.00 og lokað kl. 18.00. Bændur og fjölskyldur þeirra í Skagafirði og Húnavatnssýslum sem lentu vandræðum í óveðrinu í september fá ekki áfallahjálp og eft- irfylgni vegna hugsanlegra sálrænna erfiðleika með sama hætti og fjölskyldur í Þingeyj- arsýslum. Þegar lýst var yfir almannavarna- ástandi tók starfshópur um áfallahjálp í Þing- eyjasýslum til starfa og er enn að. Starfshópurinn í Þingeyjarsýslum skipulagði aðstoð við bændur og fjölskyldur þeirra, meðal annars í grunnskólunum. Sem dæmi má nefna að fréttir bárust af því að börn í Hafralækj- arskóla væru óörugg og liði ekki vel, þau stæðu í röð við kaffistofuna til að fá að hringja heim og athuga stöðuna. Fulltrúar hópsins fræddu fólk á íbúafundum. Þá er fólki áfram boðið upp á stöðufundi, í minni hópum. Sigríður Jónsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingar heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, telur að ágætlega hafi til tekist. Hún áætlar að 40-50 manns hafi komið í viðtöl eða fengið aðra hjálp, til dæmis við að koma reglu á svefn. Áætlar hún að fylgja þurfi 8-10 fullorðnum eft- ir auk starfs meðal barna. Enginn björg- unarsveitarmaður er í þeim hópi. „Það er mikil geðvernd í þessu fólgin og síður hætta á að málin þróist í alvarlega sjúkdóma,“ segir Sig- ríður. Sambærileg þjónusta hefur ekki verið veitt í Skagafirði og Húnavatnssýslu, þótt óveðrið hafi ekki valdið minna tjóni þar. Það er vegna þess að ekki var lýst yfir almannavarnaástandi. Vernharð Guðnason, formaður almannavarna- nefndar Skagafjarðar, segir að stofnaður hafi verið starfshópur til að fara yfir aðdraganda og afleiðingar óveðursins og gera tillögur í framhaldinu, meðal annars um viðbragðsáætl- un. Reiknar hann með að fjallað verði um sál- ræna hjálp í starfi nefndarinar enda sé það langtímaverkefni. Vernharð segist hafa verið í miklu sambandi við bændur og telur að þeir beri sig almennt vel. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftir óveður Mikið mæddi á bænd- um og fjölskyldum þeirra. Misjöfn hjálp eftir landshlutum  Áfallahjálp ekki sinnt eftir óveðrið í Skagafirði og Húnavatnssýslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.