Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 10

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V enjulegir sundbolir eru hannaðir fyrir fólk sem er í góðu veðri að synda í heitu vatni. En þegar maður er í sjósundi í frosti þá duga slíkar flíkur skammt,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir þar sem hún stendur í flæðarmálinu í Nauthólsvík í frosti og bíður eftir sam- starfskonum sínum sem ætla að skella sér með henni í sjóinn. Hún skartar glæsilegum röndóttum sundbol úr lopa sem ein þeirra, Helga Ólafsdóttir hannaði og prjónaði. „Þegar við byrj- uðum að stunda sjósundið fyrir rúmu ári sáum við heilan flokk karlmanna hér sem voru í prjónuðum sund- skýlum úr lopa og við tókum þá til fyr- irmyndar, því það er eina vitið í sjó- sundi að klæðast lopa. Við köllum þessa karla alltaf Lopagengið.“ Útlendingar æpa af hrifningu Helga er búin að prjóna tvo sund- boli á sig sjálfa og einn á Elínu Ebbu, en Kristín Sigursteinsdóttir, sú þriðja í þessu kvennasjósundsgengi, prjón- aði sinn bol sjálf. „Ég þæfi bolina og þeir voru því mun stærri fyrir þæf- inguna en þeir eru núna. Það tekur því sinn tíma að prjóna hvern bol. Þessi klæðnaður okkar vekur ævinlega mikla lukku og útlendingarnir sem koma hingað sífellt fleiri í sjósund æpa upp yfir sig af hrifningu og spyrja hvar sé hægt að kaupa svona. Því mið- ur treysti ég mér ekki til að framleiða svona boli á færibandi,“ segir Helga Ólafsdóttir sem hefur þróað hug- myndina eftir að hafa reynt klæðin í sjónum. „Fyrsti bolurinn sem ég prjónaði er með grönnum hlýrum og stuttum skálmum, en nýjasti bolurinn er heill yfir axlirnar og skálmarnar síðari. Það veitir ekkert af að hafa þetta klæðmikið í kuldanum.“ Sjósundsflíkur úr lopa eru bestar Þær láta kulda og trekk ekki stoppa sig sjósundskonurnar sem koma í hverri viku í Nauthólsvíkina og baða sig í hafinu, enda eru þær vel búnar, hjúpaðar íslensku ullinni. Þær segjast vera orðnar fíknar í sjósundið og þennan daginn eru þær svo heppnar að selur veitir þeim óvæntan félagsskap. Skítakuldi Sjávarlöðrið lék um leggi þar sem þær óðu í land eftir sjósund- sprett. F.v Hafdís Hrund, starfsmaður í Nauthólsvík, Elín Ebba og Helga. Svalir Óskar Jónasson og nokkrir af félögum hans í Lopagenginu, en þeir hafa stundað sjósund undanfarin átta ár og synda allir í lopasundskýlum. Söngstund verður í kaffihúsi Gerðu- bergs sunnudaginn 25. nóvember kl. 14-16. Þar gefst kostur á að eiga saman góða stund og syngja og hlýða á söngva og sögu um fagurt sólarlag, kvöldvökur, rómantík og ævintýri í rökkrinu. Afhent verða sönghefti með söng- og kvæðalögum fyrir fjöldasöng en lögin eru blanda af íslenskum og er- lendum alþýðulögum. Bára Grímsdóttir og Chris Foster halda utan um söngstundirnar í sam- vinnu við Kvæðamannafélagið Iðunni og Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Auk þeirra koma fram að þessu sinni m.a. Róbert Marshall, Davíð Arnórs- son og systurnar Þorbjarnarson og Veska Jónsdóttir frá Búlgaríu og sagnakonan Rósa Þorsteinsdóttir. Bára Grímsdóttir er af mörgum tal- in vera einn allra besti túlkandi þjóð- legrar tónlistar hér á landi og hefur hún flutt margs konar þjóðlaga- tónlist bæði hér heima og erlendis. Chris Foster kynntist þjóðlögum í uppvexti sínum í Somerset í Suð- vestur-Englandi. Chris hefur sett þjóðlagahefðina í nútímalegan bún- ing með sérstæðum og frumlegum gítarundirleik og sannfærandi söng- túlkun. Markmiðið með söngstundunum er að gefa fólki tækifæri til að koma saman í notalegu umhverfi og syngja og hlýða á íslensk og erlend alþýðu- lög. Viðburðurinn hæfir öllum aldurs- hópum og er aðgangur ókeypis. Söngstund í Gerðubergi Söngvar og sögur um rómantík og ævintýri í rökkrinu Tónlistarhjón Bára Grímsdóttir og Chris Foster eru áhugfólk um þjóðlög. Morgunblaðið/Golli Ef þú ert áhugamanneskja um góðan mat og vín getur verið skemmtilegt að skyggnast inn í það sem matgæð- ingar víða um heim eru að bralla. Vef- síðunni www.twohotpotatoes.com- halda úti vinkonurnar Angela MonDragon og Sarah Wicker. Þær eru báðar forfallnir sælkerar sem búa í Dallas og deila með lesendum sínum tilraunum í matargerð svo og ýmsum matar- og vínuppgötvunum. Vefsíð- una prýða fallegar myndir sem gam- an er að skoða og þar má líka finna uppskriftir fyrir þá sem langar að prófa eitthvað nýtt um helgina. Góð- ur matur og gleði í bland, þannig á líf- ið að vera í skammdeginu! Vefsíðan www.twohotpotatoes.com Góðgæti Á aðventunni er rétti tíminn til þess að njóta í mat og drykk. Sælkerar deila uppgötvunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Síðasti dagur listmálarans Elfars Guðna Þórðarsonar á sýningunni Frá Djúpi til Dýrafjarðar verður sunnu- daginn 25. nóvember nk. Þar sýnir Elfar Guðni Vestfjarðamyndir sem hann málaði í haust þegar hann og eiginkonan Helga Jónasdóttir dvöldu í þrjár vikur í Mannlífs- og menning- arsetri Önfirðingafélagsins að Sól- bakka á Flateyri. Elfar Guðni hefur sagt frá hinum mögnuðu áhrifum sem vestfirska náttúran hefði á hann og jafnvel gerði hann verklausan af hrifningu. Til þess að gera betur grein fyrir þessari upplifun og áhrif- um verður boðið til „trönuspjalls“ í sýningarsal Elfars Guðna, Svarta- kletti í Menningarverstöðinni á Stokkseyri kl. 15 á sunnudaginn og eru allir hjartanlega velkomnir. Endilega… Listmálari Elfar Guðni Þórðarson. …hlýðið á trönuspjall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.