Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 15

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 „Val stjórnarmanna í opinberum fyrirtækjum, fagþekking eða póli- tísk forysta,“ er yfirskrift opins málþings sem haldið verður mánudaginn 26. nóvember kl. 12- 13.15 á Háskólatorgi, stofu 102, á vegum Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála við HÍ. Mál- þingið er haldið í tengslum við skýrslu nefndar Orkuveitu Reykjavíkur en í kjölfar hennar hefur átt sér stað nokkur um- ræða um hvaða fyrirkomulag sé heppilegast við skipan stjórn- armanna í opinberum fyr- irtækjum. Frummælendur eru dr. Ómar H. Kristmundsson, prófess- or við stjórnmálafræðideild Há- skóla Íslands, Bryndís Hlöðvers- dóttir, rektor Háskólans á Bifröst, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Fund- arstjóri er Ásta Möller, for- stöðumaður Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála. Málþingið er öllum opið. Rætt um val stjórn- armanna í opinber- um fyrirtækjum Sunnudaginn 25. verður slegið upp balli fyrir alla fjölskylduna í Húna- búð, Skeifunni 11a, frá 14:30- 16:30. „Hér er tækifæri fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu og börnin að koma saman, taka lagið og/eða dansa gömlu dans- ana,“ segir í tilkynningu. Harmonikuhljómsveitin Neista- bandið ásamt söngkonunni Ingi- björgu Jónsdóttur mun halda uppi fjörinu. Sigvaldi danskennari stýr- ir dansinum og verður dans- kennsla í boði fyrir þá sem það þurfa. Áhersla verður lögð á gömul og góð íslensk lög sem allir þekkja, s.s. Suður um höfin, Viltu með mér vaka, Litla flugan og úr Í verum. Textablöð verða á staðnum. Slegið upp balli fyrir alla fjölskylduna Í dag, laugardagdaginn 24. nóv- ember, standa aðstandendur dans- skólans SalsaIceland fyrir flóa- markaði í dansstúdíóinu að Grensásvegi 12a. Flóamarkaðurinn verður opinn frá kl. 11-17. „Hugmyndin að viðburðinum kviknaði einfaldlega út frá hinu ár- lega hreinsunarátaki sem við förum flest í á þessum árstíma og hvað ætti að gera við allt dótið sem kæm- ist ekki fyrir í geymslunni. Ákveðið var því að koma upp einföldum flóamarkaði og selja lagerinn ódýrt og láta allan ágóða renna til góð- gerðarstarfsemi,“ segir í tilkynn- ingu. Allur ágóði af sölunni rennur til Barnaspítala Hringsins og ef eitthvað verður eftir mun Fjöl- skylduhjálp Íslands njóta þess. Markaður til styrkt- ar Barnaspítalanum Bílakjallari Hörpu hlaut heiðursviðurkenningu á Norrænu ljóstækniráðstefnunni í Osló í vik- unni. Höfundar eru Verkfræðistofan Verkís og Batteríið arkitektar sem hljóta viðurkenn- inguna. Í umsögn dómnefndar segir að í bílakjallara Hörpu hafi lýsing tekist vel með samspili hvítr- ar og litaðrar lýsingar. Einnig segir þar að upplifun á tónleikum byrji ekki endilega þegar tónlistarflutningurinn hefjist. Hún geti byrjað strax þegar bifreiðinni er lagt í bílakjallara. Leikskóli í Kumla í Svíþjóð hlaut Norrænu ljóstækniverðlaunin í ár. Auk bílakjallara Hörpu fékk höfnin í Álaborg í Danmörku heið- ursviðurkenningu. aij@mbl.is Viðurkenning fyrir lýsingu bílakjallara Ljósmynd/Verkís hannabirna.isSími 499 1261 1. sæti » Reykjavík Hanna Birna Sameinumst um sterkan Sjálfstæðisflokk Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í prófkjörinu í dag og stilla upp öflugum framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor – og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma! Ég óska eftir þínum stuðningi í fyrsta sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.