Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 „Val stjórnarmanna í opinberum fyrirtækjum, fagþekking eða póli- tísk forysta,“ er yfirskrift opins málþings sem haldið verður mánudaginn 26. nóvember kl. 12- 13.15 á Háskólatorgi, stofu 102, á vegum Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála við HÍ. Mál- þingið er haldið í tengslum við skýrslu nefndar Orkuveitu Reykjavíkur en í kjölfar hennar hefur átt sér stað nokkur um- ræða um hvaða fyrirkomulag sé heppilegast við skipan stjórn- armanna í opinberum fyr- irtækjum. Frummælendur eru dr. Ómar H. Kristmundsson, prófess- or við stjórnmálafræðideild Há- skóla Íslands, Bryndís Hlöðvers- dóttir, rektor Háskólans á Bifröst, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Fund- arstjóri er Ásta Möller, for- stöðumaður Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála. Málþingið er öllum opið. Rætt um val stjórn- armanna í opinber- um fyrirtækjum Sunnudaginn 25. verður slegið upp balli fyrir alla fjölskylduna í Húna- búð, Skeifunni 11a, frá 14:30- 16:30. „Hér er tækifæri fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu og börnin að koma saman, taka lagið og/eða dansa gömlu dans- ana,“ segir í tilkynningu. Harmonikuhljómsveitin Neista- bandið ásamt söngkonunni Ingi- björgu Jónsdóttur mun halda uppi fjörinu. Sigvaldi danskennari stýr- ir dansinum og verður dans- kennsla í boði fyrir þá sem það þurfa. Áhersla verður lögð á gömul og góð íslensk lög sem allir þekkja, s.s. Suður um höfin, Viltu með mér vaka, Litla flugan og úr Í verum. Textablöð verða á staðnum. Slegið upp balli fyrir alla fjölskylduna Í dag, laugardagdaginn 24. nóv- ember, standa aðstandendur dans- skólans SalsaIceland fyrir flóa- markaði í dansstúdíóinu að Grensásvegi 12a. Flóamarkaðurinn verður opinn frá kl. 11-17. „Hugmyndin að viðburðinum kviknaði einfaldlega út frá hinu ár- lega hreinsunarátaki sem við förum flest í á þessum árstíma og hvað ætti að gera við allt dótið sem kæm- ist ekki fyrir í geymslunni. Ákveðið var því að koma upp einföldum flóamarkaði og selja lagerinn ódýrt og láta allan ágóða renna til góð- gerðarstarfsemi,“ segir í tilkynn- ingu. Allur ágóði af sölunni rennur til Barnaspítala Hringsins og ef eitthvað verður eftir mun Fjöl- skylduhjálp Íslands njóta þess. Markaður til styrkt- ar Barnaspítalanum Bílakjallari Hörpu hlaut heiðursviðurkenningu á Norrænu ljóstækniráðstefnunni í Osló í vik- unni. Höfundar eru Verkfræðistofan Verkís og Batteríið arkitektar sem hljóta viðurkenn- inguna. Í umsögn dómnefndar segir að í bílakjallara Hörpu hafi lýsing tekist vel með samspili hvítr- ar og litaðrar lýsingar. Einnig segir þar að upplifun á tónleikum byrji ekki endilega þegar tónlistarflutningurinn hefjist. Hún geti byrjað strax þegar bifreiðinni er lagt í bílakjallara. Leikskóli í Kumla í Svíþjóð hlaut Norrænu ljóstækniverðlaunin í ár. Auk bílakjallara Hörpu fékk höfnin í Álaborg í Danmörku heið- ursviðurkenningu. aij@mbl.is Viðurkenning fyrir lýsingu bílakjallara Ljósmynd/Verkís hannabirna.isSími 499 1261 1. sæti » Reykjavík Hanna Birna Sameinumst um sterkan Sjálfstæðisflokk Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í prófkjörinu í dag og stilla upp öflugum framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor – og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma! Ég óska eftir þínum stuðningi í fyrsta sæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.