Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Gegn minknum duga engin vettlingatök stofnsins. Reynir sagði athyglisvert að sjá að veiðst hefðu 1.040 steggir á móti 630 læðum hver sem skýringin er á því. Reynir segir að minkaveiðarnar í ferlinu sem náði yfir Ölfus, Sogið, Þingvallavatn og Grímsnes hafi ver- ið aukaafurð í rannsóknarverkefn- inu. Mikil vinna hafi farið í vett- vangsvöktun, gagnvinnslu og aðra skrifstofuvinnu. Í öðrum sveitarfélögum hefur það tekið að minnsta kosti jafn langan tíma að skrapa saman aurum fyrir því sem hann var að gera og sá tím- inn sem fór í sjálfar veiðarnar. „Peningahliðin hefur ekki verið mín sterka hlið,“ sagði Reynir. Hann kvaðst verða var við það í sveitar- félögunum að því meir sem hann veiði í minkasíurnar því erfiðara verði að semja við þau. Reynir tekur fram að þarna spili inn í hagsmunir ráðinna veiðimanna í sveitarfélög- unum sem telji sig missa spón úr aski sínum. Nýjar léttsíur prófaðar Reynir hefur annast alla þætti til- raunaverkefnisins Ölfus - Öxará - Grímsnes. VSÓ Ráðgjöf vann skýrslu um fyrstu fjögur ár verkefn- isins sem m.a. var send til umhverf- isráðuneytisins. Reynir er nú að hefja nýtt rann- sóknarverkefni sem kallast „Kúgild- islækur“ og fer það af stað með rannsóknarstyrk frá Fiskirækt- arsjóði. „Af minni hálfu snýr það að því að varðveita og endurheimta silungs- stofna í smærri ám sem hafa verið þar frá alda öðli,“ sagði Reynir. „Verkefnið gengur meðal annars út á að auka veiðiálag á mink og yfir- vinna stofnstærðina. Einnig er ætl- unin að finna tölulegt form til þess að greina álagið og árangurinn.“ Ljósmynd/Rannveig Magnúsdóttir Sogið Jakub Skorupski, verkefnisstjóri Baltic Greenbelt, og Reynir með afla úr minkasíum. Jakub kom til Íslands til að kynna sér veiðar á mink. Hann starfar við átak til að bæta skilyrðin á strandsvæðum Eystrasaltsins. Minkar veiddir í minkasíur við Þingvallavatn 2004-2011 Steggir Læður Fjöldi minkasía 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 1 4 Alls: 5 Alls: 37 Alls: 51 Alls: 73 Alls: 89 Alls: 81 Alls: 36 10 27 31 20 29 44 56 33 35 46 30 28 12 24 Heimild: Reynir Bergsveinsson Alls: 58 70 5 „Það leynir sér ekki að minknum hefur fækkað,“ sagði Jóhann Jóns- son, bóndi í Mjóanesi við Þingvalla- vatn. „Ég hef ekki orðið var við mink undanfarin tvö ár. Fuglalífið hefur alveg gjörbreyst. Mikið af öndum með unga eins og var hér í sumar. Það er allt annað en var upp á fuglalífið að gera.“ Jóhann sagði að mikið væri af fugli í Mjóanesi, meðal annars óð- inshanar og margar andategundir. „Það virtist vera mikið af ungum hjá þessum fuglum í sumar,“ sagði Jóhann. Hann sagði alveg greini- legt að þessi umskipti megi þakka minni mink á svæðinu. „Þegar minkur er hérna þá kemst ekki upp neitt eða mjög lítið af ungum.“ Jóhann segir að menn finni minna fyrir breytingu á lífríkinu í sjálfu vatninu. Minkurinn veiði að- allega fisk á veturna. Hann kafi þá undir ísinn. Í gamla daga sást stundum minkur uppi á ísnum að éta fisk. Jóhann kvaðst ekki vera viss um að minkurinn veiddi svo mikinn fisk yfir sumarið, þá sé hann aðallega í fuglinum. „Það er alveg hægt að halda minknum niðri, en það þarf elju- semi og kostnað,“ sagði Jóhann. „Svo er refnum að fjölga og það er enn ein plágan.“ Fækkun minka olli breytingu „Við sjáum alveg greinilegan mun á fuglalífinu og heyrum það sama á sumarhúsaeigendum,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Hann kvaðst hafa haldið uppi spurnum á meðal sumarhúsaeigenda um breytinguna. „Ég held að það sé samdóma álit að fuglalíf við vatnið og á vatninu sé fjölskrúðugra og ríkulegra en það var.“ Ólafur segir að breytingin sé þökkuð fækkun minka og að hún sjáist best á vatnafuglum. „Ég er mjög ánægður með fram- takssemi og árangur Reynis,“ sagði Ólafur um minkaveiðar Reynis Bergsveinssonar. Hann hef- ur farið með Reyni að vitja um minkasíur og eins farið með mönn- um sem unnu minkagreni með hefðbundnum aðferðum. Ólafur kvaðst telja að veiðiaðferð mink- asíunnar sé mun mannúðlegri, sé yfirhöfuð hægt að tala um mannúð í þessu sambandi. gudni@mbl.is Leynir sér ekki að minknum hefur fækkað Morgunblaðið/Ómar Þingvellir Fuglalífið er orðið fjölskrúðugra og ríkulegra við Þingvallavatn en það var áður en minkum var fækkað. LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 www.s i ggaog t imo . i s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.