Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 30
FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný byggingarreglugerð sem tekur að fullu gildi um áramótin eykur kostnað við byggingu dæmigerðs fjölbýlis um tæp 10% að lágmarki. Þetta er niðurstaða ráðgjafarstof- unnar Hannars sem vann athugun á því fyrir Samtök iðnaðarins og Búseta hvaða áhrif reglugerðin hefði haft á kostnað við byggingu íbúða á vegum Búseta í fjölbýlishúsi sem þegar er risið við Litlakrika í Mosfellsbæ. Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, greindi frá niðurstöðunum á fundi samtakanna um áhrif reglugerðarinnar í Reykja- vík í gær en auk fulltrúa SI fluttu fulltrúar Mannvirkjastofnunar, Arki- tektafélagsins og Félags bygginga- fulltrúa erindi. Horft til fjölmargra þátta Sérfræðingar Hannars litu til fjöl- margra þátta í greiningu sinni á áhrif- um breytinganna, m.a. kostnaðar vegna aukinnar einangrunar út- veggja, þaks og neðsta gólfs, aukinn- ar stærðar húsa vegna meiri einangr- unar, aukins rýmis í íbúðum og aukins rýmis í bílageymslu. Þá var horft til viðbóta vegna aukinnar loftræsting- ar, stærri innihurða, sjálfvirkrar opn- unar dyra og varaaflgjafa (ef raf- magnið fer af) og stækkunar svalaganga. Jafnframt var horft til viðbóta vegna hækkunar á bílakjallara, stækkunar á bílastæðum fatlaðra úti og aukins fjármagnskostnaðar sam- fara hærri byggingarkostnaði. Var jafnframt horft til aukakostnaðar vegna gerðar nýrra handbóka og kennslu. Var niðurstaðan sem fyrr segir sú að þetta yki kostnað við fjöl- býlið í Litlakrika um tæp 10%. Þar með er ekki öll sagan sögð því ef fjölbýlishúsið hefði verið einangrað og klætt að utan í takt við nýjar kröf- ur reglugerðarinnar hefði samanlagð- ur kostnaðarauki hennar orðið 12,4%. Friðrik tiltók ekki hvað íbúðir Bú- seta í Litlakrika myndu kosta ef þær yrðu seldar á opnum markaði. Sé gengið út frá því að meðalverðið yrði 25 milljónir króna er kostnaðarauk- inn hins vegar frá 2,5 milljónum og upp í 3,1 milljón króna, þannig að söluverðið færi í 27 til 28,1 milljón. Kaupendur með lítið eigið fé þyrftu því að taka hærri fasteignalán og bæt- ist það ofan á aukinn fjármagnskostn- að vegna vaxtahækkana Seðlabank- ans að undanförnu. Fram kom í erindi Friðriks að Samtök iðnaðarins hefðu sent Mann- virkjastofnun fyrirspurn um hvaða áhrif reglugerðin, sem kveður á um svonefnda algilda hönnun, hefði á kostnað við að reisa umrætt fjölbýli. Var svarið að sögn Friðriks að því fylgdi óverulegur kostnaðarauki að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar. Upphitun á bílastæðum Undir lok erindisins vék Friðrik að nokkrum atriðum sem hefðu getað aukið kostnað við byggingu fjölbýlis- hússins enn frekar. Nefndi hann þar bílastæði fyrir fatlaða í kjallara, upphitun á bílastæð- um og gönguleiðum, viðbótarmerk- ingar, líkt og krafist sé í algildri hönn- un, og auknar kröfur um hljóðvist og brunavarnir. Friðrik tiltók síðan ýmis bein þjóð- hagsleg áhrif reglugerðarinnar. Húsnæði yrði dýrara og það ynni gegn húsnæðisstefnu velferðarráðu- neytis. Umfang nýframkvæmda yrði minna og það ynni gegn endurreisn efnahagslífsins og stofnkostnaður hins opinbera í framkvæmdum ykist. Afleidd áhrif yrðu þau að allar vísi- tölur hækkuðu og það kæmi aftur nið- ur á lántakendum. Þá myndi byggðin hækka með hærri húsum, flöt þök hverfa úr nýbyggingum og þriggja hæða fjölbýlishús verða óhagstæð- asta byggingarformið. Er það líklega m.a. vegna kvaða um að í þeim séu lyftur. Undanþágur hafa verið veittar frá reglugerðinni en þær falla sem fyrr segir úr gildi um áramótin. Íbúðir verða minnst 10% dýrari Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir í Kópavogi Nýja reglugerðin kveður m.a. á um bætt aðgengi fatlaðra og betri einangrun húsa.  Samtök iðnaðarins kynna rannsóknir á áhrifum nýrrar byggingarreglugerðar á byggingarkostnað  Rannsókn ráðgjafarstofunnar Hannars bendir til að kostnaður við byggingu fjölbýlis aukist um 10% 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þessi rannsókn leiðir í ljós að það verður að framlengja bráðabirgðaákvæði í byggingarreglugerð sem leyfir að hanna tiltekinn hluta mannvirkis á grundvelli eldri reglugerðar. Það vantar meiri aðlög- un og kynningu á reglugerðinni. Þá teljum við hjá Samtökum iðnaðarins að þjóðfélagið hafi ekki efni á að framleiða íbúðarhúsnæði með þeim kostnaðarauka sem hlýst af reglu- gerðinni,“ segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður hjá SI, um niðurstöð- urnar sem fjallað er um í greininni hér fyrir ofan. Spurður hvort fjölbýlið í Litla- krika teljist dæmigert segir Friðrik það hafa verið byggt að hluta á grundvelli nýju reglugerðarinnar á árunum 2007 til 2008. Samanburðurinn sé því varfærnislegur og að því megi álykta að kostnaðurinn sé meiri ef hús þar sem ekkert tillit er tekið til algildrar hönnunar eru höfð til samanburðar. Neytendur velji hvort þeir vilja algilda hönnun Hann segir reglugerðina of róttækt skref. „Okkur finnst það of stórt skref að allt húsnæði skuli vera hannað samkvæmt algildri hönnun. Að okkar mati á að flokka húsnæði þannig að fólk viti að hverju það gengur, að fólk eigi val um hvort það kaupi húsnæði með algildri hönnun. Bjóða mætti upp á flokk 2 sem væri að hluta hannaður á grunni algildrar hönnunar. Síðan mætti bjóða flokk 3 sem væri algjörlega hannaður á grunni slíkrar hönnunar. Flokkur 1 væri með gamla laginu. Við teljum ekki rétt að fólk sem er að kaupa sínu fyrstu eign þurfi að kaupa hús með algildri hönnun.“ Spurður hvers vegna Samtök iðnaðarins telji að klassísk hönnun húsa muni líða undir lok ef reglugerðin tekur að fullu gildi um áramótin segir Friðrik að vegna krafna um bætta einangrun muni t.d. hraunuð hús hverfa. „Hinn hefðbundni íslenski veggur sem er ein- angraður að innan og múraður að utan mun heyra sög- unni til,“ segir Friðrik og bendir á að SI hafi reiknað út að reglugerðin leiði til þess að neysluvísitalan hækki um 3,5%. Það kyndi undir verðbólgu. Telja þjóðfélagið ekki hafa efni á nýju reglugerðinni  SI krefjast þess að bráðabirgðaákvæði verði framlengd Morgunblaðið/Ómar Frá Hallgrímskirkjuturni Nýju reglugerðinni er m.a. ætlað að tryggja bætt aðgengi fatlaðra að húsnæði. Friðrik Á. Ólafsson Vikið er að þeim þjóðhagslegu áhrifum af reglugerð- inni sem Friðrik tiltók í fyrirlestri sínum í greininni hér fyrir ofan. Þar eru ónefnd fleiri atriði sem Friðrik nefndi eins og að ýmsir klassískir þættir í íslenskri byggingarlist hyrfu, t.d. hefðbundin múruð hús. Slíkt hlyti að ganga gegn verndun byggingararfs. Þá kallaði nýja reglugerðin á verulega aukna notkun hráefnis í byggingar, ásamt því sem sparn- aðurinn af lægri húshitunarkostnaði vegna aukinnar einangrunar standi ekki undir stofnkostnaði, jafnvel að teknu tilliti til líftíma mannvirkisins. Þá taldi Friðrik þau rök ekki standast skoðun að með hinni algildu hönnun geti fólk búið lengur í eig- in húsnæði. Hann útskýrir það hér til hliðar. Hefðbundin múruð hús munu hverfa ÖNNUR ÁHRIF REGLUGERÐARINNAR Rabarbarakaramellur, tvær tegundir af rabarbarasultum, greni- og fiflasíróp. RABARBÍA Löngumýri, 801 Selfoss www.rabarbia.is rabarbia@rabarbia.is sími: 486 5581 / 893 5518 Sértilboð fyrir fyrirtæki. Kjörin í gjafakörfur og í jólapakka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.