Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mótmælendur kveiktu í nokkrum skrifstofum stjórnmálaflokks Bræðralags múslíma í Egyptalandi í gær eftir að Mohamed Morsi, forseti landsins, gaf út tilskipun sem veitir honum aukin völd. Andstæðingar forsetans og bandamanna hans í Bræðralagi múslíma segja að með tilskipuninni sé Morsi orðinn ein- ræðisherra. Hann sé nú með meiri völd en Hosni Mubarak, sem var steypt af stóli í uppreisninni á síð- asta ári. Morsi ávarpaði þúsundir stuðn- ingsmanna sinna fyrir utan forseta- höllina í Kaíró í gær og varði tilskip- unina á sama tíma og andstæðingar hans efndu til fjöldamótmæla á Tahrir-torgi í Kaíró. Hann sagði að markmið sitt væri að stuðla að „frelsi og lýðræði“ í Egyptalandi og tryggja „pólitískan, samfélagslegan og efna- hagslegan stöðugleika“ í landinu. Stuðningsmenn hans segja að til- skipunin sé nauðsynleg til að flýta fyrir því að ný stjórnarskrá verði sett og nýtt þing kosið. Tilskipunin á að falla úr gildi þegar ný stjórnar- skrá hefur verið sett, en stefnt er að því að það verði um miðjan febrúar. Dómstólar geta ekki ógilt tilskipanir forsetans Tilskipunin kveður m.a. á um að dómstólarnir geti ekki ógilt tilskip- anir og ákvarðanir forsetans eða leyst upp stjórnlagaþing sem á að semja nýja stjórnarskrá. Fulltrúar frjálslyndra flokka, kristinna Egypta og samtaka blaðamanna höfðu sagt sig úr stjórnlagaþinginu og sakað það um að vera ólýðræðis- legt. Brotthvarf þeirra úr þinginu jók líkurnar á því að dómstóll myndi leysa þingið upp, þannig að skipa þyrfti nýtt stjórnlagaþing og fresta þingkosningum. Áður höfðu dóm- stólarnir leyst upp löggjafarþing þar sem íslamskir flokkar voru með meirihluta. Í tilskipuninni lengdi forsetinn frest stjórnlagaþingsins til að semja stjórnarskrá um tvo mánuði. Gert hafði verið ráð fyrir því að niðurstöð- ur þess lægju fyrir í desember en störf þingsins hafa tafist vegna deilna um samsetningu þess. Þegar skjalið liggur fyrir á að bera það undir þjóðaratkvæði og ef það verð- ur samþykkt á að halda þingkosn- ingar tveimur mánuðum síðar. Sagður svipta dómstólana sjálfstæði Andstæðingar forsetans segja að hann hafi tekið sér enn meiri völd en Mubarak einræðisherra hafði. Hann ætli sér að „einoka allar þrjár grein- ar ríkisvaldsins“ og „taka sjálfstæði dómstólanna af lífi“, eins og leiðtog- ar andstæðinga Bræðralags músl- íma orða það. „Hann hefur gert sjálf- an sig að nýjum faraó Egyptalands. Þetta er mikið áfall fyrir byltinguna og gæti haft mjög alvarlegar afleið- ingar,“ sagði Mohamed ElBaradei, einn leiðtoga andstæðinga forsetans og fyrrverandi yfirmaður Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar. Andstæðingar Bræðralags músl- íma tortryggja loforð forsetans um að koma á lýðræði, einkum vegna þess að samtök hans hafa stefnt að því að koma smám saman á íslömsk- um lögum í landinu. Morsi fyrirskipaði einnig ný réttarhöld yfir mönnum sem höfðu verið sýknaðir af ákærum um að bera ábyrgð á drápum öryggissveita á mótmælendum í byltingunni. Götumótmæli gegn „nýjum faraó“ Egypta  Morsi ver þá ákvörðun sína að auka völd sín  Með meiri völd en Mubarak AFP Barsmíðar Egyptar berja pilt í Alexandríu þegar til átaka kom í borginni milli stuðningsmanna og andstæðinga Bræðralags múslíma eftir að Mohamed Morsi forseti jók völd sín. Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum. Átök og íkveikjur » Til átaka kom milli lögreglu- manna og mótmælenda í nokkrum borgum þegar and- stæðingar Bræðralags músl- íma mótmæltu auknum völd- um forsetans. » Mótmælendur kveiktu í skrifstofum flokks Bræðralags múslíma í Ismailiya, Port Said og Alexandríu og réðust inn í höfuðstöðvar flokksins í Súez. Miklar truflanir urðu á bílaum- ferð í miðborg Lundúna í gær eftir að allsnak- inn maður klifr- aði upp á styttu af hertoganum af Cumberland, við Whitehall. Maðurinn stóð á styttunni í þrjár stundir og lék ýmsar jafnvægis- listir. Lögregla girti svæðið af frá hádegi til klukkan 15 en tókst þá loks að telja manninn á að koma niður. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Embættisbústaður breska for- sætisráðherrans og margar stjórnarskrifstofur eru á svæðinu. BRETLAND Nakinn maður olli umferðaröngþveiti Samkvæmt rann- sókn, sem birt var í Frakklandi í gær, hafa fjórar af hverjum fimm konum þar í landi horft á klámmynd. Þar af hefur önnur hver kona horft á slíkar myndir án þess að makinn væri viðstaddur. Samkvæmt könnuninni, sem IFOP stofnunin gerði í september, sögðust 82% kvenna og 99% karla hafa horft á klámmynd. Í samskon- ar könnun árið 2006 sögðust 73% kvenna hafa horft á slíkar myndir og 23% árið 1992. Netið er sagt skýra þessa þróun. FRAKKLAND Klám höfðar til beggja kynjanna Þúsundir manna flúðu í gær frá bæjum í Austur-Kongó vegna sóknar upp- reisnarhreyfingar í austurhluta landsins. Talið er að um hálf milljón manna hafi flúið heimkynni sín á svæðinu. Tvær mannskæðar borgara- styrjaldir áttu upptök sín í þessum landshluta á árunum 1996 til 2002. AUSTUR-KONGÓ Þúsundir manna flýja ófriðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.