Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kosningar til þings Katalóníu, sem fram fara á morgun, ráða að öllum líkindum úrslitum um hvort boðað verður til þjóðaratkvæðis á næstu árum um hvort sjálfstjórnarhéraðið eigi að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Artur Mas, forseti Katalóníu, hef- ur lofað slíku þjóðaratkvæði ef flokk- ur hans fer með sigur af hólmi í kosningunum ásamt fleiri flokkum sem eru hlynntir aðskilnaði frá Spáni. Mas boðaði til þingkosninganna eftir að Mariano Rajoy, forsætisráð- herra Spánar, hafnaði kröfu hans um að sjálfstjórnarhéraðið fengi aukin völd í fjármálum. Kosningunum var flýtt um tæp tvö ár. Mas fer fyrir flokki frjálslyndra þjóðernissinna í Katalóníu, Conver- gència i Unió (CiU). Skoðanakann- anir benda til þess að flokkurinn fái mest fylgi en ekki meirihluta á þinginu. Samkvæmt síðustu könn- unum fær flokkurinn 57-62 þingsæti af 135. Hann er nú með 62 sæti en þarf 68 til að fá meirihluta. Kann- anirnar benda til þess að fylgi CiU hafi minnkað frá því að Mas boðaði til kosninganna. Sósíalistaflokkurinn og Þjóðar- flokkurinn, sem er til hægri, eru and- vígir aðskilnaði frá Spáni og þeim er spáð 21-22 þingsætum hvorum. Vinstriflokknum Esquerra er spáð 16 sætum og þótt hann sé oft á önd- verðum meiði við CiU er hann hlynntur þjóðaratkvæði um sjálf- stæði. Líklegt er því að stuðnings- menn þjóðaratkvæðisins verði í meirihluta á þinginu eftir kosning- arnar. Hafnar þjóðaratkvæði Ríkisstjórn Spánar er andvíg þjóðaratkvæðinu og segir að það samræmist ekki stjórnarskránni að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu í Katalóníu einni. Ef boðað verður til þjóðaratkvæðisins ætlar spænska stjórnin að skjóta málinu til stjórn- lagaréttar Spánar sem hindraði svip- að þjóðaratkvæði í Baskahéruðunum fyrir fjórum árum. Í nýlegri könnun sögðust 57% þeirra sem tóku afstöðu styðja að- skilnað frá Spáni. Um tveir þriðju, eða 66,3%, sögðust þó vera hlynnt því að spænska yrði opinbert tungu- mál í Katalóníu ásamt katalónsku. Flestir þeirra sem tóku afstöðu vildu einnig að Lionel Messi og félagar hans í Barcelona lékju áfram í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Um 38% aðspurðra vildu það en að- eins 22,7% vildu nýja katalónska deild. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um hvaða afleiðingar aðskiln- aður Katalóníu frá Spáni myndi hafa. Sumir þeirra telja að afleiðingarnar yrðu mjög alvarlegar fyrir efnahag Spánar og jafnvelt allt evrusvæðið. „Getur evran haldið velli án Kata- lóníu? Ég tel að svarið sé nei eins og staðan er núna,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Edward Hugh, hagfræð- ingi í Barcelona. Hann bendir á að Katalónía myndi þurfa að óska þegar í stað eftir aðstoð frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum vegna þess að héraðið er skuldum vafið og þyrfti að öllum líkindum að taka á sig hluta af skuld- um spænska ríkisins ef til aðskiln- aðar kæmi. Hugh segir að hagkerfi Katalóníu sé mjög kraftmikið og líklegt til að rétta úr kútnum. Verði héraðið sjálf- stætt ríki geti það styrkt samkeppnisstöðu sína í atvinnu- greinum á borð við ferðaþjónustu á kostnað Portúgals, Grikklands og fleiri landa. Fimmtán katalónskir hagfræð- ingar birtu nýlega grein í dagblaðinu La Vanguardia þar sem þeir segja að Katalónía geti haldið evrunni verði lýst yfir sjálfstæði. Ef spænska stjórnin ákveði að hindra inngöngu Katalóníu í Evrópusambandið verði hægt að gera fríverslunarsamninga við sambandið eins og Sviss hefur gert. Hagfræðingarnir segja enn- fremur að Katalóníumenn myndu halda spænskum vegabréfum sínum vegna þess að samkvæmt stjórnar- skrá Spánar sé ekki hægt að svipta fólk vegabréfum sínum. Skoðanakannanir í Katalóníu benda til þess að stuðningurinn við sjálfstæði héraðsins hafi aukist frá því að skuldakreppan skall á. Kata- lóníumenn hafa kvartað yfir því að þeir greiði miklu meira í skatta en þeir fái frá spænska ríkinu, á sama tíma og sjálfstjórnarhéraðið neyðist til að segja upp starfsfólki og minnka þjónustuna. AFP Sparnaði mótmælt Rifið kosningaspjald með mynd af Artur Mas, forseta Katalóníu, á útifundi sem nokkur samtök stóðu fyrir í Barcelona til að mótmæla sparnaðaraðgerðum yfirvalda í sjálfstjórnarhéraðinu. Sjálfstæðissinnum spáð meirihluta 0 SpánnKatalónía Íbúafjöldi Forseti Katalóníu vill þjóðaratkvæði um hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði 7,6 m 47,2 m 25,0 % 22,6 % -1,1% 505.000 ferkm 31.900 ferkm Atvinnuleysi** Breyting á þjóðarframleiðslu* Stærð Katalónía Heimild: INE *Á öðrum fjórðungi ársins **Á þriðja fjórðungi ársins 40 km Barcelona Tarragona Lleida Girona FRAKKLAND MADRÍD SPÁNN K ATA LÓ N Í A -1,3% Yrði meðal auðugustu ESB-ríkjanna » Um fimmtungur landsfram- leiðslu Spánar kemur frá Kata- lóníu. „Ef Katalónía væri sjálf- stætt ríki myndi það vera á meðal fimmtíu helstu útflutn- ingsríkja heimsins,“ segir Art- ur Mas, forseti Katalóníu. » Mas segir að Katalónía yrði sjöunda auðugasta ríki ESB miðað við höfðatölu ef héraðið lýsir yfir sjálfstæði. Dómstóll í borg- inni Malmö í Sví- þjóð dæmdi Peter Mangs í gær í ævilangt fangelsi fyrir tvö morð og fjórar tilraunir til manndráps. Morðin og árásirnar vöktu mikinn óhug íbúa í borginni á með- an árásarmannsins var leitað en allar beindust árásirnar að innflytjendum. Mangs, sem er fertugur að aldri, var ákærður fyrir þrjú morð en dæmdur fyrir tvö. Þá var hann ákærður fyrir fimm morðtilraunir. Mangs var einnig gert að greiða alls 1,175 milljónir sænskra króna, jafnvirði 22,3 milljóna íslenskra króna, í bætur til fórnarlambanna og fjölskyldna þeirra. Mangs var handtekinn í nóvember árið 2010. Hann var fundinn sekur nú í júlí og metinn sakhæfur en refs- ing hans var ákveðin í gær. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að glæpirnir sem Mangs framdi hafi verið sérstaklega óhugnanlegir og sýni að hann sé gjörsneyddur samúð með öðrum. Ævilangt fangelsi  Dæmdur fyrir tvö morð í Malmö Peter Mangs í réttarsalnum. www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu hátíðar- útgáfa af sígildri bók Jólin koma kom fyrst út árið 1932 og hefur æ síðan verið ómissandi við þjóðtrú og jólasiði fyrir hverri kynslóðinni á fætur annarri. Fyrir þessa útgáfu voru teikningar Tryggva Magnússonar myndaðar að nýju og hafa aldrei birst lesendum skýrar en nú. undirbúning jólanna. Ljóð Jóhannesar úr Kötlum hafa kynnt íslenska 80 ÁRA GERSEMI – NÚ INNBUNDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.