Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Vinningshafar í Sögulegri safnahelgi á Norðurlandi vestra 2012 Á haustdögum var haldin Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið 13.-14. október. Þá opnuðu nærri 30 söfn og setur dyr sínar fyrir gestum og gangandi, frá Borðeyri í vestri til Hofsóss í austri. Skipulagsnefnd helgarinnar vill þakka öllum þeim sem lögðu sitt að mörkum til að gera helgina að þeim skemmtilega viðburði sem hún var. Þeir sem nýttu sér tækifærið til að heimsækja söfnin og setrin skemmtu sér vel og hægt er að hlakka til að ári. Stefnan er að þróa hugmyndina áfram, þannig að helgin verði hluti af huggulegu hausti á Norðurlandi vestra í framtíðinni. Við erum bara rétt lögð af stað. Skemmtilegur hluti helgarinnar var stimplaleikurinn. Með því að safna stimplum í heimsóknum á einstök söfn og setur gátu gestir tekið þátt í leiknum og komist í lukkupottinn. Eftir helgina voru síðan heppnir þátt- takendur dregnir út. Vinningarnir eru veglegir úr héraði og óskum við vinningshöfum til hamingju og megi þeir vel njóta. 1. Gisting og jólahlaðborð fyrir tvo á Hótel Varmahlíð. Ragheiður Þorsteinsdóttir, Þverbraut 1, Blöndósi. 2. Riverrafting fyrir fjóra í Jökulsá vestari sumarið 2013 hjá Bakkaflöt ferðaþjónustu. Sigrún Einarsdóttir, Bjargshóli, Vestur - Húnavatnssýslu. 3. Málsverður fyrir tvo á Eyvindarstofu. Sigríður Ósk Jónsdóttir, Gillastöðum, Laxárdal. 4. Frír aðgangur sumarið 2013 fyrir eina fjölskyldu á söfn og setur sem taka þátt í Sögulegri safnahelgi. Ingibjörg Sigurðardóttir, Auðólfsstöðum, Austur-Húnavatnssýslu. Þátttakendur í Sögulegri safnahelgi 13.-14. október 2012 Riis hús, Borðeyri. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykjasafn. Grettistak, Laugarbakka / Spes sveitamarkaður. Langafit handverkshús, Laugarbakka. Selasetur Íslands, Hvammstanga. Verslunarminjasafnið Bardúsa, Hvammstanga. Þingeyrakirkja. Eyvindarstofa, Blönduósi. Þekkingarsetrið á Blönduósi. Hafíssetrið Blönduósi. Laxasetur Íslands, Blönduósi. Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi. Textílsetur Íslands, Blönduósi / Vatnsdæla á refli. Rannsóknasetur HÍ á Norðurl. vestra, Skagaströnd. Nes listamiðstöð Skagaströnd. Árnes, Skagaströnd. Spákonuhof, Skagaströnd. Gestastofa Sútarans, Sauðárkróki. Byggðasafn Skagfirðinga, Minjahúsið á Sauðárkróki. Á Sturlungaslóð í Skagafirði. Sögusetur íslenska hestsins, Hólum. Samgönguminjasafn Skagafjarðar, Stóragerði. Vesturfarasetrið, Hofsósi. Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra 13.-14. október 2012, Styrktaraðilar: Sjóðfélagafundur 27. nóvember 2012 Kynningar- og fræðslufundur verður haldinn fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs þriðjudaginn 27. nóvember nk. kl. 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1.Starfsemi og staða Gildis - Harpa Ólafsdóttir formaður stjórnar Gildis og Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri. 2.Tryggingafræðileg athugun - hvað er verið að reikna? - Vigfús Ásgeirsson tryggingafræðingur Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. Áhyggjufullur al- menningur hlustar á „alvitra“ fyrritíma stjórnmálamenn koma fram með kenn- ingar eins og þeir sem allt vita. Þeir eru ekki farnir, ekki skammast þeir sín og enn eru þeir að makka fyrir sig og sína. Fátt breytist hér á landi nema klukkan. Sighvatur Björgvinsson, Jón Sigurðsson, Halldór Ásgrímsson, Þorsteinn Pálsson og fleiri geta ekki á strák sínum setið og vilja stýra og stjórna enn. Í grein í Mogganum í dag, 22. nóvember, kvartar Guðni Ágústs- son yfir því að við Íslendingar lát- um ljúga að okkur! Ja hérna, hugsaði ég, þar fer nú sérfræðing- urinn í að láta ljúga að sér en mæli hann manna heilastur. Mig setti hljóða, ákvað að beina því til Guðna, í þessum grein- arstúf, að njóta eftirlauna sinna. Hætta að blanda sér í uppstilling- arnefndir (sem reyndar eru ávísun á spillingu), hætta að hringja í fólk og blanda sér í prófkjör nýrra aðila í flokknum, hætta að hræða duglega starfsmenn flokksins (ég sit í stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur) og brigsla fólki um óheiðarleg vinnubrögð. Við erum nokkur sem styðjum stefnu flokksins, skynsemisstefnuna, vilj- um veg og vanda flokksins sem mestan og viljum vinna fyrir nýjar kynslóðir að því að endurreisa sið- ferði, hugsjónir, vinnusemi, sam- vinnu. Ég vil breyta Framsóknar- flokknum með nýjum aðferðum en fáir trúa því að það sé hægt. Guðni Ágústsson sat 22 ár á þingi og var í bankaráði Bún- aðarbankans fyrir einkavæðingu og lét jafnvel menn úr eigin flokki ljúga að sér og gerir enn. Þessir menn ljúga að fjölmiðlum, skatt- inum, sérstökum saksóknara, Kauphöllinni, fjárfestum og aldrei hefur Guðni kvartað yfir lyga- mörðum fyrr en nú að þeir ná ekki í skottið á honum sjálfum, semsagt útlenskir lygarar í ESB. Guðni er mjög virkur í Fram- sóknarflokknum enn og vill ákveða hverjir komast að hjá flokkn- um í lykilstöður og hverjir ekki. Fyrir þessu hef ég margar sannanir og fundið í viðleitni minni við að bjóða mig fram til Al- þingis fyrir annars frábæran flokk með dásamlegu fólki víðast hvar. Guðni hefur gengið hart fram í að styðja mágkonu sína, sem honum er auðvitað heimilt, en með aðferðum sem eru vafasamar að mínu mati og afskaplega ólýð- ræðislegar og tilheyra spilltri póli- tík. En látum þetta vera. Ég mótmæli því að hinn dáði Guðni gerir lítið úr þekkingu minni og að ég þorði á sínum tíma að opinnbera lygina, líka fram- sóknarlygina. Á krísutímum fyrir hrun þegar þessir óprúttnu sam- herjar hans í pólitík tóku til sín eigur sem þeir áttu ekkert með að taka. Þeir eiga þær allar enn og hvernig þeim tekst það er efni í langa grein. Á fyrirlestri sem ég „fékk“ að halda í Framsóknarhúsinu stóð Guðni upp og gerði lítið úr ræðu minni þvert á það sem aðrir á staðnum sögðu. Hann tók af sér grímuna sem ég hafði reyndar dáðst að í mörg ár. Af hverju, Guðni Ágústsson, varaðir þú ekki þjóð þína og flokksmenn við hættulegum sam- herjum þínum í pólitík? Eru þær lygar ómerkilegri en aðrar lygar? Eigum við að gleyma þeim ógeðs- legu lygum öllum og segja skrítl- ur? Getur verið að enn séu stórir hagsmunir í húfi, svo stórir að þú þarft að velja þingmenn flokksins sjálfur? Það mun ég aldrei líða. Vissulega talaði hann, þessi sami vinsæli Guðni Ágústsson, fal- lega og skemmtilega í 22 ár um gott íslenskt lambakjöt og undrar mig af hverju hann fékk ekki frið- arverðlaun Nóbels fyrir að verja íslenskan landbúnað. Landbúnað sem við elskum öll en þurfum að niðurgreiða. Hvergi í heiminum eru meiri möguleikar á því að skapa verðmeiri afurðir í landbún- aði. Viðskiptalega er galið að nið- urgreiða eðalvörur heldur á að gera þær arðbærar og auka fram- leiðsluna þannig að hagnaður ná- ist. Til þess þarf að leggja fjár- magn í fjárfestingar en ekki gamaldags niðurgreiðslur. Það er vissulega meiri vinna að hugsa frumlega og út fyrir rammann. Nú heyrist af hanahaugnum: „Hún veit ekkert, þessi stelpukjáni, um landbúnaðarmál.“ Ég er reyndar sammála því en ég er fljót að læra. Það væri nær að heyra í útrásarvíkingunum og þeirra lík- um um hvernig við getum komið á lögum og reglum, byggt upp siðað samfélag hér. Þeir þekkja lögin, götin í þeim og aðferðafræði við- skiptalífsins, stjórnvalda, dómstóla og þurfa ekki að fela vankunnáttu sína á bak við innihaldslausar sjálfumglaðar sögur fornra pólitík- usa sem höfðu það fyrir atvinnu að rotta sig saman í hallærisleg lið sem í dag heitir pólitík og ég vil hjálpa til við að útrýma. Sennilega er ég barnaleg. Íslendingar, kjósum fólk sem vill skilvirkt Alþingi, þorir að setja varnir og brunaveggi án aðstoðar þeirra sem hér gengu um sali þingsins og sögðu skrítlur á kostn- að annarra. Stöndum vörð um lýð- ræðið og líka við framsóknarfólk. Látum ekki fortíðardrauga moka yfir meðvirkni sína með lyginni. Það hefur verið of dýru verði keypt. Ég lofa að segja satt þótt það drepi mig. Einnig að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér en það er jú erfiðara en allt annað. P.s. Guðni, ég er sammála öllu því sem þú skrifar í grein þinni. Pólitísk spilling er vond og póli- tísk hrossakaup mjög hættuleg. Á það við um ESB sem og Fram- sóknarflokkinn. Þið gerðuð flest vitlaust, Guðni Ágústsson, en vitið þó enn best Eftir Jónínu Benediktsdóttur » Látum ekki fortíð- ardrauga moka yfir meðvirkni sína gegn lyginni. Það hefur verið of dýru verði keypt. Jónína Benediktsdóttir Höfundur er í framboði í sæti á lista Framsóknarflokksins. Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.