Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 52

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Júlíus Sólnes skrif- aði þarfa grein um sóun hátt á þriðja milljarð kr. af skatt- peningum í lúx- usfangelsi fyrir 54 fanga á Hólmsheiði. Júlíus bendir á að í USA kosti fangelsi fyrir 50-100 fanga 1/ 10 af þeirri upphæð. Margar vikur eru liðnar síðan grein Júlíusar birtist í Mbl. og maður veltir fyrir sér, hvert verður framhaldið? Þing- menn virðast ekki geta hugsað sér að taka mál upp aftur, hversu vit- laus sem ákvörðunin var. Helstu rök með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði voru, að of langt væri að fara á Eyrarbakka til að yfirheyra gæsluvarðhalds- fanga. 40 mínútna styttri akstur hafði meira vægi en að á Litla- Hrauni er fangelsi í rekstri með reynt starfsfólk og lóð, sem hægt er að byggja á í sátt við íbúa stað- arins. Líklega kostar helmingi minna að stækka fangelsið á Litla- Hrauni og byggja annað minna á Kefla- víkurflugvelli fyrir gæsluvarðhaldsfanga og þá sem eru hand- teknir við komuna til landsins. Merkilegt er hvað stjórnvöld standa fast við ákvörðun um ný- byggingu á Hólms- heiði eftir að bæði Steingrímur og Guð- bjartur eru búnir að fatta að hagstæðara sé að reka sjúkrahús á einum stað en tveimur. Sú staða mun koma upp, að það borgi sig að flytja fangelsið frá Litla-Hrauni á Hólmsheiði, því sameiginlegur rekstur á einum stað borgi sig svo fljótt. Fangelsi fyrir 54 fanga á 2,5 milljarða (= 2.500.000.000 kr.) kostar um 50 milljónir kr. á hvern fanga. Við fjármagnskostnaðinn bætist rekstrarkostnaður með „All included“ + dagpeningar í bónus. Er hægt að sóa svona miklum skattpeningum í þetta betr- unarhús? Ég held ekki. Jafnvel þó allt yrði í sama stíl og mötuneyti Orkuveitunnar? Kostnaðaráætl- unin hlýtur að vera allt of há. Sama er ekki hægt að segja um 40 milljarða kostnaðaráætlun fyrir sjúkrahús við Hringbraut, sem ýmsir telja að muni kosta 100 miljarða. Þar er sóunin enn meiri, því hægt er að byggja betra sjúkrahús á öðrum stað fyrir helmingi minna fé. Niðurstaða só- unar sem staðið skal undir með ofursköttum er fólksflótti og tap- aðir skattpeningar. Ég hefi velt fyrir mér, hvort eða hvernig hægt sé að stoppa svona óráðsíu. Blaðagreinar koma í mesta lagi af stað umræðu, sem svo lognast út af og næsta kyn- slóð situr uppi með fangelsi á Hólmsheiði og spítala við Hring- braut. Í Sviss hefði aldrei farið fram verðlaunasamkeppni um nýtt fangelsi án þess að fyrst færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðarvalið eftir góða kynningu með samanburði á kostum og kostnaði á hverjum stað. Þar væri heldur ekki teiknaður spítali eða nokkur önnur bygging án þess að fyrst væri samþykkt deiliskipulag. Ég hefi líka spáð í hvaðan þeir komi, sem sitja á þingi. Flestir koma úr háskólanum. Margir hafa verið á framfæri hins opinbera allt frá útskrift. Fæstir hafa borið ábyrgð á atvinnurekstri og þekkja ekki af eigin raun ráðdeild, að- hald og forgangsröðun, sem reksturinn ræður við. Árangurinn er svo eftir því og fráleitt að nokkrum þeirra detti í hug að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Ég man ekki eftir að neinn annar en Guðmundur Árni Stefánsson hafi axlað ábyrgð. Sighvatur Björg- vinsson hneykslaðist á yngri þing- mönnum og taldi skorta að þeir eldri skóluðu þá til. Voru þessir gömlu mikið betri? Hvar voru þeir, þegar atlagan var gerð að Ólafi Jóhannessyni? Enginn atvinnurekandi myndi líða að helmingur liðsins eða færri væru á svæðinu eins og oft er, þegar sýnt er frá þinginu. For- sætis- og fjármálaráðherra gefa þar slæmt fordæmi og sýna þinginu um leið óvirðingu með því að ganga úr sal, þegar stjórn- arandstaðan tekur til máls. Við atkvæðagreiðslur er sagt að svo og svo margir hafi setið hjá. Mað- ur veltir fyrir sér hvort þeir hafi verið í einkaerindum úti í bæ í stað þess að taka ákvörðun um það, sem þeir voru kosnir til. Verðugt verkefni væri að fækka þeim í 32. Þá sæti væntanlega skásta liðið áfram á þingi. Í leið- inni yrði að fækka sendiráðum, sem uppgjafaþingmenn sækja gjarnan í. Við það lækkuðu strax skattar. Fyrir nokkrum árum hækkuðu þeir eigin lífeyri. Þeir samþykktu það allir, en hneyksluðust eftir á og lofuðu margir leiðréttingu fyrir næstu kosningar. Lítið hefur borið á því. Það rifjast upp nú þegar þeir hafa samþykkt ýmis fríðindi sér til handa, eins og t.d. heyrnar- tækjastyrk. Svo hlusta þeir ekki á þjóðina, sem vill slíta aðlög- unarviðræðum við ESB. Það hefði verið auðvelt að fá það staðfest með spurningu 7 í skoðanakönn- uninni. „Viltu að aðlögunarferlinu við ESB verði slitið?“ Kúlulánaþegar á þingi eru ekki beint til að auka virðingu þingsins. Sumir hafa þegið niðurfellingu skulda. Á sama tíma er gengið hart að Jóni og Gunnu. Mesta virðingarleysið er þó, að það skuli líðast að háttvirtir þingmenn skreppi frá í vinnutímanum og komi fullir til baka. Háseti á frystitogara, sem mætti drukkinn um borð væri umsvifalaust sendur í land með pokann sinn. Svo eru menn að hneykslast á að virðing og traust þjóðarinnar til Alþingis og þeirra sem þar sitja – stundum – sé í algjöru lámarki. Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Fangelsi fyrir 54 fanga á 2,5 millj- arða (= 2.500.000.000 kr.) kostar um 50 milljónir kr. á hvern fanga. Við fjármagns- kostnaðinn bætist rekstrarkostnaður… Höfundur er verkfræðingur og atvinnurekandi. Ofurskattar + sóun skattpeninga = landflótti Til sölu eða leigu Einstök staðsetning Ein glæsilegasta bygging landsins er til sölu eða leigu. Eignin er til afhendingar strax. Húsið er alls um 2.800 fm og skiptist þannig: Götuhæð og kjallari, um 800 fm, hýsir í dag vinsælan veitinga- og skemmtistað. Glæsilega innréttaðar skrifstofur með mikilli lofthæð á fjórum hæðum ásam óinnréttuðu risloft og turnherbergi sem býður upp á mikla möguleika. Tveir inngangar og lyfta. Eignin býður upp á mikla möguleika s.s. fyrir höfuðstöðvar fyrirtækja, stakar skrifstofuhæðir eða sem hótelbygging fyrir allt að 50 herbergi. Hinn vinsæli veitinga- og skemmtistaður Esja er á jarðhæð: Tækifæri fyrir kraftmikla aðila til að hefja þar rekstur. Einstakt tækifæri. Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson, hdl og löggiltur fasteignasali í síma 661 2100 eða 569-7005.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.