Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Háskólakórinn heldur upp á 40 ára starfsafmæli sitt með tvennum tón- leikum í Langholtskirkju. Fyrri tón- leikarnir verða annað kvöld, sunnu- dag, kl. 20 og þeir seinni þriðjudags- kvöldið 27. nóvember kl. 20. Kórinn, sem kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, mun á tónleikunum frumflytja nýtt verk eftir Þóru Marteinsdóttur, Kvöldlokka, sem hún samdi í tilefni afmælisins við ljóð Þorsteins Valdi- marssonar. Á efnisskrá eru auk þess orgel- konsert eftir Francis Poulenc og messa í As-dúr eftir Franz Schu- bert. Einleikari á orgel er Guðný Einarsdóttir en einsöngvarar eru Helga Margrét Marzellíusardóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Hlöðver Sigurðsson og Jóhann Kristinsson. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Prúðbúin Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á fyrstu sam- eiginlegu tónleikum sínum í nóvember árið 2007 í Langholtskirkju. Háskólakórinn fagnar 40 ára starfsafmæli sínu Bandaríska tónskáldið Pauline Oliveros verður heiðrað á tónleikum á Kjarvalsstöðum í dag kl. 15. Tón- leikarnir eru haldnir í samstarfi Jað- arbers og Listasafns Reykjavíkur. Í tilkynningu frá skipuleggj- endum kemur fram að Oliveros er eitt áhrifamesta tónskáld banda- rískrar tilraunatónlistar á 20. öld- inni. „Í upphafi ferils síns samdi Oliv- eros atónal kammerverk, en á 7. ára- tugnum gerðist hún félagi í San Francisco Tape Music Center, sem var í senn hljóðver og tónlistarleg hreyfing sem hýsti alls kyns til- raunastarfsemi og listviðburði. Eftir að vinna með sérstillta harmóníkku og rafhljóðfæri í rauntíma fór hún að kanna mörk spuna og tónsmíða og þróaði út frá því hugmyndafræði sem hún kallaði Deep Listening eða djúphlustun. Undanfarnar vikur hefur tónlistarhópurinn Fengja- strútur æft og skoðað djúphlustun og mun flytja nokkur slík verk með Báru Sigurjónsdóttur saxófónleik- ara, Tinnu Þorsteinsdóttur píanó- leikara og fleirum,“ segir m.a. í til- kynningu. Tónleikar til heiðurs tón- skáldinu Pauline Oliveros Áhrifamikil Pauline Oliveros hand- leikur sérstillta harmóníkku. Þær Erla Sigurðardóttir, vatnslita- málari og myndskreytir, og gler- listakonurnar Katrín Pálsdóttir og Steindóra Bergþórsdóttir bjóða gestum í opið hús í vinnustofur sín- ar í Galleríi Kletti á Hvaleyr- arbraut 35 í Hafnarfirði um helgina. Er húsið beint fyrir ofan gömlu bátaskýlin. Verða þær stöll- ur með opnar vinnustofur fyrir gesti og gangandi laugardag og sunnudag frá klukkan 13 til 17. Þá verða þær með opið alla fimmtu- daga til jóla, klukkan 14 til 18. Steindóra segir þær hafa verið í 21 ár á sama stað í bænum en hafa nú flutt sig um set eftir þennan langa tíma. „Við erum með best falda leyndarmálið í Hafnarfirði og sambúð okkar hefur verið góð öll þessi ár,“ segir Steindóra og lofar að þær verði með heitt á könnunni. Verk þeirra þriggja frá liðnum misserum verða til sýnis og sölu. Opið hús hjá listakonum í Galleríi Kletti Húsið Gallerí Klettur er á nýjum stað. Linda Persson hefur verið gestalista- maður Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi, í október og nóvember. Hún lýkur dvöl sinni á Seyðisfirði með því að sýna gjörninga í Bókabúðinni - verkefnarými í dag kl. 15. Breski heimspekingurinn Liam Sprod kynnir bók sína, Nuclear Futurism, á Skaftfell Bistró í dag kl. 16. Höfundur mun ræða um snertifleti bókmennta og heimspeki. Kynningin fer fram á ensku. List Eitt verka Lindu Persson. Gjörningur og bókakynning Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í rennihurðir - Í milliveggi • Speglar - Á baðið - Á ganginn - Á skápinn - Í eldhúsið - Í barnaherbergið - Í svefnherbergiðSENDUM UM ALLT LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.