Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 73

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 þessu sinni, jörð, vatn, ljósvaki, loft og eldur. Yfirskrift fyrsta kaflans er „Marr“ þar sem unnið er með hægferðug stef og marr, einkum í slagverki. Vatnið var frosið í öðrum kaflanum með ískrandi og glitrandi áferð og svo mætti áfram telja. Haukur tefldi síður fram ein- stökum hljóðfærahópum í konsertforminu heldur tíndi saman óskyld hljóðfæri til þess að ná fram blæbrigðum, sem tókst ákaflega vel. Fjórði kaflinn fannst mér mest heillandi með sinni loftkenndu og dempuðu áferð. Verkið var skemmtileg og vel mótuð tónsmíð, stundum dálítið kaótísk, og var prýðisvel flutt af sveit- inni. Næst sté Christian Tetzlaff á svið og flutti báða fiðlukonserta Szymanowskis, fyrir og eft- ir hlé. Má segja að þetta hafi verið nokkuð stór skammtur af krefjandi tónlist Szymanowskis en jafnframt ómetanlegt tækifæri til þess að bera saman þessa tvo konserta, sem samdir eru með 16 ára millibili. Höfundurinn leikur sér í fyrri konsertinum einnig með kons- ertformið og kýs reyndar að kalla verkið frem- ur tónaljóð, án hefðbundinna tengsla við tón- tegundir. Þó að verkið sé frá miðri starfsævi Szymanowskis var tónlistin rómantísk og myndræn, svo minnti stundum á kvikmynda- tónlist. Síðari konsertinn var aftur á móti meira í anda impressjónistanna, mun hægferð- ugri og jarðbundnari. Christian Tetzlaff lék báða konsertana af miklu öryggi og geislandi, smitandi leikgleði, svo unun var á að horfa og hlýða. Sveitin lék verkin vel, samspil sveitar og einleikara undir stjórn Storgårds var stórgott enda stjórnandinn fiðluleikari sjálfur og þekk- ir því verkin væntanlega frá öllum sjón- arhornum. Að lokum var komið að Sibelius og síðustu sinfóníu hans, nr. 7 í C-dúr. Einnig hér leikur tónskáldið sér með formið. Þó að skipta megi verkinu í fimm kafla í anda sinfóníunnar er verkið ein flæðandi heild. Sibelius kynnir mó- tífin hvert af öðru og samþættir síðan glæsi- legan tónvef með því að finna „hina djúpu, rök- rænu framvindu, sem skapar innri tengsl milli allra stefjanna“ svo vitnað sé til meistarans sjálfs. Þó fannst mér flutningur kvöldsins ekki ná þeim hæðum sem skyldi. Vera má að hljóm- sveitin, stjórnandinn eða e.t.v. ég hafi verið úr- vinda eftir Szymanowski en mér fannst túlk- unina vanta þann neista, sem gerir gæfumuninn og breytir nótum í upplifun. Yfirskriftin „Þrír konsertar og sin-fónía“ á tónleikum Sinfóníuhljóm-sveitarinnar sl. fimmtudag virtist viðfyrstu sýn ákaflega einföld og lýs- andi en verk kvöldsins voru sem betur fer þó ekki rígnegld í þessi hefðbundnu form klass- ískrar tónlistar. Haukur Tómasson sótti efniviðinn í konsert sinn í höfuðskepnurnar, sem voru fimm að Ljósmynd/Giorgia Bertazzi Leikgleði Tetzlaff lék af miklu öryggi. Harpa – Eldborg Sinfóníuhljómsveit Íslandsbbbnn Haukur Tómasson (f. 1960): Höfuðskepnur, kons- ert fyrir hljómsveit (2012, frumflutningur). Karol Szymanowski (1882-1937): Fiðlukonsert nr. 1, op. 35 (1916) og fiðlukonsert nr. 2, op. 61 (1933). Jean Sibelius (1865-1957): Sinfónía nr. 7 í C-dúr, op. 105 (1924). Christian Tetzlaff, fiðla. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: John Storgårds. Fimmtudag- inn 22. nóvember kl. 19:30. SNORRI VALSSON TÓNLIST Þrír konsertar og sinfónía EGILSHÖLL L L L L 14 12 712 ÁLFABAKKA VIP VIP 16 16 16 14 L L L L L POSSESSION KL. 5:50 - 8 - 10:10 POSSESSION LUXUS VIP KL. 10:30 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 1 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 TWILIGHT : BREAKING DAWN 2 VIP KL. 3 - 5:30 - 8 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI3D KL. 1:30 - 3:40 - 5:50 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI KL. 1 - 1:30 - 3:40 - 5:50 WRECK IT RALPH ENS.TALI KL. 8 - 10:10 ARGO KL. 5:40 - 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 3:40 - 8 BRAVE ÍSL.TALI KL. 1:30 - 3:40 END OF WATCH KL. 10:10 12 16 L L L L AKUREYRI 14 THE POSSESSION KL. 8 - 10:20 WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI3D KL. 2 - 4 WRECK-IT RALPH ENS.TALI KL. 6 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 8 ARGO KL. 10:20 BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSL.TALI KL. 2 - 4 HOPE SPRINGS KL. 6 KEFLAVÍK 7 L L L L 16 16 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI 12 12 12 POSSESSION KL. 5:50 - 8 - 11 TWILIGHT KL. 5:30 - 8 - 10:30 SKYFALL KL. 2 - 5 - 8 - 10:10 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI KL. 1:30 - 3:40 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI3D1:10 - 3:20 TWILIGHT KL. 5:30 - 10:20 THE POSSESSION KL. 8 - 10 HERE COMES THE BOOM KL. 8 WRECK IT RALPHÍSL.TALI3D KL. 2 BRAVE ÍSL TALI KL. 2 - 4 ENSTAL KL. 6 TWILIGHT: BREAKING DAWN PART 2 KL. 1 - 3:10 - 5:30 - 8 - 10:30 HERE COMES BOOM 5:40 - 8 - 10:20 ARGO KL. 8 - 10:30 CLOUD ATLAS KL. 8 WRECK-IT RALPH ÍSL3D KL.1-3:20-5:30 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 1:30 - 3:40 WRECK-IT RALPH ENSTALKL. 5:50 BRAVE KL. 1 - 3:20 -FBL -FRÉTTATÍMINN  -B.O. MAGAZINE  - NEW YORK DAILY NEWS  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA L BOXOFFICE MAGAZINE 12  - KVIKMYNDIR.IS - ROGER EBERT 16  ROGER EBERT CHICAGO SUN-TIMES 16 MÖGNUÐ HROLLVEKJA BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM EKKI FYRIR VIÐKVÆMA “ALVÖRU HROLLVEKJA” 7 80/100 VARIETY BOXOFFICE MAGAZINE LOKAMYNDIN Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA 80/100 THE HOLLYWOOD REPORTER 12 14 MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM ÍÓ Á Á Í SPARBÍÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.