Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 76
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Drukku frá sér ráð og rænu“ 2. Haldið sofandi í öndunarvél 3. Verjandi sofnaði við málflutning 4. „Af hverju á þetta ekki við …?“  Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, mun ekki sækjast eftir endurráðningu þegar ráðning- artímabili hans lýkur í lok næsta árs. Hjálmar hóf störf í janúar 1999 og er að ljúka sínu þriðja ráðningartímabili. Í bréfi til starfsmanna skólans segir Hjálmar m.a. að hann telji mikilvægt að fá svigrúm til að endurnýja sig sem tónskáld og byggja upp fyrri starfsferil á því sviði. Starf rektors LHÍ verður auglýst á næstu dögum. Morgunblaðið/RAX Hjálmar sækist ekki eftir endurráðningu  „Ég held heim um jólin“ nefnist nýtt jólalag hljóm- sveitarinnar Loft- skeytamanna. Lag og texta sömdu feðgarnir Guð- mundur Ingi Þor- valdsson og Aðalsteinn Ingi Guð- mundsson. Aðalsteinn raulaði laglínuna stöðugt í sumar, þá aðeins 18 mánaða, og úr varð jólalag. Mynd- band við það má nú finna á YouTube. 18 mánaða gutti tók þátt í gerð jólalags  Hin sígilda jóla- bók Jólin koma, sem hefur að geyma ljóð Jó- hannesar úr Kötl- um og teikningar Tryggva Magn- ússonar, er komin út í sérstakri há- tíðarútgáfu í til- efni af því að 80 ár eru liðin frá því hún kom fyrst út, þ.e. árið 1932. Bók- in hefur nú verið prentuð í 27. sinn. Jólin koma 80 ára og prentuð í 27. sinn FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Rigning eða slydda með köflum um landið sunnanvert og slydda af og til á Vestfjörðum. Hiti víða 0 til 4 stig. Birgi Leif Hafþórsson vantaði smá heppni í púttunum á Spáni en veikindi settu strik í reikninginn í Flórída. Fremsti kylfingur landsins hefur lokið keppni á þessu ári eftir að hafa tekið þátt í úrtökumótum fyrir stóru móta- raðirnar beggja vegna Atlantshafsins. „Ég hef spilað mjög vel í allt haust og vantar bara herslumun til að ég fari í mjög lágar tölur,“ segir Birgir. »1 Vantar bara herslumun í mjög lágar tölur Snæfell og Tindastóll leika til úrslita í Lengjubikar karla í körfuknattleik í dag í íþróttahúsinu í Stykk- ishólmi. Tindastóll, sem er á botni úrvalsdeildar, vann Þór Þorlákshöfn í undan- úrslitum í gærkvöldi í æsi- spennandi leik með eins stigs mun, 82:81, og Snæ- fell lagði Íslandsmeistara Grindavíkur með 11 stiga mun, 99:88. »2 Tindastóll og Snæfell í úrslit „Það eru tveir góðir leikmenn í hverri einustu stöðu og samkeppnin er því hörð. Það er bara af hinu góða, held- ur manni á tánum og gerir mig von- andi að betri fótboltamanni,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason sem skoraði sigurmark fyrir FC Köben- havn í Evr- ópudeild UEFA í fyrra- kvöld. »3 Hörð samkeppni sem heldur manni á tánum VEÐUR » 8 www.mbl.is Á sunnudag Norðvestlæg átt, víða 5-10 og él norðanlands en bjartviðri að mestu á sunn- anverðu landinu. Heldur kólnar. Á mánudag NV 8-15 m/s með éljum við NA-ströndina, en hægviðri og léttskýjað víðast hvar annars staðar. Frostlaust við suðurströndina, en annars frost 0 til 8 stig. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Það halda margir að gönguskíði séu bara fyrir eldra fólk sem röltir áfram á breiðum skíðum með bakpoka og kakó í brúsa. En svo koma þeir hing- að og komast að því að þetta er hrika- leg áreynsla,“ segir Kristinn Hall- dórsson, formaður göngunefndar Skíðafélags Ísfirðinga. Á Ísafirði er gönguskíðamennska sannkölluð al- menningsíþrótt en á góðum dögum er algengt að yfir 100 manns séu á skíðagöngusvæðinu í Seljalandsdal. Yngstu skíðamennirnir eru á leik- skólaaldri en þeir elstu á níræðisaldri. Þegar Kristinn flutti til Ísafjarðar árið 2007 til að taka við embætti dóm- stjóra Héraðsdóms Vestfjarða hafði hann aðeins einu sinni stigið á göngu- skíði og hafði engin sérstök áform um að breyta því. En þá greip Bobbi – Kristbjörn Róbert Sigurjónsson – í taumana en Bobbi er mikil driffjöður í íþróttastarfi fyir vestan. „Bobbi öskraði bara á mig að það væru bara aumingjar sem væru ekki á göngu- skíðum þannig að ég keypti mér bara gönguskíði,“ segir hann. Fyrsta flokks æfingaaðstaða Skíðafélagið ræður yfir góðum skála í Seljalandsdal og þar hefur verið byggð upp fyrsta flokks æf- ingaaðstaða, sú besta á landinu, eftir því sem Kristinn fullyrðir og Jó- hanna Oddsdóttir, formaður Skíðafélagsins, og aðrir sem voru nærstaddir þegar viðtalið var tekið í skíðaskálanum í gær voru fljót að taka undir það. Á Ísafirði er mikil hefð fyrir gönguskíða- mennsku og varla að Ísfirðing- arnir í skálanum hefðu tölu á öll- um ísfirsku ólympíuförunum. Ekkert lát er heldur á áhug- anum en þau Kristinn og Jó- hanna benda m.a. á að um 45 krakkar í 1.-10. bekk æfi skíða- göngu 3-4 sinnum í viku. „Ég held að þetta sé hvergi annars staðar svona mikið,“ segir Kristinn. Skíðaganga er erfið íþrótt en hún fer vel með líkamann sem sannast m.a. á því að hægt er að stunda hana af krafti fram eftir öllum aldri. Marg- ir eldri Ísfirðingar stunda sportið, m.a. Gunnlaugur Jónasson sem er 81 árs. Gunnlaugur gekk 20 km í Fossa- vatnsgöngunni í vor og Kristinn kveðst hafa heyrt að þegar Gunn- laugur var spurður hvort hann hefði hugsað um styttri vegalengdir hefði hann sagt að hann ætlaði ekki að stytta leiðina fyrr en hann yrði gam- all. Varð að fá sér gönguskíði  Oft yfir 100 manns við æfingar á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Æfingar Kristinn Halldórsson, formaður göngunefndar Skíðafélags Ísfirðinga, var ásamt um 50 öðrum í Seljalands- dal þar sem nú er æft stíft fyrir Fossavatnsgönguna sem haldin er í maí. Aðstæður voru með besta móti. Í gær voru um 50 manns í Seljalandsdal í árlegum æfingabúðum fyrir Fossavatnsgönguna sem voru settar á fimmtudag. Í æf- ingabúðunum er kennt flest það sem lýtur að göngutækni en einnig farið yfir ýmis önnur atriði, s.s. hvernig bera skal áburð á skíðin og hvernig velja skal rétta áburðinn. Æfingabúðunum verður slitið á morgun og skíðamennirnir geta síðan æft sig fram til 4. maí þegar ræst verður í Fossavatnsgönguna. Í henni er hægt að velja um að ganga 7, 10, 20 og 50 km. Tækni, átök og áburður ÆFINGABÚÐIR Í SELJALANDSDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.