Morgunblaðið - 28.11.2012, Síða 2

Morgunblaðið - 28.11.2012, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefnt er að opnun Klapparstígs á næstu dögum en framkvæmdir hafa staðið þar yfir síðan í lok ágúst. Nokkrar tafir hafa orðið á framkvæmd- unum. „Í fyrsta lagi dróst að taka tilboði í verkið. Svo urðu breytingar á verkinu sem gerðu það að verkum að meiri vinna var við að fleyga niður klöpp en var áætlað. Því næst komu fram draugalagnir sem ekki eru til á teikningu og ekki var vitað um fyrirfram. Eins má halda því fram að áætlaður verktími hafi verið of stuttur,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri á mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdum á Klapparstíg að ljúka Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Í raun er verið að ganga frá heimild til að leggja fram til Íbúðalánasjóðs allt að 13 milljarða í eigið fé. Það er í samræmi við það sem hefur legið fyrir um framlag í sjóðinn. Samhliða eru sett fram nokkur skilyrði um að unnið verði í ákveðnum málum,“ sagði Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær þar sem málefni Íbúðalánasjóðs voru til umræðu. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kem- ur fram að miðað við áætlanir stefni í að eigið fé sjóðsins verði uppurið í lok árs. Með ákvörðun ríkisstjórn- arinnar í gær þess efnis að afla heim- ilda í fjárlögum til að auka eigið fé um 13 milljarða er stefnt að því að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði ekki lægra en 3% við ársbyrjun 2013. Starfshópur fari yfir horfur Þá verða innheimtuferlar sjóðsins teknir til endurskoðunar og skuld- arar hvattir til að nýta sér almenn skuldaúrræði. Þannig skuli bregðast við aukinni afskriftarþörf en þess jafnframt gætt að tillit sé tekið til stöðu þeirra sem eiga í greiðslu- erfiðleikum. „Það er verið að ræða um að gripið verði til virkari innheimtuaðgerða með það í huga að sjóðurinn taki meira frumkvæði í að leita til skuldara og hafa samráð við viðkomandi til að hjálpa þeim að komast í skil,“ segir Guðbjartur en hann tók einnig fram að farið yrði yfir áhættustýringu þar sem unnið yrði úr þeirri uppgreiðsluáhættu sem rædd hefði verið. Í tilkynningu segir að velferðar- ráðherra muni skipa starfshóp til þess að fara yfir framtíðarhorfur og -hlutverk Íbúðalánasjóðs sem leiði til þess að reksturinn verði sjálfbær. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráð- herra segir að þetta inngrip stjórn- valda auk þeirra útgjaldabreytinga sem þegar hafa verið afgreiddar úr fjárlaganefnd verði ekki til þess að auka áætlaðan fjárlagahalla „Við munum halda okkur nokkurn veginn við það sem áður var lagt upp með. Þegar tillögurnar liggja fyrir mun það liggja glöggt á borðinu, við erum ekki að fara að auka útgjöldin langt umfram tekjurnar,“ segir Katrín. En hvernig er þessi innspýting í Íbúðalánasjóð fjármögnuð? „Það eru gefin út skuldabréf sem fara þarna inn, það er ekki verið að leggja þetta inn strax, þetta er heimildargrein. Það sem mun falla á ríkið beint í því eru vaxtagreiðslur út af þessu láni, það fer á gjaldahliðina. Ef allir 13 milljarðarnir eru nýttir gætu það orðið 500-700 milljónir króna,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Til hjálpar Íbúðalánsjóði  Stofnfé aukið um allt að 13 milljarða  Samhliða unnið að afmörkuðum þáttum í starfsemi sjóðsins  Áhættustýring styrkt og innheimtuferlar endurskoðaðir Katrín Júlíusdóttir Guðbjartur Hannesson „Viðbrögðin bera vott um mikinn titring. Nú er skýrslan komin og einnig tillögur ríkisstjórnarinnar. Ég hafði engar innherjaupplýsingar en það vita það allir sem fylgst hafa með sjóðnum að staða hans hefur verið áhyggjuefni,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður vel- ferðarnefndar Alþingis. Ummæli hennar í gær um að leita þyrfti leiða til að afnema ríkisábyrgð á skuldum Íbúðalánasjóðs til lengri tíma og taka á uppgreiðsluáhætt- unni urðu til þess að Kauphöllin stöðvaði tímabundið viðskipti með skuldabréf sjóðsins. Stendur við ummæli sín Að sögn Sigríðar var þetta ákveð- in hópvirkni af hálfu markaðarins. „Þarna er fólk sem á að vinna við greiningu og vissi nákvæmlega að það er áhyggjuefni hver staða sjóðs- ins er,“ segir Sigríður. Spurð hvort hún standi við þau ummæli sem hún lét hafa eftir sér á Bloomberg segir Sigríður: „Já, ég stend við þau. Þetta eru minnst fimmtíu milljarðar sem lenda á almenningi í landinu vegna sjóðsins. Allir eru meðvitaðir um þennan vanda og eiga að einbeita sér að því að leysa hann en ekki fara í uppnám vegna orða minna.“ Tímabundin stöðvun viðskipta Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Kauphallarinnar, var opnað aftur fyrir viðskipti með skuldabréf sjóðsins klukkan 13:50 í gær eftir að búið var að tryggja að allar upplýsingar væru komnar fram. Þá stæði til að viðskipti með bréfin yrðu áfram opin í dag. Kristín segir að pörun viðskipta hafi verið stöðvuð þar sem óvissa ríkti um jafn- ræði fjárfesta að upplýsingum. skulih@mbl.is Segir við- brögð bera vott um titring Morgunblaðið/Golli  Eigum að einbeita okkur að lausn vandans Skúli Hansen skulih@mbl.is „Nei, maður setur ekki tímamörk á slíkt en ég hef verið í sambandi við þá sem vinna þetta og þeir telja sig geta skilað einhvers konar skýrslu fyrir janúarlok,“ segir Val- gerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefndar Alþingis, aðspurð hvort Feneyjanefndinni hafi verið sett einhver tímamörk þegar meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar óskaði eftir áliti hennar á frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Að sögn Valgerðar fundar Feneyjanefndin 14. og 15. desember næstkomandi en þá verð- ur beiðnin formlega lögð fram. Þá setji Fen- eyjanefndin saman eitthvert teymi sem gæti komið hingað í byrjun janúar, kynnt sér mál- ið nánar og talað við fólk en síðan telji nefnd- in sig þurfa tvær vikur til að vinna úr því. Spurð hvort nefndinni verði send einhver önnur gögn um málið en ofangreint bréf segir Valgerður svo vera. „Henni verður sent frumvarpið eins og það er, ekki öll grein- argerðin en svona helstu punktarnir úr henni og svo veit ég ekki hvað við tínum til annað,“ segir Valgerður. Þá segir Valgerður að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi borist fjölmargar umsagnir í fyrra og þær verði nýttar áfram og einnig hafi nefndin þau vinnugögn sem lögfræð- ingahópur skilaði af sér. „Síðan hyggjumst við gera eins og við gerðum í fyrra, að aug- lýsa eftir umsögnum,“ segir Valgerður og bætir við að hún geri ráð fyrir að einnig verði send áminning um auglýsinguna á valda aðila sem vanalega skila umsögnum til þingnefnda, hins vegar verði aðilar ekki beðnir um um- sögn með hefðbundnum hætti. Þá segir hún að ekki verði veittur mjög langur frestur til að skila umsögnum. „Það er alveg augljóst mál að til þess að Feneyjanefndin geti tekið þetta mál til um- fjöllunar þarf hún að fá frumvarpið eins og það liggur fyrir, greinargerðina í heild sinni og skilabréf lögfræðingahópsins þýtt,“ segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd, og bætir við að nefndin þurfi að fá þessi gögn áður en hún hefur formlega um- ræðu um málið. „Svo þarf auðvitað líka að gera nefndinni grein fyrir því að það er ágreiningur á Íslandi um þetta mál,“ segir Ólöf. Engin tímamörk á skil Feneyjanefndar Valgerður Bjarnadóttir Ólöf Nordal Eyþór Arnalds  Valgerður Bjarnadóttir segir að auglýst verði eftir umsögnum um stjórnarskrárfrumvarpið  Ólöf Nordal segir að gera þurfi nefndinni grein fyrir því að ágreiningur sé um málið hér á landi „Við teljum eðlilegt að sveitarfélögin fjalli um þessi grundvallarlög því þau varða sveitarfélögin miklu, líka fjárhagslega. Það er í gildi samkomulag á milli sveitar- félaganna og ríkisins um samráð,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Ár- borgar, en Árborg hefur óskað eftir því að sveitarfélög fái frumvarp að nýrri stjórn- arskrá til umsagnar. Þá kallar Eyþór eftir því að allar breyt- ingar frumvarpsins sem varða sveit- arfélögin verði settar í kostnaðarmat. Kallar eftir kostnaðarmati SKIPTIR SVEITARFÉLÖGIN MIKLU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.