Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 6

Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Heilsa & lífsstíll SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, miðvikudaginn 19. desember. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og lífstíl fimmtudaginn 3. janúar Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Jólaverslunin er rétt að hefjast en ætla má að hún muni ná auknum skriðþunga frá mánaðamótum eða næstu helgi, segja miðborgarstjóri og framkvæmdastjóri Smáralindar. Þá virðast Íslendingar ætla að ferðast utan fyrir jólin í svipuðum mæli og í fyrra en ferðum erlendra ferðamanna hingað til lands í nóv- ember og desember hefur hins veg- ar fjölgað mjög. Samkvæmt upplýsingum frá Ice- landair eru Boston, Glasgow, Wash- ington, München og Frankfurt með- al vinsælustu áfangastaða Íslendinga í verslunarhugleiðingum, auk Kaupmannahafnar og Lundúna. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir flugfélagið ekki greina erindagjörðir farþega sinna og því sé erfitt að leggja mat á hversu margir fari utan til að versla en það stefni í að fjöldi Íslendinga á faraldsfæti verði svipaður í nóv- ember og desember og var í fyrra. „Framboðið milli Íslands og þess- ara helstu staða er töluvert meira en í fyrra en við sækjum vöxtinn fyrst og fremst til útlanda, þ.e.a.s. ferða- menn á leið til landsins og yfir hafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Guð- jón. Hann segir ferðamönnum frá Bretlandi og Bandaríkj- um hafa fjölgað einna mest en norðurljósin séu meðal þess sem trekkir, sér- staklega þessa mánuði frá og með nóvember og fram í febrúar. Rannsóknarsetur versl- unarinnar áætlar að jólaverslun muni aukast um 7% frá síðasta ári Miklar breytingar verða á útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins skv. tillögum meirihluta fjár- laganefndar sem nema 7,2 millj- örðum og verulegar breytingar eru einnig boðaðar á tekjuöflun rík- issjóðs 2013 skv. frumvarpi fjár- málaráðherra um ráðstafanir í rík- isfjármálum. Dregið hefur verið úr áformum um öflun tekna með sölu eigna á næsta ári. Afla átti átta milljarða með eignasölu skv. frumvarpinu en nú er lagt til að eignir verði seldar fyrir fjóra milljarða á næsta ári. Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðehrra staðfesti þetta eftir ríkisstjórnarfund í gær. „Við gerum ekki endilega ráð fyrir því að selja jafnmikið. Við þurftum að taka þann lið niður í fjárlaga- frumvarpinu, þ.e. söluhagnað af eignum um fjóra milljarða, því við gerum ekki ráð fyrir því að selja svo stóra bita af bönkunum á næsta ári að við getum innleyst slíkan söluhagnað. Hins vegar höldum við eftir fjórum milljörðum því við ger- um ráð fyrir því að geta mögulega selt einhverja minni hluta eða selt aðrar eignir ríkisins eins og jarðir og húsnæði,“ sagði hún. Sækja á stórauknar tekjur með arðgreiðslum fyrirtækja og banka í eigu ríkisins. Í fjárlagafrumvarp- inu voru þær áætlaðar 2,9 millj- arðar 2013 en nú er gert ráð fyrir að arðgreiðslurnar aukist um 13 milljarða og er skv. heimildum þar af gert ráð fyrir að Landsbankinn greiði 9,6 milljarða í arð til ríkisins og Seðlabankinn 2,6 milljarða. Reiknað er með arðgreiðslum frá Landsvirkjun, RARIK, Orkubúi Vestfjarða, ÁTVR og Íslandspósti. Stór hluti þessara tekna á að renna í fjárfestingaráætlun ríkisins. omfr@mbl.is heimirs@mbl.is Áform um sölu ríkis- eigna lækka úr átta í fjóra milljarða  Ríkið hyggst sækja 9,6 milljarða tekjur með arðgreiðslu Landsbankans 2013 efni. Það var gert ráð fyrir því að gera það í tveimur áföngum, árin 2013 og 2014. Það sem ég legg til er að við lögfestum eingöngu fyrri hlut- ann,“ segir Katrín. „Það á að halda að fullu í það sem áður var fyrirhugað í álögum á okk- ur. Það verður enginn afsláttur gef- inn á næsta ári. Þegar rætt var sam- an í haust reiknuðu menn með samdrætti upp á allt að 50% í inn- kaupum á nýjum bílum,“ segir Berg- þór Karlsson, formaður bílaleigu- nefndar Saf og framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar. Skattur á gistingu verði 14%  Ágætis lending segir fjármálaráðherra  „Fögnum ekki tvöföldun virðisaukaskatts,“ segir fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar  Vörugjöld á bílaleigur aukast minna en áætlað var Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Katrín Júlíusdóttir fjármálaráð- herra ætlar að leggja til að virðis- aukaskattur á gististaði verði hækk- aður í 14% en ekki 25,5% eins og áður hafði verið stefnt að. „Við skul- um segja að þetta sé ákveðin lend- ing. Það hafa allir fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og mán- uði. Mín niðurstaða er að þetta sé ágætis lending, að fara aftur til árs- ins 2007 þegar skatturinn var 14%, þess vegna legg ég það til við þingið að við tökum það þrep upp aftur,“ sagði Katrín Júlíusdóttir eftir ríkis- stjórnarfund í gærmorgun. Taka á sig mikið högg „Við fögnum ekki tvöföldun virð- isaukaskatts á gistingu. Upphafleg tillaga Oddnýjar Harðardóttur var fullkomlega galin. Við megum ekki gleyma að meðalvirðisaukaskattur á gistingu í Evrópu er 10% og helstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7-8%,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Erna segir að gistiaðilar þurfi að taka á sig mikið högg á næsta ári, bú- ið sé að selja stóran hluta gistingar næsta sumar og erlendir ferðaheild- salar löngu búnir að prenta bækl- inga. „Það er augljóst að gististaðir þurfa að taka á sig hluta þessarar hækkunar og allan hluta þess sem þegar er búið að selja,“ segir Erna. Fjármálaráðherra leggur einnig til að afsláttur bílaleigna á vöru- gjöldum verði ekki afnuminn að fullu. Skrefið verði aðeins stigið til hálfs miðað við fyrri áætlanir. „Ég legg til að við göngum hálfa leið í því Morgunblaðið/Ómar Skattar Gistiaðilar hafa selt stóran hluta gistingar fyrir næsta ár. Frá og með laugardeginum 8. desember verður opið til klukkan 22 í Smára- lind alla daga til jóla, nema á Þorláksmessu, en þá verður opið til klukkan 23 og á aðfangadag verður opið frá 10-13. Lokað verður á jóladag og annan í jólum en hefðbundinn afgreiðslutími verður í gildi milli jóla og nýárs. Í Kringlunni lengist afgreiðslutími verslana sömuleiðis frá og með 8. desember, nema sunnudaginn 9. desember verður venjulegur sunnu- dagstími, þ.e. til klukkan 18. Á Þorláksmessu verður opið til klukkan 23, á aðfangadag verður opið frá 10-13 en lokað á jóladag og ann- an í jólum. Í miðborginni verður afgreiðslutíminn lengdur frá og með fimmtudeginum 13. desember. Verslanir verða opnar til klukkan 22 alla daga fram að jólum nema sunnudaginn 16. desember, þá verður opið til 18, og á Þorláksmessu, þá verður opið til klukkan 23. Á aðfangadag verður opið frá 10-12. Í öllum tilvikum er um að ræða almennan afgreiðslutíma og geta einstaka verslanir verið opnar á öðrum tímum. Lengri afgreiðslutími verslana JÓLAVERSLUN og að heildarvelta í smásöluverslun í nóvember og desember muni nema tæpum 67 milljörðum án virð- isaukaskatts. Jakob Frímann Magn- ússon, framkvæmdastjóri Miðborg- arinnar okkar, segir jólaverslunina rétt vera að fara í gang. „Þetta fer fallega af stað og núna um helgina er langur laugardagur framundan og þá kannski fyrst, get- um við sagt, byrjar alvöruhasarinn að öllu jöfnu. Kringum þessa fyrstu helgi. En það skynja allir að stóru jól eru í aðsigi,“ segir hann. Jakob Frímann segir verslunar- og veitingahúseigendur í miðbænum ekki hafa farið varhluta af þeirri fjölgun ferðamanna sem hafi orðið á þeim vetrarmánuðum síðan átakinu Ísland allt árið var hleypt úr vör. „Gott dæmi um það er að ég var með útlendinga sem ég ætlaði að fara með út að borða á Grillmark- aðinn á þriðjudagskvöldið en það var hvert einasta borð setið í húsinu og obbinn af því útlendingar. Það, á þriðjudagskvöldi um hávetur, hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir fáein- um árum,“ segir hann. Í Smáralind fer jólatréð upp 1. desember og gerir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar, ráð fyrir að jólaverslunin hrökkvi í gang um sama leyti. „Það er nú alltaf ákveðið stress í kaupmönnum um hvenær jólaversl- unin byrjar af alvöru og það er ekk- ert öðruvísi núna. En ég held að þetta byrji fyrstu helgina í desem- ber, þá fer þetta af stað fyrir alvöru. Þá lengist afgreiðslutíminn og fólk hefur lengri tíma og er komið í gír- inn,“ segir Sturla. Morgunblaðið/Golli Jólagjafainnkaup Jólagjöfin í ár er íslensk tónlist, ef marka má Rannsóknasetur verslunarinnar. Jólaverslunin í fullan gang um mánaðamót  „Fer fallega af stað“  Mikið af erlendum ferðamönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.