Morgunblaðið - 28.11.2012, Síða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
friðarjólaþema. Á dagskránni verða
vel þekkt lög og bæði íslensk og er-
lend í bland. Meðal þeirra má nefna:
I’d like to teach the world to sing,
Santa Baby, Rockin Around the
Christmas Tree og Hvít jól. En einn-
ig mun kórinn frumflytja nýja útsetn-
ingu af Hjálpum þeim svo og lag eftir
Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur.
„Ég var byrjaður að undirbúa
prógramm í byrjun júní en maður
fær samt ekki nóg af jólalögunum,“
segir Matti og bætir við að jólastemn-
ingin aukist bara frekar en hitt við
undirbúninginn.
Sungið í öllum partíum
Kórinn telur nú um 70 manns og
hefur því stækkað gríðarlega síðast-
liðin ár enda er nú orðið erfiðara að
komast inn en áður þegar reynt var
að stækka kórinn. Eiga nýliðar þó
möguleika á að spreyta sig í byrjun
hverrar annar. Meirihluti kórsins er
fólk á aldrinum 20-40 ára og bæði
vinnandi fólk og nemar.
„Það er mikið félagslíf og fjör í
kringum þennan mannskap. Við ger-
um eiginlega ekkert annað en að
syngja þegar við hittumst sem er
virkilega skemmtilegt,“ segir Matti.
Jólatónleikar Vocal Project
verða haldnir í Salnum í Kópavogi
laugardaginn 8. desember og má
kaupa miða á tónleikana klukkan
17.30 á www.midi.is og salurinn.is.
Vocal Project varð til
upp úr 12 manna hópi
Gospelkórs HR.
Æfing Á dagskrá jólatónleikanna verða vel þekkt lög og bæði íslensk og erlend í bland sem flestir kannast vel við.
Stjórnadi Matti sax í
syngjandi sveiflu.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Átt þú rétt
á lækkun skulda?
Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100%
af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin
nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum,
sparisjóðum og lífeyrissjóðum.
Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir
að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna
og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum
sínum til langframa.
Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda.
Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun
rennur út um næstu áramót
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
Nú er jólabaksturinn hafinn víða. Án
þess að velta því mikið fyrir okkur
notum við aukefni eins og lyftiduft
og matarsóda við baksturinn og að
sjálfsögðu matarliti við skreytingu á
piparkökum.
Aukefni eru notuð í matvæli í
margvíslegum tilgangi s.s. til að gefa
lit, lengja geymsluþol með rotvörn og
þráavörn, þykkja matvæli og hindra
þornun eða að matvælin taki upp
raka. Aukefni eru af ýmsum uppruna,
unnin úr jurtum eða dýraafurðum eða
nýmynduð. Öll eiga þau það sameig-
inlegt að fara gegnum ítarlegt
áhættumat og notkun þeirra aukefna
sem komast í gegnum það nálarauga
er síðan stjórnað með stífum reglum
um í hvaða matvæli má nota þau og í
hve miklu magni, auk þess sem regl-
ur segja til um merkingar á umbúð-
um og upplýsingar um þau í óinn-
pökkuðum vörum.
Reglurnar taka sífelldum breyt-
ingum, ný efni bætast við og önnur
falla út.
Nýjar rannsóknir geta haft áhrif á
niðurstöður áhættumats sem síðan
leiðir til breyttra reglna. Matvæla-
vinnsla er í stöðugri þróun þannig að
aðlaga þarf reglur nýjum vörum og
breyttri neyslu. Þær voru yfirfarnar í
heild í Evrópusambandinu með út-
gáfu nýrrar reglugerðar sem var inn-
leidd hér á landi í fyrra. Nú eru ný-
komnir út aukefnalistar við
reglugerðina þar sem matvæli eru
flokkuð niður og talið upp hvaða auk-
efni má nota, magn þeirra og aðrar
takmarkanir tilteknar. Matvælafyr-
irtæki þurfa því að yfirfara aukefn-
anotkun hjá sér í samræmi við nýju
listana. Ekki er um miklar breytingar
að ræða, en þær munu þó hafa áhrif á
einhver matvæli. Auk þess eru í
fyrsta sinn listar yfir hvaða aukefni
má nota í aukefni, ensím og næring-
arefni þannig að fyrirtæki þurfa að
tileinka sér þau mál líka. Dæmi um
slíkt eru rotvarnarefni í litarefna-
blöndum og efni sem bæta dreifingu
efnanna í matvælum. Í gær hélt Mat-
vælastofnun fræðslufund um leyfileg
aukefni í matvælum. Neytendur og
matvælaframleiðendur geta nálgast
upptöku af fundinum, ásamt glærum,
á vef Matvælastofnunar www.mast.is
undir Útgáfa.
Örugg matvæli – allra hagur
Morgunblaðið/Þorkell
Jólabakstur Margir baka piparkökur fyrir jólin og skreyta með matarlit.
Leyfileg aukefni í matvælum