Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
COFFEE IS NOT JUST BLACK
HAFÐU KAFFIÐ EINS OG ÞÚ VILT
EINSTÖK TÆKNI
LAGAR SIG SJÁLFVIRKT
AÐ ÞÍNUM SMEKK
Finndu okkur á Facebook
www.facebook.com/NESCAFEDolceGustoIsland
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Forsvarsmenn Norðuráls gera mjög
alvarlegar athugasemdir við áform
ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrum-
varpinu um framlengingu sérstaks
raforkuskatts. Þetta kemur fram í
umsögn sem Ragnar Guðmundsson
forstjóri Norðuráls, hefur sent til
fjárlaganefndar, efnahags- og við-
skiptanefndar og atvinnuveganefnd-
ar Alþingis.
Ganga á bak orða sinna
Skatturinn var lagður á tímabund-
ið 2010 en átti að falla úr gildi í lok
þessa árs en nú er gert ráð fyrir
framlengingu skattsins. ,,Verði
áformin að veruleika er gengið þvert
á skýrar samningsskuldbindingar
ríkisstjórnar Íslands við Norðurál og
fleiri stórnotendur raforku,“ segir í
bréfinu, þar sem farið er ítarlega yfir
málið og vísað m.a. til samkomulags
og sameiginlegrar yfirlýsingar fjár-
málaráðuneytis og iðnaðarráðuneyt-
is og Samtaka atvinnulífsins og stór-
notenda á raforku frá 7. desember
2009. Í lok umsagnarinnar segir að
það sé óviðunandi „ef ríkisstjórn Ís-
lands mun ganga á bak orða sinna
með þessum hætti“.
Verði skatturinn áfram við lýði tel-
ur fyrirtækið að um alvarlegan for-
sendubrest sé að ræða ,,sem þeir
stórnotendur sem aðild áttu að sam-
komulaginu hljóti að taka alvarlega
og kanna réttarstöðu sína, þ.m.t.
hvort forsendur séu til þess að krefj-
ast endurgreiðslu á þeirri fyrirfram-
greiðslu tekjuskatts sem nú þegar
hefur verið innt af hendi til ríkis-
sjóðs,“ eins og segir í umsögninni.
Ragnar fer ítarlega yfir áform
fjárlagafrumvarpsins og bendir á að
þar sé lögð fram sú stefna ríkis-
stjórnarinnar fyrir tekjuöflun 2013
til 2016, að innheimta sérstaka
skatta á raforku. ,,Þá er í öðrum
hluta frumvarpsins gerð tillaga um
að sérstakur raforkuskattur verði
lagður á, og áætlað að það muni skila
1990 milljónum króna til ríkissjóðs
árið 2013, [...] Þá er gerð tillaga um
ótímabundna framlengingu laga nr.
129/2009 um umhverfis- og auðlinda-
skatta, sbr 10. kafla athugasemda
með frumvarpinu.
Norðurál gerir alvarlegar athuga-
semdir við þessi áform og telur
brýnt að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri varðandi þessar fyrirætl-
anir ríkisstjórnar Íslands,“ segir
hann.
Ragnar minnir á í umsögninni að
Norðurál og önnur stóriðjufyrirtæki
hafi staðið við sinn hluta samkomu-
lagsins en forsenda þess var að
skatturinn rynni út í lok árs 2012 og
yrði ekki lagður á að nýju.
Þess hafi verið að vænta að Ísland
yrði aðili að alþjóðlegu viðskiptakerfi
með losun gróðurhúsalofttegunda
sem gæti tekið gildi árið 2013 en við
samkomulagsgerðina 2009 hafi ekki
legið fyrir hvernig það viðskiptakerfi
yrði útfært. Gert hafi verið ráð fyrir
að gjaldtaka vegna losunarheimilda
(kolefnisgjald) myndi í raun taka við
af hinum tímabundna raforkuskatti.
Nú hafi með lögum sem sett voru í
júní sl. verið lögleiddar reglur um
viðskiptakerfi ESB með losunar-
heimildir. ,,Ætla má að skattheimta
vegna slíkra losunarheimilda muni
þegar á árinu 2013 hlaupa á hund-
ruðum milljóna króna hvað Norðurál
varðar,“ segir í umsögninni.
Brot á fjárfestingarsamningum
Ragnar fer einnig yfir fjárfest-
ingarsamninga vegna álvera á
Grundartanga og í Helguvík og segir
fyrirhugaða skattlagningu á raforku
brot á ákvæðum þessara samninga.
Skattlagningin er sögð vera brot á
3. málsgrein 11. greinar fjárfesting-
arsamnings vegna álbræðslunnar á
Grundartanga, þar sem kveðið er á
um að skattar og gjöld verði ekki
lögð á raforkunotkun félagsins,
nema slíkir skattar og gjöld séu lögð
með almennum hætti á öll önnur fyr-
irtæki hér á landi, þ.m.t. álfyrirtæki.
,,Þannig er ljóst að ekki er heimilt að
mismuna Norðuráli Grundartanga
ehf. að neinu leyti hvað varðar álagn-
ingu raforkuskatts[...].“
Tekin eru dæmi um að raforku-
skatturinn sé í raun ekki lagður á öll
önnur fyrirtæki. Það eigi t.d. við um
járnblendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga sem virðist vera undanþegin
raforkuskatti og skv. fjárlagafrum-
varpinu virðist heldur ekki gert ráð
fyrir að grænmetisframleiðendur
muni í raun greiða raforkuskatt.
Áframhaldandi álagning skattsins
er auk þessa sögð vera brot á fleiri
ákvæðum fjárfestingarsamnings
Norðuráls og stjórnvalda.
„Kanna réttarstöðu sína“
Norðurál gagnrýnir harðlega framlengingu raforkuskatts og segir hana brot á fjárfestingarsamn-
ingum og samkomulagi við ríkið Munu e.t.v. krefjast endurgreiðslu á fyrirframgreiðslu tekjuskatts
Morgunblaðið/Golli
Raforkuskattur Fyrirhuguð skattlaging er að mati Norðuráls brot á fjár-
festingarsamningum bæði vegna álvers á Grundartanga og í Helguvík.
Skattaáformin eru í umsögn
Norðuráls sögð brjóta ákvæði
fjárfestingarsamninga bæði
vegna álvera Norðuráls á
Grundartanga og í Helguvík.
„Skattlagningin sjálf er því í
ósamræmi við ákvæði fjárfest-
ingarsamninga ríkisstjórnar Ís-
lands við Norðurál eins og rakið
hefur verið (auk e.t.v. fleiri fjár-
festingarsamninga við fjárfesta
sem ríkisstjórnin mun hafa
gert). Þannig hefði hún ekki
getað átt sér stað með lögleg-
um hætti, og án þess að skapa
ríkinu skaðabótaskyldu, fyrir ár-
in 2010-2012 nema með sam-
komulagi við m.a. Norðurál.“
Fram kemur að álögð gjöld ál-
fyrirtækisins hafa hækkað veru-
lega á seinustu árum. „Hér má
nefna sem dæmi verulega
hækkun tryggingargjalds á ár-
unum 2008-2011 sem nam alls
3,31 prósentustigi […]. Þessi
hækkun ein og sér hefur þegar
leitt til kostnaðarauka fyrir
Norðurál sem nam til dæmis um
152 milljónum króna á árinu
2011,“ segir þar.
Skapa ríkinu
bótaskyldu?
BROT Á FJÁRFESTINGAR-
SAMNINGUM
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ákvörðun um ákærur í stóra fíkni-
efnamálinu sem kom upp nú í
haust verður líklega ekki tekin
fyrr en í upphafi nýs árs. Átta Ís-
lendingar voru handteknir í
tengslum við málið, sjö þeirra í
Danmörku og einn í Noregi.
Karl Steinar Valsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu,
segir að málið nái til fleiri landa.
„Þetta tengist nokkrum löndum í
Evrópu. Það hvernig ferlið var er
það sem mun skýrast eftir því sem
fram líður. Endirinn virðist hafa
verið Norðurlöndin.“
Íslenska lögreglan hafði unnið
að rannsókn á stórfelldum fíkni-
efnabrotum síðastliðið ár sem
höfðu m.a. verið framin í Dan-
mörku og í Noregi. Átti hún í nánu
samstarfi við lögreglu í löndunum
tveimur auk Svíþjóðar og Europol.
Það var svo í byrjun hausts sem
átta Íslendingar, þrír Danir, Norð-
maður og Frakki voru handteknir
í tengslum við málið. Lögregla
fylgdist með nokkrum úr hópnum
þegar þeir fóru til Hollands í
tengslum við smyglið í sumar. Í
kjölfarið var karlmaður frá Síle
með franskan ríkisborgararétt
handtekinn með 12 kíló af amfeta-
míni í bíl.
Um miðjan september voru svo
tveir íslenskir menn um tvítugt
handteknir með 22 kíló af efninu
auk 600 gramma af e-töflum í bíl í
bænum Haslev á Sjálandi. Þá var
sá sem talinn er höfuðpaurinn, Ís-
lendingur búsettur á Spáni, auk
þriggja annarra Íslendinga hand-
tekinn og skömmu síðar var Ís-
lendingur ættaður frá Síle hand-
tekinn í Danmörku. Þá var áttundi
Íslendingurinn handtekinn í Staf-
angri í Noregi um svipað leyti.
Stóra fíkniefnamálið í Danmörku
Haslev á Sjálandi
Tveir Íslendingar handteknir með
mikið magn af fíkniefnum í bíl
Stafangur í Noregi
Íslendingur handtekinn
í tengslum við málið
Hópurinn er m.a. grunaður
um að smygla fíkniefnum
frá Hollandi til Norðurlanda
Teygir anga sína
víða um Evrópu