Morgunblaðið - 28.11.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.11.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 staðan erfið. „Auðvitað mætti fara gömlu leið- ina og láta verðbólgu leysa vandann hvað snertir innlendar skuldir með peningaprentun, a.m.k. þær sem eru ekki verðtryggðar. Ríkið býr nú við tiltölulega hagstæð lánakjör. Kostn- aðurinn af lánum er tiltölulega lítill í augnablikinu. Um 15% af útgjöldum ríkisins fer nú í vaxtakostnað. Þótt skuldirnar komi til með að lækka eitthvað er ekki líklegt að vaxtabyrð- in lækki mikið á allra næstu árum, enda gætu lánakjörin versnað.“ Erfitt að reisa við matið Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að miklar skuldir hins opinbera muni að óbreyttu rýra lánakjör fyrirtækja og almennings. „Íslenska ríkið fékk lánshæfismatið AAA árið 2003 og lykilatriðið í því var niðurgreiðsla er- lendra skulda árin á undan,“ segir Ásgeir en það er hæsta einkunn láns- hæfisfyrirtækisins Moody’s. „Ef við verðum með jafnhátt skuldahlutfall jafnlengi og spáð er í þessu grafi verður mjög erfitt fyrir íslenska ríkið að endurheimta láns- hæfið, sem felur í sér hærri fjár- magnskostnað hjá öllum á Íslandi í framtíðinni. Höftin hafa að einhverju leyti frestað þessum vanda þar sem mjög mikið af erlendu fjármagni er lokað inni á fjármagnsmarkaði hér á landi. Hingað til hefur verið mjög auðvelt fyrir ríkið að fjármagna auknar skuldir innan haftanna á mjög hagstæðum kjörum. Það segir sig því sjálft að erfitt verður að afnema gjaldeyrishöftin á meðan ríkið skuldar svona mikið þar sem fjármagnskostnaður ríkisins mun hækka verulega. Lækkun ríkis- skulda er því lykilatriði í að afnema höftin. Eins og skuldastaða ríkisins er núna er ekkert á hana bætandi. Þess vegna er takmarkað hvað rík- ið getur tekið á sig vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs eða niður- færslu verðtryggðra lána, sem mjög er rætt um.“ Útflutningurinn of lítill Ásgeir rifjar upp að í nýjasta hefti Peningamála, rits Seðlabanka Ís- lands, sé gert ráð fyrir minni vexti út- flutnings á næstu tveimur árum en bankinn spáði í ágúst. Skýra höfund- ar ritsins það „m.a. í ljósi hægari al- þjóðlegs bata og verri horfa um heimsviðskipti“ en við síðustu spá. „Við verðum að auka útflutning með öllum tiltækum ráðum. Þrátt fyrir að raungengi krónunnar hafi verið mjög lágt í fjögur ár hefur út- flutningur ekki aukist svo miklu nemi. Það hefur mikið skort á fjár- festingar í útflutningssækinni starf- semi á síðustu fjórum árum.“ Skuldabaggi mun íþyngja þjóðinni  Hagfræðingar óttast áhrifin á lánakjörin hér innanlands Skuldaþróun hins opinbera til langs tíma Heimild: Fjármálaráðuneytið/Ríkisbúskapurinn 2012-2015 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 2008 2009 2010 2011 2030 % af VLF ESB-ríkin 27 Danmörk Svíþjóð Finnland Ísland Ásgeir Jónsson Ari Skúlason BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það eru meiri líkur en minni á að vextir hækki á næstu árum. Vænt- ingar markaðarins eru að verðbólga verði 4-5% á næstu árum. Seðla- bankinn spáir því að verðbólgan fari niður og að verðbólgumarkmið náist á næstu tveimur til þremur árum. En markaðurinn segir að það gerist ekki og tilhneigingin er sú að mark- aðurinn hafi rétt fyrir sér,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Lands- bankanum, um horfur í vaxtamálum. „Sá sem tekur þessi lán er ekki frjáls og getur ekki gert það sem hann vill. Hann er með skuldaklafa á bakinu sem hann þarf að bera.“ Tilefnið er grafið hér til hliðar en í því er spá fjármálaráðuneytisins frá því í fyrrahaust rifjuð upp vegna mikillar umræðu um skuldir ríkisins. Samkvæmt grafinu munu skuldir hins opinbera verða ríflega 70% af þjóðarframleiðslu árið 2030 en al- mennt þykir ekki æskilegt að hlut- fallið sé yfir 60% vegna hins mikla vaxtakostnaðar sem af því hlýst. Hefur áhrif á lánakjör ÍLS Ari segir að alltaf beri að taka slík- um framtíðarspám með fyrirvara. Hitt sé ljóst að svo mikil skuld- setning ríkisins sé af hinu vonda. „Þetta mun ekki hafa góð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins né heldur þau lánakjör sem bjóðast inn- anlands. Það er enda margt sem hangir á ríkinu. Fyrirtæki eins og Landsvirkjun, Íbúðalánasjóður og Landsbankinn – ef hann verður áfram að stórum hluta í eigu ríkisins – eru næm fyrir lánshæfismati ríkis- ins. Við búum við gjaldeyrishöft og erum lokuð gagnvart útlöndum en markmiðið er að endurfjármagna er- lendar skuldir og það þarf að gera. Við vitum líka að stór fyrirtæki þurfa að endurfjármagna erlendar skuldir og lánakjörin skipta þau því miklu.“ Ari bendir á að samsetning skuld- anna skipti máli, þ.e. hlutfall inn- lendra og erlendra skulda. Brýnt sé að auka útflutning til að afla erlends gjaldeyris og stuðla að því að lands- framleiðslan aukist umfram skuldir hins opinbera. Ef ekki takist að auka fjárfestingu og auka útflutning verði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Menn vilja vita hvort hiti er þarna eða ekki. Þeir naga sig í hand- arbökin ef það er ekki athugað,“ seg- ir Haukur Jóhannesson jarðfræð- ingur sem er sveitarfélaginu Rangárþingi eystra til ráðgjafar við tilraunaborun eftir heitu vatni við fé- lagsheimilið Goðaland í Fljótshlíð. Ákveðið hefur verið að bora eina svokallaða hitastigulsholu sem er þröng hola sem boruð er til að at- huga hvort hiti er í jörðu. Ef óeðli- legur hiti mælist í holunni bendir það til þess að eitthvert líf sé nærri, volg eða heit vatnskerfi. Áformað er að bora að minnsta kosti niður á 100 metra dýpi. Goðaland er í þéttbýlasta hluta sveitarinnar og því auðvelt að leggja hitaveitu, ef heitt vatn finnst. Hauk- ur tekur fram að rannsóknin sé á byrjunarstigi og ekkert hægt að segja til um árangur. Sums staðar hafa verið boraðar margar hitastig- ulsholur til að staðsetja líklega vinnsluholu. Áður hafa verið boraðar tvær rannsóknarholur í Fljótshlíð. Vatn hefur náðst upp í Húsadal í Þórs- mörk. Orkuveita Reykjavíkur keypti Hitaveitu Rangæinga fyrir nokkrum árum en hún rekur hitaveitu á Hellu og Hvolsvelli og í nágrannasveitum. Í tengslum við kaupin leitaði fyr- irtækið eftir samstöðu landeigenda í Fljótshlíð um rannsóknir á jarðhita í þeim tilgangi að afla vatns fyrir hita- veitu í sveitinni. Hún náðist ekki og því varð ekkert úr frekari rann- sóknum. Bjóða bændum að vera með Rangárþing eystra hefur samið við Ræktunarfélag Skeiða og Flóa um borun holunnar. Borinn er í öðru verkefni á Suðurlandi en hann verð- ur fluttur í Fljótshlíðina þegar því lýkur. Sveitarfélagið hefur vakið athygli landeigenda í Fljótshlíð á þessu verkefni og að þeir gætu nýtt sér að bor yrði kominn á staðinn. Kostn- aður við flutning borsins yrði minni fyrir þá sem vildu fylgja í kjölfar sveitarfélagsins. Ágúst Ingi Ólafs- son, skrifstofustjóri Rangárþings eystra, vissi ekki í gær hvort einhver viðbrögð hefðu borist frá landeig- endum. Taldi hann að kostnaður sveitarfélagsins yrði rúm milljón. Athuga hvort heitt er undir Fljótshlíðinni  Tilraunaborun áformuð við Goðaland Bor Víða hefur verið borað síðustu árin til undirbúnings hitaveitna. Víða um land er hugað að til- raunaborunum til að kanna möguleika á að afla vatns fyrir hitaveitur og stækkun hita- veitna. Nefna má borun RARIK í Hornafirði, fyrirhugaða borun í Tálknafirði og lagningu hita- veitu um Skagaströnd. Hækkun rafmagns til húshit- unar er hvati til átaks á þessu sviði. Haukur Jóhannesson jarð- fræðingur segir að volgt vatn dugi í mörgum tilvikum. Nefnir hann að 30-40 stiga heitt vatn sé hægt að nota til gólfhitunar og til húshitunar með varma- dælum. Hugað að hitaveitum DÝR RAFMAGNSKYNDING Ari Teitsson, ráðunautur á Hrísum í Suður- Þingeyjarsýslu, segir allt benda til að heyskortur verði á Norðaust- urlandi í vetur. Bændur hafi þurft að taka búfé óvenju- snemma á gjöf og heyfengur sé undir meðallagi vegna grasleysis í sumar. Ari man langt aftur og hann seg- ir þennan vetur byrja illa. „Þetta er einhver versta vetrarbyrjun sem ég hef lifað. Ef talið er með óveðrið í septemberbyrjun þá er þetta lang- versta vetrarbyrjun sem ég hef lif- að,“ sagði Ari. „Ég held að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af heyfeng í vetur,“ segir Ari. Hann segir að menn séu ekki komnir með heildarmynd af stöðu mála. Upplýsingum um fjölda búfjár og fóðurforða hjá bændum þarf að skila fyrir miðjan desem- ber. egol@mbl.is Óttast heyskort á Norðausturlandi Ari Teitsson FYRIR ALVÖRU KARLMENN Fæst á hársnyrtistofum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.