Morgunblaðið - 28.11.2012, Side 17

Morgunblaðið - 28.11.2012, Side 17
Líf án súrefnis í brimsöltu jökulvatni Heimild: NewScientist/PNAS Fundist hafa örverur sem lifa án súrefnis í vatni undir jökli í 13˚C frosti og þykir það auka líkurnar á því að líf þrífist á öðrum hnöttum Gerlar sem njóta ekki sólarljóss kunna að fá orku frá efnahvörfum milli salts og steinda í bergi Einstakt vistkerfi í lokuðu umhverfi Nokkrar tegundir hafa fundist í miklum mæli Ríkt af vetni, nituroxíði og kolefni Sex sinnum saltara en sjór, helst ófrosið Nýfundnir gerlar Hefur verið í 2.800 ár undir 20 m þykku íslagi SUÐURSKAUTSLANDIÐ Suðurskautið 1.000 km Vida-vatn Vísindamenn hafa fundið örverur í brimsöltu vatni, í frosti og algeru myrkri, undir 20 metra þykkum jökulís á Suðurskautslandinu. Þeir telja þennan fund auka líkurnar á því að líf þrífist á öðrum hnöttum, til að mynda Mars eða Evrópu, tungli Júpíters. Vísindamennirnir segjast hafa fundið fjölbreytt og furðulegt vist- kerfi gerla í 13 stiga frosti og al- gerri einangrun í vatni undir ísn- um. Þeir telja að vatnið hafi verið einangrað í um það bil 2.800 ár. Vatnið nefnist Vida og er stærst af nokkrum einstæðum vötnum á einu af köldustu og einangruðustu svæðum jarðar. Örverurnar þrífast án súrefnis í vatni sem er um það bil sex sinnum saltara en sjórinn. Þar er einnig meira nituroxíð en fundist hefur í nokkru öðru vatni í heim- inum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Vísindamennirnir telja að svipaðar aðstæður geti hugsanlega verið í vötnum á Mars og undir þykkri ís- skorpu á Evrópu, tungli Júpíters. Vísindamennirnir þurftu að bora allt að 27 metra í gegnum ísinn til að sækja sýni úr Vida-vatninu. Ör- verurnar sem fundust eru af áður óþekktum gerlategundum. Alison Murray, sem stjórnar rannsókninni, segir að verið sé að rannsaka örverurnar frekar með því að rækta þær. „Við getum notað þessar ræktuðu örverur til að skilja betur eðlisfræðilegu og efnafræði- legu öfgarnar sem þær þola og gætu verið í öðrum ísköldum heim- um eins og Evrópu,“ hefur tímarit- ið New Scientist eftir Murray. Vísindamenn eru undrandi á því hversu mikið er af vetni, nituroxíði og kolefni í vatninu. Þeir leiða get- um að því að þessi efni megi rekja til efnahvarfa milli salts og steinda sem innihalda nitur. Gerlarnir hafi þróast þannig í súrefnisleysinu að þeir hafi orðið algerlega háðir þess- um efnum til að fá orku. bogi@mbl.is Eykur líkur á lífi á öðrum hnöttum  Fundu örverur í frosti, myrkri og algerri einangrun í vatni undir jökulís FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 AFP Þúsundir evrópskra bænda á hundruðum dráttarvéla hafa mótmælt lágu mjólkurverði í Brussel síðustu daga. Bændurnir hafa m.a. sprautað mjólk á byggingu Evrópuþingsins og lögreglumenn sem vörðu hana. Bændurnir segjast þurfa að selja mjólk undir kostn- aðarverði og vilja að verð hennar hækki um 25%. Mjólk sprautað á lögreglu og þinghús Evrópskir bændur mótmæla í Brussel Stjórnvöld í Frakklandi staðfestu í gær að þau hygðust greiða atkvæði með tillögu á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna um að Palestína fengi stöðu „áheyrnarríkis án aðild- ar“ hjá samtökunum. Laurent Fabius, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði að Frakkar hefðu lengi stutt stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis og hygðust greiða at- kvæði með tillögunni þegar hún yrði borin undir atkvæði á allsherjar- þinginu á morgun eða á föstudaginn kemur. Frakkland er með fastafull- trúa í öryggisráði SÞ og fyrsta stóra Evrópuríkið sem lýsir yfir stuðningi við tillöguna. Ísraelar andvígir tillögunni Verði tillagan samþykkt geta fulltrúar Palestínumanna tekið þátt í umræðum á allsherjarþinginu. Fái þeir stöðu „áheyrnarríkis án aðildar“ eykur það einnig líkurnar á því að Palestínumenn fái aðild að stofnun- um Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða- sakamáladómstólnum (ICC). Það myndi þó ekki gerast sjálfkrafa og ekki er víst að þeir fengju aðild að þessum stofnunum. Ísraelar eru andvígir því að Pal- estína fái stöðu áheyrnarríkis og segja að það mynda vera brot á friðarsamkomulagi Ísraela og Pal- estínumanna sem undirritað var í Ósló árið 1993. bogi@mbl.is Frakkar styðja Palestínumenn  Vilja að þeir fái stöðu „áheyrnarríkis“ Danir styðja tillöguna » Danir ætla að greiða at- kvæði með því að Palestína fái stöðu „áheyrnarríkis“ hjá SÞ. » Utanríkisráðherra Dana sagði að þetta yrði gert með stuðningi borgaralegu stjórnarandstöðuflokkanna Venstre og Íhaldsflokksins. Í fjárlögum, sem samþykkt voru í Danmörku á síðasta ári, var gert ráð fyrir því að varið yrði alls 46 millj- ónum danskra króna, rúmum millj- arði íslenskra, í sérstakt átak til að fá vændiskonur til að hætta að stunda vændi. Markmiðið var að ná til allt að 150 vændiskvenna í fyrstu atrennu en nú þegar ár er liðið frá því að átakið hófst hefur ekki verið haft samband við eina einustu vændiskonu, að því er fram kemur á fréttavef danska dagblaðsins Politi- ken. Talið er að um 3.200 konur stundi vændi í Danmörku. Stefnt er að því að þeir sem annast átakið hafi sam- band við 100-150 vændiskonur í fjór- um sveitarfélögum – Kaupmanna- höfn, Óðinsvéum, Árósum og Álaborg. Ríkisstjórn Helle Thorning- Schmidt, forsætisráðherra Dan- merkur, hafnaði í vikunni sem leið tillögu um að vændiskaup yrðu bönnuð í landinu. Ráðherrar og aðr- ir forystumenn stjórnarflokkanna sögðu þá að stjórnin hefði þegar hafið umfangsmikið átak til að hvetja vændiskonur til að hætta að stunda vændi. Dönsku samtökin LivaRehab, sem aðstoða vændiskonur og konur sem sæta ofbeldi, hafa sakað stjórnina um metnaðarleysi í baráttunni gegn vændi og segja að allt átakið virðist vera „eintóm skrifborðsvinna“. „Þegar aðeins er stefnt að því að ná til 100 kvenna með 46 milljónum króna [danskra] jafngildir þetta því að átakið kosti hálfa milljón [tæpar 11 milljónir íslenskra] á hverja konu,“ hefur Politiken eftir Floru Gosh, leiðtoga samtakanna. Hún segir að LivaRehab sé með miklu minna fé til ráðstöfunar og hafi ver- ið í sambandi við 135 konur. Þar af hafi 100 sagt að þær vilji aðstoð til að hætta vændi. bogi@mbl.is Milljarður í að reyna að fá 150 konur til að hætta vændi  Danska stjórnin sökuð um metnaðarleysi  Ári eftir að átakið hófst hefur ekki verið haft samband við eina konu AFP Vændi Margar vændiskvennanna í Danmörku koma frá öðrum löndum. Andstæðingar Bræðralags múslíma efndu til fjöldafunda í borgum í Egyptalandi í gær til að mótmæla auknum völdum sem Mohamed Morsi, forseti landsins, hefur tekið sér. Á meðal þeirra voru tugir þús- unda manna sem gengu að Tahrir- torgi í Kaíró. Þeir hrópuðu sömu vígorð og heyrðust í mótmælunum sem urðu til þess að Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum fyrir tæpum tveimur árum: „Fólkið vill að stjórnin falli.“ Bræðralag múslíma hætti við fjöldafundi til stuðnings forset- anum til að „forðast átök“. EGYPTALAND AFP Ólga Mótmælendur nálægt Tahrir-torgi. Fjölmenn mótmæli gegn forseta Egypta TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR Yfir 2O háskólabyggingar hafa risið fyrir happdrættisfé. Milljónaveltan 20 milljóna króna vinningur: Dregið er úr öllum miðum, bæði númer og bókstaf. Tromp- miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 1 milljónar króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. Birt með fyrirvara um villur 11. flokkur, 27. nóvember 2012 Kr. 20.000.000,- 8567 B 11962 G 25018 F 32520 B 46095 H 15043 B Kr. 1.000.000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.