Morgunblaðið - 28.11.2012, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÁÍslandiþekkja alliralla er
stundum sagt og
er vísað til fámennis í landinu.
Þetta hljómar vel en er ekki
endilega satt þess vegna. Ekki
fremur en setningin „kurteisi
kostar ekki peninga“ sem flest-
ir vildu gjarnan að væri hafin
yfir vafa. En reynslan kennir
að þeir sem frekjast áfram og
þekktir eru fyrir ósvífni og yf-
irgang hafa mikið upp úr
krafsinu, og oftar en ekki á
kostnað hinna kurteisu. „Yf-
irgangur er ábatasamur,“ er
því líklega mun sennilegri full-
yrðing en sú fyrri.
Þeir sem hafa fengið per-
sónulega nasasjón af kjarna
valdsins í stórum þjóðfélögum
undrast hve valdaklíkurnar,
sem skiptast á völdunum, eru í
raun fámennur hópur. Þar
„þekkja allir alla“ þótt stór-
þjóðir eigi í hlut. Í Frakklandi
er reyndar sagt að áhrifafólkið
komi ennþá meira og minna
allt úr sama skólanum. Eins og
gilti um Lærða skólann, síðar
MR, í smábænum Reykjavík í
þá tíð.
En fámennið hér, svo nota-
legt sem það er, og eyjar-
skegginn í þjóðinni verður á
hinn bóginn stundum til þess
að landinn er dálítið uppnum-
inn yfir aðkomumönnum og
eins því sem er um þjóðina
sagt af útlendingum. Stundum
er þess háttar heimótt-
arskapur allt að því pínlegur.
En önnur hlið á þeim peningi
er „Íslandsvinurinn,“ sem
hvaða útlendingur, sem fleiri
en þúsund manns þekkja, get-
ur orðið, hafi hann stutta við-
dvöl í kalda landinu. „Íslands-
vinurinn“ hefur, með meiri
sókn á svæðið, breyst í góðlát-
legt grín, sem þjóðin gerir að
sinni gömlu tísku í þessum efn-
um.
Tregar samgöngur fyrri tíð-
ar urðu til þess að þjóðin varð
ekki eins einsleit í öllu landinu
eða upptekin samstundis af því
sama, eins og síðar varð. Íbúar
á svæði á milli myndarlegra
vatnsfalla héldu hóp og þar var
löngum frændgarðurinn einnig
af praktískum ástæðum. Ólafur
Hansson, hinn fróði, skrifaði
stutta bók um Gissur jarl upp
úr miðri síðustu öld og það
kom honum á óvart að þá, ein-
um 700 árum eftir valdabrölt
Gissurar, lá flestu fólki gott
orð til jarls vestan Þjórsár en
þungur hugur var enn í þeim
sem Ólafur talaði um hann við,
um leið og komið var austur yf-
ir Þjórsábrú. Og hafði þó fljót-
ið þá verið brúað í meir en
hálfa öld.
En með bættum sam-
göngum, en einkum þó með
einu útvarpi og
síðar sjónvarpi
fyrir alla, varð
þjóðin um hríð iðu-
lega að einum hóp. Þegar saga
Forsyte-ættarinnar var sýnd í
sjónvarpi fylgdist þjóðin með
og tók afstöðu með og móti
persónum eins og hún væri að
ræða um Njálu (þ.e. fólk sem
hún nauðaþekkti persónu-
lega). Í útbreiddu dagblaði var
spurning dagsins þessi: Var
rétt hjá Irene að giftast Soa-
mes? Og það vantaði ekkert
upp á afstöðu fólks. Næsta
fjölskylda sem náði slíku helj-
artaki á Íslendingum þótti þó
„plebbalegri“ en sú enska. Það
var í Dallas. Þetta var fyrir
daga skoðanakannana en
áhorf var þó mælt. Það gerði
Vatnsveitan. Þegar Dallas-
útsendingu lauk hlupu íbúar
höfuðborgarsvæðisins til, allir
sem einn, til þess herbergis
hússins sem var í nánustum
tengslum við Vatnsveituna og
kom þá jafnan mikið högg á
vatnshæð Gvendarbrunna,
sem ekki varð vart í annan
tíma.
En svo vill til að eina per-
sónan sem kom fyrir í öllum
þáttum Dallas-þáttanna, J.R.
eða öllu heldur leikarinn
Larry Hagman, var „Íslands-
vinur“ í tvennum skilningi,
þótt aldrei næði hann að koma
hingað í eigin persónu. Fyrri
þáttur þess var auðvitað sá
sem fylgdi að vera fjölskyldu-
skíthæll í 300 þáttum sem
horft var á í hverri stofu á Ís-
landi. Hinn þátturinn er ekki
eins kunnur. En ekki löngu
eftir „hrun“ var viðtal við
Larry Hagman í útbreiddu
ensku blaði í tilefni af því að
„fjölskyldan“ var að koma
saman aftur suður í Texas.
Var Larry spurður um hvað á
daga hans hefði drifið og um
vonir og væntingar nú þegar
hann nálgaðist 80 ára afmælið.
Larry svaraði efnislega á þá
leið að hann hefði víða komið á
langri ævi. Hann hefði þó
aldrei til Íslands komið, en
hefði heyrt um fegurð lands-
ins. Þangað langaði sig. Svo
bætti hann því við að hann
hefði lesið að Ísland hefði lent
í efnahagslegum hremm-
ingum, og það þætti sér mjög
leiðinlegt að frétta. Þetta við-
horf hefði dugað L.H. (J.R.) til
að verða „Íslandsvinur“ þótt
hann hefði sagt þetta sama,
allt að því tilneyddur, í ís-
lenskum fjölmiðli.
Larry, Íslandsvinur, Hag-
man er látinn á níræðisaldri
og lætur eftir sig eiginkonuna
Maj Axelsson, frænku Íslend-
inganna, sem hann var kvænt-
ur í 58 ár, og geri aðrir Holly-
woodmenn betur en það.
L.H (J.R.) leyndi á
sér þegar til kom}Ólíkir menn L.H. og J.R.
Þ
ví hefur stundum verið haldið
fram, og þá ekki sízt eftir banka-
hrunið, að hér á landi fyrirfinnist
líklega verstu stjórnmálamenn í
heimi. Hvergi sé að finna jafn
gagnslausa og hörmulega stjórnmálamenn og
einmitt hér á landi. Þó að ekki þurfi að efast
um að margir íslenzkir stjórnmálamenn hafi
mátt standa sig betur, og þá ekki sízt síðustu
árin, og oftar en ekki miklu betur má velta því
fyrir sér hvort við höfum almennt næga yfir-
sýn til þess að geta borið okkar eigin stjórn-
málamenn saman við kollega þeirra í öðrum
löndum með sanngjörnum hætti.
Stundum hefur það verið sagt um okkur Ís-
lendinga sem þjóð að okkur þyki annaðhvort
allt verst hér á landi eða allt bezt. Þegar vel
gangi séum við uppfull af bjartsýni og já-
kvæðni en þegar illa ári eigum við það til að fyllast böl-
móði. Sitthvað kann að vera til í þessu en vafalaust á það
þá alls ekki aðeins við um okkur. Þetta á sjálfsagt líka við
um sýn okkar á stjórnmálamennina okkar þó að ég sé
ekki viss um að við höfum einhvern tímann verið þeirrar
skoðunar að þeir séu beztir í heimi. Til þess eru stjórn-
málamenn líklega of umdeildir.
En þetta á vafalaust við um flestar þjóðir líka sem
skiljanlegt er. Fyrir það fyrsta eru gerðar miklar kröfur
til stjórnmálamanna af kjósendum þeirra. Þannig á það
líka að vera. Þeim er falið mikið vald í okkar umboði og
við ætlumst til þess að þeir fari vel með það. Ef þeir gera
það ekki er það óviðunandi þó að mismikið sé
gert af því að veita þeim aðhald í þeim efnum
sem er í raun hlutverk kjósenda í lýðræðis-
legu þjóðfélagi rétt eins og neytenda gagn-
vart fyrirtækjum og öðrum þeim sem selja
vörur og þjónustu á markaði.
En fyrir vikið tökum við því eðlilega alla-
jafna verr ef hérlendir stjórnmálamenn
bregðast skyldum sínum og fara á einhvern
hátt illa með það vald sem þeim hefur verið
falið en ef um væri að ræða erlenda ein-
staklinga. Erlenda tilfellið er væntanlega
fyrst og fremst fréttaefni í okkar augum sem
snertir okkur annars lítið sem ekkert. En
öðru gegnir með innlenda tilfellið. Það er eitt-
hvað sem varðar okkar hagsmuni að öllu
jöfnu með beinum hætti að meira eða minna
leyti. Snýst þannig til að mynda oftar en ekki
um það hvernig farið er með skattféð sem ríkið tekur af
okkur.
Að sama skapi fáum við miklu meiri og ítarlegri upp-
lýsingar um okkar eigin stjórnmálamenn og hvað þeir
aðhafast, bæði jákvætt og neikvætt, og þá aðallega í
gegnum fjölmiðla. Þannig má segja að hérlendir stjórn-
málamenn og erlendir sitji ekki alveg við sama borð að
þessu leyti, bæði hvað varðar kröfur til þeirra og upplýs-
ingar um það hvað þeir hafast að. Þessu er síðan vænt-
anlega eins farið í flestum eða öllum öðrum löndum. Þar
er sennilega líka fyrir að fara verstu stjórnmálamönnum
í heimi. hjorturj@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Verstu stjórnmálamenn í heimi?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fjöldi þeirra sem hafagreinst með HIV-smit hérá landi það sem af erþessu ári stendur í átján.
Um er að ræða þrettán karla og
fimm konur. Einn greindist með al-
næmi sem er lokastig sjúkdómsins.
Þetta eru aðeins færri en verið hef-
ur undanfarin tvö ár ef ekki bætist
við hópinn nú síðasta mánuð ársins
að sögn Haraldar Briem sótt-
varnalæknis.
Fjórir þeirra greindu eru fíkni-
efnaneytendur. Það ber minna á
þeim núna en í fyrra þegar þrettán
af þeim 23 einstaklingum sem
greindust með HIV-smit voru í
fíkniefnaneyslu. Þeir tengdust allir
sama hópi sprautufíkla. Haraldur
segir að einn af þessum fjórum
tengist þeim hópi og talið sé líklegt
að hinir þrír tengist þessari hópsýk-
ingu fíkla án þess að hann vilji full-
yrða um það. „Það er ekki eins mik-
ið af fíklum og var í fyrra og hitti-
fyrra, það byrjaði að draga úr smiti
meðal þeirra í fyrravor og vonandi
að það fjari undan því.“
Níu gagnkynhneigðir
Haraldur segir að hópur ný-
greindra sé blandaðri en oft áður,
það sé meira jafnvægi á milli
áhættuhópanna.
Fimm samkynhneigðir karl-
menn hafa greinst á árinu en enginn
samkynhneigður greindist í fyrra.
Spurður hvort það hafi verið slakað
á forvörnunum í þeim hópi vegna
góðs árangurs segir Haraldur erfitt
að fullyrða um það, um tilviljanir
gæti verið að ræða. „Þeir hafa verið
duglegir að passa sig en þetta er vís-
bending um að menn megi skerpa
sig. Það hefur sést annars staðar í
heiminum að samkynhneigðir karl-
menn eru farnir að slaka á svo það
er full ástæða til að vara við þessu
og fá menn til að passa sig.“
Talið er að níu hafi smitast með
kynmökum gagnkynhneigðra. Með-
alaldur þeirra karla sem hafa
greinst á árinu er 37 ár en kvenn-
anna 34 ár, aðeins fimm smitaðra
eru yngri en þrítugt, þeir elstu
komnir undir sextugt.
Haraldur segir að af þessum
átján manna hópi séu átta af er-
lendu bergi brotnir og hafi smitast
erlendis og sumir séu farnir út aftur
en það megi álykta að tíu smit séu
innlend.
Vilja sjá hlutfallið lækka
Í fyrra greindust 23 með HIV-
smit og 24 árið þar á undan sem er
mesti fjöldi sem hefur greinst hér á
landi á einu ári. Haraldur segir að
það megi kalla HIV staðbundna
sótt, ekki farsótt, þar sem tölurnar
haldist nokkuð jafnar. „En það er
ekki alltaf gott heldur. Við viljum
sjá þetta fara niður og helst hverfa,“
segir Haraldur. „Það sem menn
hafa horft á er að vera samkvæmir
sjálfum sér í allri meðferð. Það
dregur mjög úr smitlíkum frá þeim
sem fá góða meðferð því veirumagn-
ið minnkar það mikið. Flestir HIV-
smitaðir eru duglegir að sækja með-
ferð og taka lyfin sín, en þarna er
fólk í fíknefnavanda og á það til að
vera ekki mjög fastheldið á lyfja-
töku þannig að þar er vandamál.“
Haraldur leggur áherslu á að
mikilvægt sé að finna þá sem eru
smitaðir til að þeir fái viðeigandi
meðhöndlun og reyna þannig að
koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk-
dómsins. Rætt hefur verið um að
lækka skatta á smokkum hér á landi
til að reyna að draga úr kyn-
sjúkdómasmiti, þar á meðal HIV-
smiti. Haraldur segir að ekkert hafi
gerst í þeim málum en þau verði
rædd áfram.
Átján nýgreindir
með HIV-veiruna
HIV á heimsvísu 1990-2011
50
40
30
20
10
0
H
IV
-s
m
it
að
ir
(m
ill
jó
ni
r
m
an
na
)
5
4
3
2
1
0
N
ýg
re
in
di
r
m
eð
H
IV
(m
ill
jó
ni
r
m
an
na
)
1990 2011
Fjöldi HIV-smitaðra á heimsvísu 1990–2011 (vinstri ás)
Fjöldi nýgreindra með HIV á heimsvísu 1990-2011 (hægri ás)
Samkvæmt nýjum tölum frá
UNAIDS er 50% lækkun á ný-
greiningu HIV-smits í 25 lönd-
um, aðallega Afríkulöndum þar
sem hefur verið hæsta tíðni
HIV-smitaðra. Mestur árangur
hefur náðst við að draga úr ný-
smiti hjá börnum og nú fæðast
mun færri börn með HIV-smit.
Þá hefur dregið úr dauðsföllum
tengdum alnæmi um þriðjung á
síðustu sex árum og þeim sem
fá lyfjameðferð fjölgað um 59%
á síðustu tveimur árum. Af jarð-
arbúum eru 34 milljónir með
HIV, helmingurinn veit ekki af
því.
Haraldur segir að á heimsvísu
séu menn bjartsýnni en verið
hefur. „Við sjáum ekki nein
endalok en það er ekki sami
vöxtur. Sumar þjóðir hafa náð
ágætum árangri, aðrar síðri. Nú
er talað um Austur-Evrópu sem
sérstakt vandamál, það er líka
vöxtur í Kína og á Indlandi,“
segir Haraldur.
34 milljónir
með HIV
Á HEIMSVÍSU