Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 21

Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 21
UMRÆÐAN 21Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Þegar ég var fjögurra ára höf- uðkúpubrotnaði ég og þurfti að liggja vikum saman á rökkvaðri stofu á efstu hæð í gamla Land- spítalahúsinu. Læknirinn minn hét Víkingur og hann sagði að ég mætti alls ekki hreyfa mig. Ég var einn á stofu og vikurnar liðu í þögn, nema þeg- ar dr. Víkingur kom að líta á mig, og svo fékk mamma stundum að koma í heim- sókn. Þarna voru engin leikföng (enda mátti ég ekki hreyfa mig) en á skáp gegnt rúminu stóð líkan af víkingaskipi. Mér fannst það við- eigandi, og spann upp ótal æv- intýrasögur um Víking lækni og víkingaskipið. Hauskúpan skreið saman þarna í rökkrinu og daginn sem ég útskrifaðist kom mamma með nýjar buxur á mig. Ég var heppinn að það var barnaspítali á Íslandi og oft verður mér hugsað til Víkings læknis og víkingaskips- ins. Mér verður líka oft hugsað til þeirra barna og fjölskyldna sem þurfa að leita á Barnaspítala Hringsins, þar sem vísindin og mannkærleikurinn haldast hönd í hönd. Liðsmenn Skákakademíunnar heimsækja leikstofu Barnaspítala Hringsins í hverri viku og þar höf- um við teflt margar skákir á liðn- um árum. Nú ætla skákkrakkarnir okkar að bæta um betur og efna til maraþons í Kringlunni, föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember, milli klukkan 12 og 18. Gestir og gangandi reiða fram upp- hæð að eigin vali og spreyta sig með krökkunum í skák, þar sem úrslitin eru svo sannarlega auka- atriði. Markmiðið er að safna pen- ingum sem renna óskiptir til Hringsins, m.a. skólans og leikstof- unnar. Ég hvet alla velunnara Hrings- ins, skákáhugamenn jafnt sem aðra, pabba og mömmur, afa og ömmur, til að líta inn í Kringlunni og leggja göfugum málstað lið. Skákkunnátta er að þessu sinni al- gert aukaatriði – þetta er skák þar sem allir vinna. Þau sem ekki eiga heimangengt, eða treysta sér alls ekki til að tefla sjálf, geta leigt skákmeistara á staðnum! Svo er hægt að leggja inn á söfn- unarreikning vegna maraþonsins nr. 01-26-83280, kennitala 7006083280. Við rífumst um margt þessi misserin, Íslendingar. En um sumt getum við öll verið sammála. Við viljum að börnin okkar og barna- börnin hafi áfram aðgang að besta barnaspítala í heimi. HRAFN JÖKULSSON rithöfundur. Skák sem allir vinna Frá Hrafni Jökulssyni Hrafn Jökulsson Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/- með morgunkaffinu • Bremsuviðgerðir • Kúplingar • Bilanagreiningar • Kóðalestur / Tölvuaflestur Endurstillingar • Rafmagnsviðgerðir af öllum toga • Startara og alternatoraviðgerðir • Rafgeymar og margt, margt fleira… Strandgötu 75 • 220 Hafnarfirði • Sími 564 0400 • bilaraf@bilaraf.is • bilaraf.is Heildarlausnir fyrir bílinn þinn Gott verð, góð þjónusta!FRU M Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is JÓLAHÁTÍÐ frá 14. nóv. til 23. des. Það er eins með jólamatseðilinn okkar og jólapakkana, það er ekkert gaman nema hlutirnir komi svolítið á óvart. Að þessu sinni bjóðum við upp á sjö rétta jóla- veislu þar sem við bregðum á leik með jólahlaðborð að okkar hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.