Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnavörur
Hoppiskoppi-dýrin
Tilvalin jólagjöf fyrir krakkana.
Kíktu inn á hoppiskoppi.is.
Dýrahald
Hún Þöll strauk úr pössun 13.nóv.
Hún er lítil svört og hvít tík, enskur
cocker spaniel, blue roan. Hún strauk
frá sveitabæ í Vestur-Landeyjum, ekki
langt frá Hvolsvelli, og er sárt saknað
Ef einhver hefur séð til hennar eða
veit um hana, vinsamlegast hringið í
síma: 864 0923, Agnes eða 8919864
Guðfinnur. Fundarlaun
Gisting
Hvataferðir, fyrirtækjahittingur,
óvissuferðir, ættarmót
Frábær aðstaða fyrir hópa. Líka
fjölskyldur. Heitir pottar og grill.
Opið allt árið. Sími: 486 1500.
Minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Snyrting
Babaria-snyrtivörur loksins á
Íslandi.
Babaria er fjölbreytt vörulína sem er
unnin úr náttúrulegum hráefnum og
hentar þörfum allrar fjölskyldunnar
fyrir alla daglega umhirðu húðar.
Vörurnar fást í netversluninni
www.babaria.is
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Kristall ljósakrónur -
Nýtt sending Glæsileg ný sending af
kristalsljósakrónum og veggljósum.
Klassísk og nýtísku stíll. Sjón er sögu
ríkari.
BOHEMIA KRISTALL
Glæsibær, s. 571 2300
Saumavélar- saumavélaviðgerðir
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali.
Viðgerðir á flestum gerðum sauma-
véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is
eða hringdu í s. 892 3567 eftir
hádegi alla daga.
Kæli- og frystiklefar - lausfrystar
Lausfrystar, kæli- og frystiklefar sem
eru auðveldir í uppsetningu. Hægt er
að fá klefana með eða án vélakerfis.
Íshúsið ehf, www.ishusid.is
S. 566 6000.
Verslun
Jólavörur í úrvali
Erum með mikið úrval af fjarstýrðum
þyrlum, skipum, skýjaluktum, plast-
módelum ásamt úrvali af skotveiði-
vörum. Erum í Verslunarmiðstöðinni
Glæsibæ. Sími 517 8878.
Tactical.is
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull,
demanta og úr.
Hringar, hálsmen, armbönd,
rolex,cartier, patek philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér
að kostnaðarlausu.
www.kaupumgull.is
upplýsingar í síma 661 7000
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Teg. GABE - Flottur push up í
C,D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum
á kr. 8.680.
Teg. CORNELIA - Glæsilegur push
up í C D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á
kr. 8.680.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
opið á laugardögum kl. 10-14.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Glerjun og gluggaviðgerðir
Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum
smíðaverkefnum.
Glugga- og hurðaþjónustan,
s. 895 5511, smidi.is.
Múr- og lekaviðgerðir
Sveppa- og örverueyðing
Vistvæn efni notuð
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Vönduð vinna
Áratuga reynsla
Sími 555-1947 Gsm 894-0217
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bæðslu og endurvinn-
slu. Fannar verðlaunagripir,
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími 551 6488.- með morgunkaffinu
Nú hefur faðir minn farið frá
okkur, löngu fyrir sína tíð.
✝ FriðfinnurÁrni Kjærne-
sted Steingrímsson
fæddist 9. febrúar
1959 á Flateyri við
Önundarfjörð.
Hann varð bráð-
kvaddur 12. nóv-
ember síðastliðinn.
Friðfinnur var
jarðsunginn frá Bú-
staðakirkju 26.
nóvember 2012.
Hjartahlýr, heið-
arlegur, róman-
tískur og glettinn,
þessi orð lýsa hon-
um best.
Já, pabbi var
mjög heiðarlegur
og bjóst ávallt við
því sama frá öðr-
um. Hann vildi allt
fyrir alla gera,
hafði mikla samúð
með fólki og setti
sjálfan sig gjarnan í annað sæt-
ið.
Pabba var margt til lista
lagt. Hann var frábær kokkur,
ég lærði ýmislegt í elda-
mennsku frá honum, enda
fannst honum mjög gaman að
elda og þá sérstaklega fyrir
aðra. Þær eru ófáar máltíðirnar
sem við borðuðum saman. Góð-
ar stundir.
Hann var líka mjög handlag-
inn og var mér oft innan hand-
ar þegar kom að flutningum um
búsetu. Þar bar hann húsgögn-
in af miklu afli þó hann ætti að
vera að hlífa bakinu sínu, bor-
aði, negldi og sagaði. Elsku
pabbi, alltaf að hugsa um aðra.
Við pabbi ferðuðumst nokk-
uð um landið og voru þá barna-
börn hans með í för. Það var
mikil gleði í þeim ferðum.
Pabbi flippaður og hress eins
og honum einum var lagið,
músíkin tjúnuð í botn á milli
staða og passað sig að missa
ekki af neinum merkum stað í
ferðinni. Pabbi var með þetta
allt á hreinu. Góðar stundir.
Pabbi fór mikið í sund, synti
mikið sem barn og vann þá til
þónokkurra verðlauna og stóð
til að hann og sonur minn færu
saman í sund þrisvar í viku nú
yfir vetrarmánuðina. Pabba
vantaði afsökun til að leika sér
í rennibrautunum, en fyrst og
fremst var hann að hugsa um
að barnabarnið fengi þá útrás
sem það þurfti. Núna sit ég hér
með barnasundkortið sem
pabbi keypti fyrir tveimur vik-
um síðan, átta göt eftir.
Það sem ég var einna stolt-
ust af með pabba var hversu
flinkur listamaður hann var.
Hann teiknaði og málaði, en
ekki til að sýna heldur fyrir
aðra. Hann hafði líka eina fal-
legustu rithönd sem ég hef
nokkurn tímann séð.
Elsku pabbi, þín verður sárt
saknað.
Kristín Lillý Kjærnested.
Friðfinnur Árni
Kjærnested
Steingrímsson
Margt kemur upp í hugann
þegar við minnumst elsku Jóa afa
okkar. Hann var alltaf svo ljúfur
og blíður við okkur systurnar.
Ávallt var tekið á móti okkur í
Njörvasundinu með hlýju og
væntumþykju. Við áttum ótal
góðar stundir með afa og ömmu
og dvöldum ófáar helgar þegar
við fengum að gista á efri hæð-
inni. Þá var dekrað við okkur. Allt
látið eftir. Samveran með afa og
ömmu setti ógleymanlegan svip á
æskuárin. Bílskúrinn var eins og
ævintýraheimur þar sem við
fengum að smíða og prófa öll
verkfærin. Öllum hugmyndum
var vel tekið. Allt var mögulegt.
Þú varst svo laginn og hjálpaðir
fólki með gömul húsgögn. Þau
öðluðust nýtt líf í þínum höndum.
Neftóbakið og rauðu og bláu nef-
klútarnir voru óborganlegir.
Stundum meira að segja strauj-
aðir af ömmu. Þú áttir alltaf fyllt-
an brúnan Opal-brjóstsykur og
gafst okkur krökkunum. Það var
svo skemmtileg athöfn.
Stundum fengum við að fara
Jóhann Kristján
Árnason
✝ Jóhann Krist-ján Árnason
fæddist í Reykjavík
23. mars 1923.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 9. nóv-
ember 2012.
Útför Jóhanns
Kristjáns var gerð
frá Langholts-
kirkju 19. nóv-
ember 2012.
upp á háaloftið og
þar var annar heim-
ur með gömlum
munum. Þar var lykt
af gamalli fortíð og
við gátum gleymt
okkur tímunum sam-
an. Kompan var búr-
ið hennar ömmu og
þangað stálumst við
stundum og kíktum
á allar sultukrukk-
urnar, kruðeríið og
gosið eftir stórinnkaup í Mikla-
garði, Hagkaupum eða Bónus.
Garðurinn var eins og skúð-
garður, þar vorum við oftar en
ekki eins og prinsessur í aðalhlut-
verki. Afi var einn sá allra besti
afi sem hægt er að hugsa sér,
hvort sem hann var að segja frá
gömlum tímum kreppunnar eða
stríðsáranna í Reykjavík, borg-
inni hans afa. Það var líka alltaf
stutt í grínið hjá Jóa afa og húm-
orinn var hans aðalsmerki. Oft
fórum við í Kolaportið og alltaf
var afi til í að fara á rúntinn. Oft-
ast eina bunu niður Laugaveginn,
út á gömlu höfnina og út á
Granda. Við fórum í ófá ferðalög
saman þar sem við sátum aftur í í
gömlum R-8845 og seinni arftök-
um. Alltaf skemmtum við okkur
konunglega.
Elsku afi, þú ert kominn á betri
stað og við vitum að þér líður aft-
ur vel. Guð blessi þína minningu
elsku Jói afi okkar.
Þínar afastelpur,
Sara Björk, Elín Sigríður og
Lilja Rún Kristjánsdætur.
Kári Guðmundsson
✝ Kári Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
11. apríl 1929.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 5.
nóvember 2012.
Útför Kára var
gerð frá Hallgríms-
kirkju í Reykjavík
15. nóvember 2012.
traustur og hlýr
pabbi og afi og mér
afar kær. Sjálfs-
traust og sterkur
vilji voru hans
sterku persónuei-
kenni.
Að leiðarlokum
var pabbi farinn að
þreki og veikindin
erfið. Þannig fór að
hvíldin kom honum
sem líkn. Þar til yf-
ir lauk minntist hann góðra
stunda og gladdist ætíð þegar
talið barst að liðnum tímum.
Nú hef ég kvatt föður minn
Kára Guðmundsson. Ég minnist
hans með söknuði. Hann var
Tímabilin voru mörg á langri
ævi; æskuárin, skólaárin, árin til
sjós, Víkurárin, Keflavíkurárin
og loks efri árin.
Ég vil þakka þeim fjölmörgu
sem heiðrað hafa minningu föð-
ur míns og sýnt fjölskyldunni
hluttekningu.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Ó, Jesús, séu orðin þín
andláts síðasta huggun mín.
Sál minni verður þá sælan vís
með sjálfum þér í paradís.
(Hallgrímur Pétursson)
Margrét Káradóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar