Morgunblaðið - 28.11.2012, Side 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Jólin nálgast
Sívinsælu smákökurnar og
smákökudeigin komin í hillurnar.
Njótum aðventunnar
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Sími: 564 4700
Opnunartími Dalvegi:
Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er allt í lagi að bregða fyrir sig
spaugi en farið varlega gagnvart þeim sem
gætu átt það til að taka ykkur alvarlega.
Nálgastu ný samskipti af einlægri forvitni.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú vannst hörðum höndum til að að-
dráttaraflið færi að virka, svo ekki vera hissa
ef eitthvað fer að gerast. Taktu ekki þátt í illu
umtali og trúðu ekki öllu því sem þú heyrir
sagt um aðra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt fólk hafi það á orði hversu fjöl-
hæfur þú sért, skaltu varast að láta þau um-
mæli hafa of mikil áhrif á þig. Mundu bara að
það er hugurinn sem gildir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að hafa gild rök fyrir því að
neita að taka þátt í ákveðnu samstarfsverk-
efni. Nálgastu málið opnum huga og þá mun
lausnin renna upp fyrir þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur
þér fyrir hendur. Löngun þín til að hafa betur í
rökræðum getur leitt til þess að þú freistist
til að hagræða sannleikanum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú ertu kominn með lausn á vanda-
málinu sem hefur verið að naga þig að und-
anförnu. Fyrir öllu þarf að hafa og samskipti
við aðra eru tvístefna en ekki lokuð ein-
stefnugata.
23. sept. - 22. okt.
Vog Er ekki kominn tími til þess að slaka á?
Þú þarft að lyfta þér upp endrum og sinnum.
Sýndu skoðunum annarra virðingu og leitaðu
samkomulags við þá.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur gefið þig allan í starf
þitt og sérð fram á betri tíð með blóm í haga.
Siðferðileg álitaefni eru ekki bara í svörtu og
hvítu í þessu tilviki og þú veist rétta svarið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitthvað það kann að gerast sem
kemur þér verulega á óvart. Leggðu þig fram
um að gera þig skiljanlega í öllum sam-
skiptum, það mun lukkast.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú átt auðvelt með að sjá í gegn-
um aðra en vertu sanngjarn því aðrir geta líka
séð í gegnum þig. Kannski leggur þú of mikla
áherslu á að þóknast öðrum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það gefur lífinu lit að upplifa eitt-
hvað nýtt og spennandi. Hafðu ekki áhyggjur
því þetta mun allt skýrast á næstunni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hættir til neikvæðni gagnvart
maka þínum og öðrum í dag. Skyndilega er
heimilis- og fjármálavandinn á brott.
Hólmfríður Bjartmarsdóttireða Fía á Sandi yrkir að
gefnu tilefni:
Veðrin eiga aldrei sök
oft þó valdi grandi.
Ein er báran aldrei stök
á Landeyjasandi.
Davíð Hjálmar Haraldsson rifj-
ar upp Ólag eftir Grím Thomsen,
sem hann segir eitt af hans mögn-
uðustu kvæðum:
Eigi er ein báran stök;
yfir Landeyjasand
dynja brímgarða blök,
búa sjómönnum grand,
búa sjómönnum grand,
magnast ólaga afl, –
einn fer kuggur í land,
rís úr gráðinu gafl,
þegar gegnir sem verst,
níu, skafl eftir skafl,
skálma boðar í lest,
– eigi er ein báran stök –
ein er síðust og mest
búka flytur og flök,
búka flytur og flök.
Á kápu Limrubókarinnar má
finna þessa úrvalslimru Hjálmars
Freysteinssonar:
Lífsreynd var Lovísa Dröfn
hún lagði ekki á minnið öll nöfn
þeirra er ástfangnir þóttust
og í hana sóttust
líkt og sandkorn í Landeyjahöfn.
Það er skemmtilegt að blaða í
textum Megasar sem voru að
koma út á bók. Höfundurinn vek-
ur þó athygli „á þeirri staðreynd
að þetta er ekki ljóðabók heldur
safn söngtexta“. Enda óhjákvæmi-
legt að textarnir fylgi lögmálum
lagsins, formi og hrynjandi. Meg-
as er með algjört vald á tungumál-
inu og frjáls í hugsun, sem sést vel
á áður óbirtum texta með yfir-
skriftina „Skrattalappar skæð
rót“:
Skrattalappar skæð rót
skötnum er tvíræð bót
búk þrúngin flárri fæð hót
svo flengja að í brestur æð fót
og upprísa tær og vísa himinhæð mót
Skrattalappar skæð rót
skötnum er tvíræð bót
skekja hennar vondslega skæð hót
svo skrokk að í brestur æð fót
og upp rísa tær og vísa þær
himinhæð mót
Vandfundin eru skáld sem eiga
fleiri þjóðfleygar hendingar en
Megas.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Landeyjahöfn, Grími
og óbirtum texta Megasar
Í klípu
„ÞAR SEM ÉG VANN ÁÐUR VORU MJÖG
STÍFAR REGLUR UM KLÆÐABURÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VEIT PABBI AF ÞESSU?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... einhver nýr í lífi þínu,
og það sést á þér.
ÉG HEF VERIÐ AÐ
LESA MÉR TIL, LÍSA.
NÚ GET ÉG RÆTT UM
DÆGURMÁLIN.
ÞESSIR VÍKINGAR ERU
ALDEILIS SKÆÐIR, HA?
ENNÞÁ Á
FYRSTA
KAFLA.
EFTIR MARGRA
ÁRA PÚL ...
... GET ÉG
STOLTUR
SAGST HAFA
„FENGIÐ MINN
SKERF“.
ÉG ÁTTI EINU
SINNI MINN
SKERF LÍKA ...
SVO
SKILDI ÉG.
Víkverji fór að sjá stórmerkilegtleikrit um málarann Mark
Rothko í Borgarleikhúsinu á dög-
unum. Rothko er einn af helstu mál-
urum liðinnar aldar. Leikritið Rautt
er samræða Rothkos við skáldaðan
aðstoðarmann, sem er fulltrúi nýrr-
ar kynslóðar. Þar brjóta þeir list
Rothkos, áhrif hennar og tilgang til
mergjar. Þegar aðstoðarmaðurinn
kemur á vettvang er Rothko að
vinna málverkaröð sína fyrir veit-
ingastaðinn Árstíðirnar fjórar í
Seagram-byggingu Philips Johns-
ons í New York. Yfir vofir spurn-
ingin hvort listamaðurinn hafi selt
listræna sál sína fyrir feitan tékka.
Sýn Rothkos á heiminn var mótuð í
eldi hildarleiks heimsstyrjaldanna
og hann ætlast til þess að verk sín
láti engan þann, sem gefur sig þeim
á vald, ósnortinn. Í þessum samræð-
um verður Rothko tíðrætt um kaup-
endur verka sinna. Þeir séu í leit að
einhverju, sem passi yfir arinhilluna
og skáki verkinu, sem sé yfir arin-
hillu nágrannans, en beri ekkert
skynbragð á það, sem þeir hafi í
höndunum.
x x x
Um þessar mundir seljast verkRothkos dýrum dómum á upp-
boðum. 14. nóvember seldist verk
eftir hann á 75,1 milljón dollara
(tæplega 9,5 milljarða króna) og í
maí var verk eftir hann slegið á 86,9
milljónir dollara (tæpa 11 milljarða
króna). Hvað skyldi Rothko finnast
um það?
x x x
Hér á landi er iðulega talað umkostnað við skiptastjórnir og
þykir ýmsum nóg um. Íslenskir
skiptastjórar hljóta hins vegar að
horfa öfundaraugum til Michaels
Frege, skiptastjóra dótturfyrirtækis
Lehman Brothers í Þýskalandi.
Samkvæmt frétt í Der Spiegel mun
hann fá 800 milljónir evra greiddar
fyrir að greiða úr þrotabúinu. Það er
tæplega 131 milljarður íslenskra
króna. Skiptastjórn gjaldþrota fyr-
irtækja er greinilega arðbærasta at-
vinnugrein samtímans. Samkvæmt
því væri sennilega best að sem flest
fyrirtæki færu á hausinn þannig að
hægt væri að hafa sem mest upp úr
skiptastjórn, þjóðfélaginu öllu til
góðs. víkverji@mbl.is
Víkverji
Guði séu þakkir, sem gefur oss sig-
urinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!
(Fyrra Korintubréf 15:57)