Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 31

Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Skemmtileg bók um erfitt málefni Myndin í speglinum  Höfundur: Ragnheiður Gestsdóttir Útgefandi: Veröld, 157 blaðsíður Rúna, söguhetja nýjustu ung- lingabókar Ragnheiðar Gestsdóttur hefur alla tíð fallið í skuggann af eldri systur sinni, hinni gullfallegu Helgu sem er tveimur árum eldri en hún og stendur sig afbragðsvel í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Þess vegna finnst Rúnu t.d. bæði sjálfsagt og eðlilegt að dagsetningu fermingar hennar sé breytt vegna þátttöku Helgu í fyr- irsætu- keppni. Rúna þekkir varla annað en að Helga fái allt- af meiri athygli en hún. „Það eru nú meiri ósköpin hvað stúlkan er lagleg. Það hlýtur að vera stöðugur straum- ur af strákum á eftir henni! (...) Já, og þú ert nú reyndar ósköp snotur líka, lambið mitt, segir hann svo.“ (65) Þetta er þó engin öskubusku- saga, því Rúna er býsna sátt við sjálfa sig og sitt hlutskipti. En Helga hin fagra er haldin full- komnunaráráttu og býr yfir hættu- legu leyndarmáli. Rúna áttar sig á því að systir hennar er með átrösk- un og gerir allt sem hún getur til þess að hjálpa Helgu og sannfæra brotna fjölskyldu sína um hvers kyns sé. Ragnheiður hefur verið óhrædd við að fjalla um viðkvæm málefni í barna- og unglingabókum sínum, eins og t.d. þunganir unglings- stúlkna og einelti. Hér er umfjöll- unarefnið ekki síður vandmeðfarið; lystarstol hjá unglingsstúlkum, hversu langt þær eru tilbúnar að ganga til þess að öðlast það sem þær telja hið fullkomna útlit og hversu erfitt það getur verið fyrir aðstandendur að horfast í augu við það. Þrátt fyrir að hér sé fjallað um erfiðan sjúkdóm, þá er bókin bráð- skemmtileg og er um svo margt ann- að. Til dæmis um fyrstu ástina, þá erfiðu aðstöðu sem börn og ungling- ar lenda stundum í þegar foreldrar þeirra skilja að skiptum, vináttu og það að standa með sjálfum sér og svo er skyggnst inn í fyrirsætuheim- inn. Fjörleg samtímasaga Aþena. Að eilífu, kúmen  Eftir: Margréti Örnólfsdóttur Útgefandi: Bjartur, 285 blaðsíður Hin bráðskemmtilega Aþena er mætt í þriðja skiptið. Þrettán ára, fermingin handan við hornið og hugs- anirnar farnar að snúast í verulegum mæli um einn bekkjarbróðurinn og svo getur verið erfitt að eiga við full- orðna fólkið. Rót kemst á tilveru Aþenu þegar hún kemst í kynni við nýju stelpuna í skólanum sem heillar og hræðir í senn og virðist eiga sér mörg leyndarmál sem Aþenu gengur illa að átta sig á. „Hvernig þorir hún að vera svona? Er það eitthvað sem maður velur sér eða þarf maður að fæðast svona til þess að geta það?“ (120). Átökin við bekkjardrottn- inguna Andreu taka sinn toll og sam- skiptin við ömmuna Rósí á Facebook eru hressilegt krydd í söguna. Hér er varpað um samtímamynd af lífi krakka á þeim aldri sem nefnd- ur hefur verið inbetweeners eða tweens, á mörkum barna og ung- linga og það er líklega margt auð- veldara en að vera til á þessum aldri. Munurinn á þroska og áhugamálum krakkanna er mikill; sumir eru komnir á fast og það er misjafnt hvort stelpurnar mega mála sig eða hvort þær hafa yfirhöfuð áhuga á því. Margrét tekur á viðkvæmum málum án þess að setja sig nokkurn tímann í dómarastellingar, eins og til dæmis þegar prestur hyggst taka á fordómum verðandi fermingarbarna gagnvart samkynhneigð og fær á baukinn frá hneyksluðum foreldrum fyrir vikið. Einkar vel tekst að lýsa bæði hinu stóra og smáa í daglegu lífi krakkanna á fjörlegan og áreynslulausan hátt þannig að úr verður hin besta skemmtun. Nokkrum spurningum er ósvarað í sögulok og hafa þær aðallega með Snædísi að gera. Gaman hefði t.d. verið að fá að vita hvort allar grun- semdir Aþenu um hana reynast á rökum reistar. Margverðlaunuð og mögnuð Þrettán ástæður  Höfundur: Jay Asher Þýðandi: Ágúst Pétursson Útgefandi: Mál og menning, 290 blaðsíður Hanna Baker er nýja stelpan í skólanum. Hún á auðvelt með að kynnast fólki og eignast vini og hún þráir fyrsta kossinn. Hún fer á stefnumót með skólabróður sínum, þar sem þau kyssast, en pilturinn get- ur ekki á sér setið og spinnur upp sögur um samskipti þeirra. Hanna fær „druslu- stimpilinn“ og eftir það mótast allt viðmót fólks, bæði jafnaldra og annarra af þessu orðspori hennar. Eitt leiðir af öðru, bæði umtal og einelti þar til Hanna sér enga aðra leið en að taka eigið líf. En áður en hún gerir það les hún inn á kassettur 13 ástæð- ur fyrir þeirri ákvörðun sinni og nefn- ir þær þar 13 manneskjur sem höfðu áhrif á það. Einn skólabróðir hennar, Clay Jensen, kemur heim úr skólanum og þar bíður hans kassi fullur af þess- um kassettum. Þar heyrir hann rödd Hönnu, sem er nýbúin að taka eigið líf. „Ég ætla að segja þér ævisögu mína. Eða frekar, söguna af því af hverju ævi mín endaði. Og úr því að þú ert að hlusta á þessar spólur, þá ert þú ein af ástæðunum.“ (13) Clay hefur ekki hugmynd um hvers vegna hann er í þessum hópi, en eftir því sem lengur líður á hlustunina áttar hann sig á því. Sagan er síðan ýmist sögð af Hönnu eða Clay. Hann veltir vöng- um yfir því sem hún segir á spól- unum, rifjar atburðina upp frá eigin sjónarhóli og þessi frásagnaraðferð gengur vel upp. Hér er sagt frá verstu afleiðingum eineltis og snúnum samskiptum fólks á unglingsaldri og hefur bókin fengið fjölda verðlauna frá ýmsum samtökum. En þrátt fyrir grafalvarlegt um- fjöllunarefnið er þetta skemmtilega skrifuð bók og afbragðsvel þýdd. Unglingabækur Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og þýddar unglingabækur Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Alls sóttu um 1.300 manns fyrstu Evrópsku kvikmyndahátíðina í Reykjavík (REFF 2012) sem haldin var í Bíó Paradís dagana 16.-25 nóvember. „Sýndar voru 14 kvik- myndir, flestar þeirra nýjar myndir sem farið hafa sigurför um kvik- myndahátíðir heimsins á und- anförnum mánuðum,“ segir m.a. í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þar kemur fram að stefnt sé að því að gera hátíðina að árlegum við- burði. REFF 2012 var haldin í sam- vinnu Bíó Paradísar, Evrópustofu og sendinefndar ESB á Íslandi með aðkomu UN Women á Íslandi. Opnunarkvöld Sjón og Ásgerður Júní- usdóttir voru meðal gesta hátíðarinnar. 1.300 gestir á REFF Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 aukas Sun 2/12 kl. 20:00 aukas Sun 30/12 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 19:00 11.k Lau 8/12 kl. 20:00 Rómantískur gamanleikur í leikstjórn Sigga Sigurjóns og Bjarna Hauks Gulleyjan (Stóra sviðið) Sun 2/12 kl. 14:00 Sun 16/12 kl. 14:00 Sun 30/12 kl. 14:00 lokas Sun 9/12 kl. 14:00 Mið 26/12 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Sýningum lýkur í desember Rautt (Litla sviðið) Mið 28/11 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00 Sun 2/12 kl. 20:00 lokas Margverðlaunað meistaraverk. Síðustu sýningar Gullregn (Nýja sviðið) Fim 29/11 kl. 20:00 13.k Fim 27/12 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Fös 30/11 kl. 20:00 14.k Fös 28/12 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00 aukas Lau 29/12 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Sun 30/12 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 8/12 kl. 20:00 16.k Fim 3/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Fös 14/12 kl. 20:00 17.k Fös 4/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 15/12 kl. 20:00 aukas Lau 12/1 kl. 20:00 Sun 16/12 kl. 20:00 aukas Sun 13/1 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Lau 8/12 kl. 20:00 15.k Fös 4/1 kl. 20:00 Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Fös 14/12 kl. 20:00 16.k Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 7/12 kl. 20:00 14.k Lau 15/12 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Íslenski Dansflokkurinn: Á nýju sviði (Nýja sviðið) Mið 28/11 kl. 20:00 3.k Fim 6/12 kl. 20:00 Fim 13/12 kl. 20:00 Sun 2/12 kl. 20:00 4.k Sun 9/12 kl. 20:00 Fjögur spennandi og ólík dansverk eftir dansara Íslenska dansflokksins Mýs og Menn (Stóra svið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Fös 4/1 kl. 20:00 2.k Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Sun 6/1 kl. 20:00 3.k Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 1/2 kl. 20:00 14.k Mið 9/1 kl. 20:00 4.k Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Lau 2/2 kl. 20:00 Fim 10/1 kl. 20:00 aukas Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Sun 3/2 kl. 20:00 Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Fös 8/2 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Lau 9/2 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Sun 10/2 kl. 20:00 Saga um gildi manneskjunnar, drauma hennar og þrár Hinn eini sanni jólaandi (Litla sviðið) Sun 2/12 kl. 16:30 Frums Sun 9/12 kl. 16:00 Sun 16/12 kl. 14:00 Lau 8/12 kl. 14:00 Lau 15/12 kl. 16:00 Notaleg sögustund fyrir alla fjölskylduna með Góa og Þresti Leó Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 2/12 kl. 14:00 25.sýn Lau 29/12 kl. 17:00 30.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 26.sýn Sun 30/12 kl. 14:00 31.sýn Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Lau 8/12 kl. 14:00 Aukas. Sun 30/12 kl. 17:00 32.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Lau 8/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 5/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 27.sýn Lau 5/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 28.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn Lau 29/12 kl. 14:00 29.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Sýningar í janúar komnar í sölu! Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fim 29/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 lokas. Síðustu sýningar! Jónsmessunótt (Kassinn) Fim 29/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 24.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 6/12 kl. 19:30 23.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma. Macbeth (Stóra sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums. Fim 3/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Miðasala hafin á jólasýningu Þjóðleikhússins! Tryggðu þér sæti! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 1/12 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 12:30 Sun 9/12 kl. 12:30 Lau 1/12 kl. 13:00 Lau 8/12 kl. 11:00 Lau 15/12 kl. 11:00 Lau 1/12 kl. 14:30 Lau 8/12 kl. 13:00 Lau 15/12 kl. 13:00 Sun 2/12 kl. 11:00 Sun 9/12 kl. 11:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins - áttunda árið í röð! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30 John Williams Tónlist úr Stjörnustríðsmyndunum Lucas Richman hljómsveitarstjóri Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is Mið. 28. nóv. » 19:30 Fim. 29. nóv. » 19:30 Örfá sæti laus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.