Morgunblaðið - 05.12.2012, Side 16

Morgunblaðið - 05.12.2012, Side 16
Útlit trukka hefur breyst mikið í gegnum tíðina. Halldór Jónsson keyrir um á býsna skraut- legum bíl. BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Starfshópur innanríkisráðherra um endurmenntun atvinnubílstjóra mun ljúka störfum innan skamms, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Holger Torp, verkefnastjóri ökunáms hjá Umferðarstofu, er einn níu fulltrúa í starfshópnum og situr þar ásamt öðrum fulltrúa Umferðar- stofu, fulltrúa innanríkisráðuneytis og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Hann sagði að sér þætti ekki rétt að ræða þetta mál nú því starfshópurinn væri að ljúka sinni vinnu. Holger sagði að Umferðarstofa hefði skilað drögum að námskrá um endurmenntun at- vinnubílstjóra sem endurskoða þarf og innanríkisráðherra að staðfesta. Hann sagði að tilskipunin sem slík skilgreindi nokkuð vel hvað ætti að taka fyrir í endurmenntuninni. „Það er upprifjun á því sem menn lærðu í grunnnámi ásamt nýjungum og við- bótum,“ sagði Holger. Á vef Samtaka ferðaþjónust- unnar (saf.is) er að finna glærur sem Holger gerði fyrir um tveimur árum um auknar kröfur til atvinnubílstjóra. Af þeim má ráða nokkuð um hvað krafan um endurmenntun felur í sér. Þar kemur m.a. fram að tilskip- unin hafi verið sett árið 2003. Holger sagði það hafa verið gert til að sam- ræma kröfur til atvinnubílstjóra í EES hvað varðar færni þeirra og þjálfun. Einnig var markmiðið að auka umferðaröryggi, jafna samkeppnis- stöðu, auðvelda bílstjórum að aka í hinum ýmsu löndum EES, mæta kröfum vinnumarkaðarins og að staðla ökuskírteini í EES. Fram að því var mjög mikill munur á menntun og þjálfun atvinnubílstjóra í hinum ýmsu aðildarlöndum EES. Krafa tilskipunarinnar um grunnmenntun ökumanna hafði eng- in áhrif á Íslandi því hér var þá þegar krafist sambærilegrar menntunar. Hvað varðar reglubundna end- urmenntun þá eiga allir atvinnubíl- stjórar stórra ökutækja að fara á 35 stunda námskeið á fimm ára fresti. Lagt var upp með að kennt yrði í sjö stunda lotum. Í glærum Holgers kemur fram að efnistök í endur- menntun verði skilgreind þau sömu og í upphaflegri þjálfun. Almennt og sérhæft nám Holger sagði þetta ekki þýða að endurtaka ætti grunnkennsluna held- ur yrði fjallað um viðbætur og breyt- ingar, enda ætti að kenna reyndum ökumönnum en ekki byrjendum. Hvað varðar faglegar kröfur um endurmenntun er hugmyndin sú að allir bílstjórar fái endurmenntun um vistakstur, nýjungar í tæknibúnaði stórra ökutækja, ökurita, akstur, hvíld og nýjungar í regluverki. Einn- ig um umferðaröryggi, umferðarslys, viðbrögð á slysstað og skyndihjálp. Þessi þáttur gæti orðið um 60% endurmenntunarinnar. Þeir sem stunda fólksflutninga munu að auki fá upprifjun um öryggi farþega og heilbrigði. Þeir sem stunda vöruflutninga munu fá endur- menntun um hleðslu og frágang á farmi og farmskjöl. Þá verður boðið upp á val þar sem hægt er að fara í sérhæfða námsþætti eins og flutning fatlaðra eða kæliflutninga eða aðra sérhæfða flutn- inga. Það verður nánar útfært af þar til bærum námskeiðshaldara. Um- ferðarstofa, eða annar opinber aðili, þarf að samþykkja nám- skeiðin. Kröfur til atvinnubíl- stjóra samræmdar Morgunblaðið/Þorkell Endurmenntun Krafist verður endurmenntunar fyrir atvinnuökumenn stórra vöru- og fólksflutningabíla á fimm ára fresti samkvæmt frumvarpi. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2012 GLÆSILEG GJÖF FYLGIR FRAMTÍÐARREIKNINGI Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney heimilisréttabókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar Í frumvarpi til nýrra umferð- arlaga, sem liggur fyrir Alþingi, er kveðið á um að ökumenn stórra bíla sem vinna við fólks- og vöruflutninga skuli gangast undir endurmenntun á fimm ára fresti. Ákvæðið byggist á til- skipun ESB (2003/59/EB), sem gildir innan Evrópska efnahags- svæðisins (EES), og var hún leidd í íslenskan rétt með reglu- gerð 760/2006. Mæla þarf fyrir um efni ákvæðisins í lögum. Starfshópur um endur- menntun atvinnubílstjóra, sem stunda farþega- og vöruflutn- inga, á að útfæra nánar reglur um þá endurmenntun sem at- vinnubílstjórar þurfa að gangast undir á fimm ára fresti. Hópurinn mun skila tillögum þar að lútandi til innanríkisráðherra. Starfshópur gerir tillögur ENDURMENNTUN BÍL- STJÓRA Í FRUMVARPI Ragnheiður Guðmunds- dóttir, læknir, lést á heimili sínu 2. desember sl., 97 ára að aldri. Ragnheiður var fædd 20. ágúst 1915. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Bjarni Kristjánsson, skipstjóri og kennari við Stýrimannaskólann, og Geirlaug Stefánsdóttir. Ragnheiður lauk stúdentsprófi frá M.R. 1935 . Var við nám í þýskri og enskri bók- menntasögu við Kaupmannahafn- arháskóla 1935-36 en sneri þá heim og hóf síðar nám í læknisfræði og út- skrifaðist sem cand.med. frá Háskóla Íslands 1945. Hún stundaði sér- fræðinám í augnlækningum við New York Hospital og víðar í Bandaríkj- unum og einnig á Spáni þar sem hún lauk sérfræðingsprófi í augnlækn- ingum frá Escuela Profesional de Of- talmologia í Barcelona 1964. Hún fékk sérfræðingsleyfi í augnlækn- ingum á Íslandi 1966 og starfrækti eigin stofu í Reykjavík. Hún var einn- ig sérfræðingur á Sólvangi. Ragnheiður kenndi m.a. lífeðlisfræði tann- lækna við læknadeild H.Í., 1952-61 og var fyrsta íslenska konan sem kenndi við deild- ina. Hún kynnti sér nám og störf sjúkraliða í Bandaríkjunum 1962 og átti frumkvæði að námi sjúkraliða á Ís- landi. Ragnheiður var m.a. í stjórn Augnlækna- félags Íslands 1970-72 og formaður 1972-74, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur 1958-59 og sat lengi í stjórn Rauða kross Íslands. Hún sat í miðstjórn og flokksráði Sjálfstæðisflokksins og var formaður Landssambands sjálfstæð- iskvenna 1969-73. Ragnheiður var heiðursfélagi í Læknafélagi Íslands, Félagi kvenna í læknastétt á Íslandi, Félagi íslenskra háskólakvenna, Fé- lagi sjúkraliða, Golfklúbbi Reykjavík- ur, Golfklúbbi Ness og RKÍ. Ragnheiður giftist 1942 Magnúsi Víglundssyni, iðnrekanda og ræðis- manni Spánar. Þau skildu. Dóttir þeirra er Geirlaug Herdís. Andlát Ragnheiður Guðmunds- dóttir, læknir Anna Kristjana Torfa- dóttir, fyrrverandi borgarbókavörður, lést 30. nóvember síðastlið- inn á sextugasta og fjórða aldursári. Anna fæddist í Reykjavík 25. janúar 1949, dóttir Torfa Ás- geirssonar hagfræðings og Veru Pálsdóttur hús- freyju sem lifir dóttur sína. Anna varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969. Hún lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og al- mennri bókmenntasögu frá Háskóla Íslands 1976 og mastersgráðu í stjórnun frá University of Wales, Aberystwyth 1995. Anna starfaði sem bókasafnsfræð- ingur á Amtsbókasafninu á Akureyri frá 1976 til 1978. Í nóvember 1978 hóf hún störf við Borgar- bókasafn Reykjavíkur, fyrst sem bókasafns- fræðingur og síðan safnstjóri aðalsafns. Hún tók við starfi borgarbókavarðar árið 1998 og gegndi því starfi þar til í maí 2012 er hún lét af störfum vegna veikinda. Anna gegndi fjölda trúnaðarstarfa um æv- ina og sat meðal annars í stjórn Félags bóka- safnsfræðinga, rit- stjórn Bókasafnsins og stjórn Lands- kerfis bókasafna hf. Anna var stundakennari við Háskóla Íslands og gegndi auk þess nefndarstörfum á vegum menntamálaráðuneytis á vett- vangi bókasafnamála. Dóttir Önnu er Vera Júlíusdóttir og er maður hennar Gauti Sigþórsson. Andlát Anna Torfadóttir, fv. borgarbókavörður  Reglur um endurmenntun atvinnubílstjóra langt komnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.