Morgunblaðið - 05.12.2012, Side 42

Morgunblaðið - 05.12.2012, Side 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2012 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Frábær verð og persónuleg þjónusta Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði í gær að efnavopna- birgðir Sýrlandsstjórnar væru mikið áhyggjuefni og ein af ástæðum þess að mikilvægt væri að tryggja varnir nágrannaríkisins Tyrklands. NATO fjallaði í gær um beiðni Tyrkja um að Patriot-eldflaugavarnakerfi verði komið fyrir við landamæri Tyrk- lands og Sýrlands en á sama tíma hafa fregnir borist af því að í Sýr- landi sé hafin blöndun efna sem nota má til að búa til saríngas, sem er banvænt taugagas. „Möguleg notkun efnavopna væri algjörlega óviðunandi fyrir allt al- þjóðasamfélagið og ég myndi gera ráð fyrir umsvifalausum viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu,“ sagði fram- kvæmdastjóri NATO í gær en tals- maður franska utanríkisráðuneytis- ins og utanríkisráðherra Þýskalands tóku í sama streng. „Hver sem svo mikið sem veltir þessu fyrir sér ætti að vita að heim- urinn myndi refsa viðkomandi. Við krefjumst þess að endir verði tafar- laust bundinn á ofbeldið í Sýrlandi og að valdinu afsalað til stofnana sem undirbúa stjórnarskipti,“ sagði Guido Westerwelle. „Algjörlega óviðunandi“  Atlantshafsbandalagið, Þjóðverjar og Frakkar vara Sýrlandsstjórn við notkun efnavopna  Myndi kalla á umsvifalaus viðbrögð  Vilja tryggja varnir Tyrkja AFP Viðvörun Alþjóðasamfélagið mun ekki líða notkun efnavopna. Stjórnvöld í Washington óttast að frekari sókn uppreisnarmanna geti orðið til þess að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, ákveði að beita efnavopnum og að slíkar vopna- birgðir geti endað í höndum á hreyf- ingum sem eru óvinveittar Banda- ríkjunum og bandamönnum þeirra. Stjórnvöld í Damaskus hafa hins vegar ítrekað að þau myndu aldrei nota efnavopn gegn eigin borgurum en Sameinuðu þjóðirnar og Evrópu- sambandið hafa dregið mikið úr um- svifum sínum í Sýrlandi vegna versnandi öryggisástands þar. holmfridur@mbl.is Indónesískar vinnukonur ættu að forðast það að ráða sig til starfa í Malasíu, segir sendiráð Indónesíu í Kuala Lumpur. Yfirvöld í Malasíu frelsuðu á laugardag 105 konur, sem unnu launalaust sem vinnukonur á daginn en voru læstar inni á næturn- ar, í byggingu nærri höfuðborginni. Alls voru 95 kvennanna frá Indó- nesíu, sex frá Filippseyjum og fjórar frá Kambódíu. Malasía er eitt auðugasta ríkið í suðausturhluta Asíu og margar kon- ur frá fátækari nágrannalöndum, flestar frá Indónesíu, ráða sig þang- að sem vinnukonur eða húshjálp. Fjöldi tilfella misnotkunar hefur þó sett strik í reikninginn og valdið stirðleika í samskiptum ríkjanna. Ár- ið 2009 settu stjórnvöld í Indónesíu bann við miðlun vinnukvenna til Mal- asíu en því var aflétt fyrir um ári, eft- ir að samkomulagi var náð um betri vernd og vinnuaðstæður til handa indónesískum vinnukonum. „Yfirvöld í Malasíu ættu að grípa til harkalegra aðgerða. Það er betra fyrir indónesískar vinnukonur að vinna ekki í Malasíu,“ sagði talsmað- ur indónesíska sendiráðsins í Mal- asíu í gær. „Þeir óska eftir indónes- ískum vinnukonum en geta ekki verndað þær almennilega.“ Áður en bannið tók gildi 2009 voru um 300.000 indónesískar konur lög- lega skráðar vinnukonur í Malasíu en í landinu eru starfandi yfir 300 vinnumiðlanir sem sjá um ráðningar vinnukvenna. Ekki er langt um liðið frá því að auglýsing frá Malasíu, þar sem indó- nesískar vinnukonur voru auglýstar til sölu, fór eins og eldur í sinu um netið í Indónesíu. Þá bönnuðu stjórn- völd í Kambódíu í fyrra að vinnufólk væri sent til Malasíu, vegna fjölda tilkynninga um misnotkun. Ráði sig ekki til vinnu í Malasíu  105 vinnukonum haldið föngnum í Kuala Lumpur AFP Starf Erlendar vinnukonur njóta takmarkaðrar verndar í Malasíu. Fimmtán lög- reglumenn, tveir öryggisverðir og blaðaljósmynd- ari særðust í átökum sem brutust út að- faranótt þriðju- dags, eftir að borgarráðs- fulltrúar í Bel- fast samþykktu að hætta að flagga breska fánanum árið um kring. Breski fáninn hefur hangið uppi í ráðhúsinu í Belfast frá 1906 en þjóðernissinnar höfðu farið fram á að hann yrði alfarið fjarlægður og honum aldrei flaggað. Lendingin varð hins vegar sú að fáninn yrði tekinn niður en að honum yrði flaggað 17 tiltekna daga á ári. Í kjölfar ákvörðunar borgarráðs söfnuðust um 1.000 sambandssinn- ar saman við ráðhúsið og köstuðu m.a. flöskum og múrsteinum að lögreglu. Þá reyndi einhver fjöldi manna að brjóta sér leið inn í bygginguna. Átök í kjölfar ákvörðunar um að fjarlægja fánann Breski fáninn. NORÐUR-ÍRLAND Saríngas er lyktarlaust, bragðlaust og litarlaust taugagas sem getur borist í líkamann bæði með innöndun og í gegnum húðina. Það var upphaflega þróað sem skor- dýraeitur í Þýskalandi í valda- tíð nasista en var bæði fram- leitt í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Efnið getur m.a. valdið löm- un vöðva umhverfis lungun, heiftarlegum höfuðverkjum, flogum, ógleði, þvaglátum og niðurgangi en í stórum skömmtum leiðir það til með- vitundarleysis, lömunar og dauða. Upphaflega skordýraeitur EFNAVOPN Landbúnaðarverkafólk í De Doorns-héraði í Suður-Afríku hóf aftur verkfall í gær eftir tveggja vikna viðræðuhlé en verkafólkið hefur farið fram á að daglaun þess hækki úr 70 rönd- um, jafnvirði 997 íslenskra króna, í 150 rönd, eða 2.118 íslenskar krónur. Mikil ávaxtarækt er í De Doorns, sem liggur um 120 km norður af Höfðaborg, en tveir létust og miklar skemmdir urðu á innviðum í átökum sem brutust út þegar verkafólkið hóf ólöglegt verkfall áður en tveggja vikna samningalotan hófst. Landbúnaðarverkafólk í Suður-Afríku í verkfalli AFP Fara fram á jafnvirði 2.118 króna fyrir dagsverkið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.