Morgunblaðið - 05.12.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.12.2012, Qupperneq 44
BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Ákvörðun Ruperts Murdochsum að leggja niður TheDaily, fyrsta „dagblaðið“sem eingöngu er gefið út fyrir spjaldtölvur, ber því vitni að leit fjölmiðla að leið til þess að láta staf- ræna fréttaþjónustu bera sig er langt frá því lokið. Murdoch tilkynnti á mánudag að The Daily yrði lokað 15. desember vegna skorts á lesendum. Blaðið hefði verið „djörf tilraun“ en ekki borið sig. The Daily var hleypt af stokkunum í febrúar 2011 og átti þá að verða fyr- irmynd í umhverfi þar sem lesendum færi fækkandi og notendur leituðu í auknum mæli upplýsinga á netinu. Blaðið kostaði 99 sent á viku (125 krónur) eða 39,99 dollara (5.600 krón- ur) á ári. Talið er að blaðið hafi haft um 100 þúsund áskrifendur, en Mur- doch sagði í upphafi að til að rekst- urinn bæri sig þyrfti hálfa milljón áskrifenda. Þessari tilraun Murdochs er nú fundið allt til foráttu. Blaðið var of dýrt í rekstri og ritstjórnarstefnan engin auk þess sem það þótti und- arlega einangrað frá netinu. 30 milljónir dollara (3,7 milljarðar) voru settar í að setja blaðið af stað. Í upphafi kom fram að kostnaður við reksturinn yrði um hálf milljón dollara (62 milljónir króna) á viku eða um 26 milljónir dollara (3,2 milljarða króna) á ári. Miðillinn var blanda af fréttum og grafískum upplýsingum. Gagnrýn- endur sögðu að miðlinum hefði hins vegar mistekist að marka sér sérstöðu og boðið hefði verið upp á efni, sem hæglega hefði verið hægt að nálgast á netinu án endurgjalds. Þá hefði lítið verið gert til að vekja athygli á því eft- ir upphaflegu kynninguna. Fréttir hefðu aðeins verið aðgengilegar áskrifendum og því ekki vakið umtal, sem dreifing notenda á félagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook getur komið af stað. Trevor Butterworth skrifaði dálk undir heitinu „Upplýsingasamfélagið“ í The Daily. Honum var sagt upp í júlí þegar um þriðjungur starfsmanna blaðsins var látinn fara. „Fréttunum okkar var ekki mikið deilt og þær vöktu lítið umtal,“ sagði Butterworth við fréttaveituna AP. „Mér fannst ég vera að skrifa út í tómið.“ Grundvöllur blaðsins átti að byggj- ast á gríðarlegum vinsældum spjald- tölva. Það kom hins vegar aðeins út einu sinni á dag líkt og það væri prent- að á pappír og uppfærðist ekki. Þá var blaðið gríðarlega stórt, allt að eitt gígabæt eintakið, og gat tekið 10 til 15 mínútur að hlaða því niður. Blogg- arinn Matt Haughey, sem stofnaði bloggsamfélagsvefinn Metafilter.com, segir að slíkt sé fáheyrt fyrir stafræn- an fjömiðil. „Þeir slepptu því augljósa, netinu,“ sagði Haughey við AP og bætti við að þótt margir keyptu nú létta spjald- tölvu frekar en fartölvu, færi fólk enn á netið og léti sér ekki duga smáforrit eða „öpp“ til að tengjast. Þá var The Daily í upphafi aðeins aðgengilegt á spjaldtölvunni iPad frá Apple. Síðar komu útgáfur, sem studdust við stýriforritið Android. „Þetta var hluti af hluta af mark- aðnum,“ sagði Rebecca Lieb, sérfræð- ingur hjá greiningarfyrirtækinu Al- timeter Group, við fréttaveituna AFP. Henni kom ekki á óvart að The Daily skyldi lagt niður. „Það bauð ekki upp á neitt sem lesendur gátu ekki fengið í hvaða dagblaði öðru sem er og var ekki þekkt vörumerki,“ sagði hún. „Hefði ég verið Murdoch hefði ég hleypt af stokkunum einhverju, sem þegar hefur skapað sér nafn [eins og] Wall Street Journal.“ Spjaldtölvublað Murdochs brást AFP Búið „Aðgangur þinn er runninn út,“ segir á síðu spjaldtölvublaðsins The Daily. Þessari tilraun Ruperts Murdoch í útgáfu verður ekki haldið áfram. 44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnarliðar áþingi kvartaundan því að rætt sé um fjár- lagafrumvarp rík- isstjórnarinnar og skyldi engan undra. Fyrir þá sem að því ógæfu- lega frumvarpi standa og ætla sér að senda landsmönnum slíka jólakveðju væri vissulega betra að málið rynni umræðulítið í gegnum þingið svo enginn tæki eftir því sem þar er á ferðinni. Ríkisstjórnin hefur allar göt- ur frá því hún braust til valda í ársbyrjun 2009 hækkað skatta á fólk og fyrirtæki. Þar hefur engu verið eirt og skattar verið hækkaðir meira en eitt hundrað sinnum samkvæmt síðustu taln- ingu. Þrátt fyrir þetta er nú ætlunin að bæta frekari hækk- unum við enda hótun Stein- gríms J. Sigfússonar enn í fullu gildi: „You ain’t seen nothing yet.“ Einhverjir trúðu því ekki eft- ir allar þær skattahækkanir sem Steingrímur hafði staðið fyrir þegar þessi orð féllu að hann kæmist upp með að halda áfram að hækka skatta en þeir hinir sömu vanmátu vilja stjórnarliða til að seilast æ dýpra í vasa almennings. Að þessu sinni á meðal ann- ars að hækka vörugjöld á bíla- leigubíla, sem ferðaþjónustan, ekki síst á landsbyggðinni, hef- ur bent á að verði til mikils skaða. Sömu sögu er að segja um virðisaukaskatt á ferðaþjón- ustuna, sem verður tvöfaldaður. Þá verður fjársýslu- skattur hækkaður, almennt trygginga- gjald verður hækk- að, kolefnisskattur verður festur í sessi þvert á samninga, raforkuskattur framlengdur og hækkaður og svo mætti áfram telja. Stjórnarliðum má ljóst vera hversu skaðlegar þessar áfram- haldandi skattahækkanir eru fyrir atvinnu- og efnahagslíf og þar með fyrir atvinnustig í land- inu. Alþýðusambandið hefur til að mynda bent á að með þessum aðgerðum „tæmir ríkissjóður svigrúm fyrirtækja til launa- hækkana“ og Samtök atvinnu- lífsins taka í sama streng. Skiljanlegt er að stjórnar- liðar vilji síður að þessi atriði fái umræðu og reyni allt til að hindra stjórnarandstöðuna í að ræða efnislega um hið stór- skaðlega fjárlagafrumvarp. Stjórnarliðar vilja ekki að fólk átti sig á að með fjárlaga- frumvarpinu er enn verið að leggja drög að því að þrengja kost almennings í landinu. Vilji stjórnarliða stóð til þess að spuni þeirra yrði ofan á og al- menningur tryði því þegar órætt fjárlagafrumvarp hefði verið samþykkt að með því hefði mikill og óumdeilanlegur ár- angur náðst. Hafi umræður á þingi þessa dagana engan ann- an tilgang en að forða því að spuninn verði ofan á er þegar til mikils unnið. Alræmd hótun Steingríms J. heldur enn gildi sínu og nauðsynlegt er að almenningur átti sig á þeirri staðreynd} Enn eru skattahækkanir í fjárlagafrumvarpi Kate Hoey,þingmaður Verkamanna- flokksins breska, var hér á landi á dögunum og ritaði af því tilefni grein í Morgunblaðið um liðna helgi. Athyglisvert er að kynnast viðhorfum Hoey, sem varar Íslendinga eindregið við því að ganga Evrópusamband- inu á hönd, en hún hefur beitt sér fyrir því að Bretar gangi úr ESB. Samkvæmt könnunum eru 65% Breta sammála Hoey en samt sem áður er útgangan fjarri því að vera líkleg, enda leiðin greiðari inn en út. Í grein sinni ræðir Hoey meðal annars um áhrif ESB- aðildar á sjávarútveginn og segir sameiginlega sjávarút- vegsstefnu ESB fyrst og fremst taka tillit til hagsmuna spánskra fiskimanna. „Í júlí síðastliðnum kom út skýrsla sem er stórfelldur áfellisdómur yfir sjávarútvegsstefnu ESB. Skýrslan er eftir Mörtu Andreasen sem er Evrópu- þingmaður fyrir Suðaustur-Eng- landi. Fram kemur að um eitt hundrað þúsund störf hafa tapast í breskum sjávarútvegi vegna ESB,“ segir Hoey og bætir við: „Sameiginlega sjáv- arútvegsstefnan tæki yfir ís- lenskan sjávarútveg. Þið fengj- uð einhverjar tímabundnar undanþágur en hratt flýgur stund. Í stað skynsemi kæmi dýrt kerfi sóunar, stjórnað af búrókrötum sem ekkert vita um fiskveiðar. Jafnvel sjáv- arútvegsframkvæmdastjóri ESB viðurkenndi á síðastliðnu ári að sameiginlega sjáv- arútvegsstefnan gengi ekki upp.“ Íslensk stjórnvöld skella skollaeyrum við slíkum varn- aðarorðum. Þeim mun ríkari ástæða er fyrir almenning að leggja við hlustir. Full ástæða er fyrir Íslendinga að hlusta á orð þingmanns breska Verkamanna- flokksins um ESB} Varnaðarorð V íst er ég hátindur sköpunarverks- ins, æðsti ávöxtur þróunarsög- unnar, en sami kjáninn engu að síður. Ég trúi nefnilega á alls- kyns fyrirbæri sem ég ætti ekki að trúa á og hef trú á mörgu sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum þegar grannt er skoðað. Þannig er það nú með mannskepn- una, okkur er eðlilegt að leita að merkingu þar sem enga merkinu er að finna, að rökum þegar rök eiga ekki við og að tilgangi sem þó er óþarfur; veltum fyrir okkur spurningum eins og hver sé tilgangur tilverunnar og finn- um óteljandi tilgangslaus svör. Það er margsannað í tilraunum að fátt er eins órökrétt og þær rökréttu ákvarðanir sem við tökum dagsdagslega, hvort sem það er á gulu ljósi á leið í vinnuna, í biðröð í búð- inni eða í tillögusmíði á Alþingi. Gott dæmi um það síð- astnefnda er nýleg þingsályktunartillaga þriggja þing- kvenna og varaþingkvenna Samfylkingar og Vinstri grænna um „að fela velferðarráðherra að skipa starfs- hóp sem kanni hvort niðurgreiða skuli heildrænar með- ferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og/ eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts“. Trú á græðara sem þykjast geta læknað fólk er ótrú- lega almenn og ekki síður trú á handayfirlagningu / heilara, smáskammtalækningar / hómópata, nálastungu og Detox-læknismeðferð. Eins er furðu lífseig trú á ým- is fyrirbæri eins og andoxunarefni (engin merkjanleg virkni), svonefnda ofurfæðu (engin merkjanleg virkni) eða stórskammta af vítamínum (engin merkjanleg virkni) svo dæmi séu tekin. Það eina sem öll þessi vísindi gera er að auðvelda þeim sem þau stunda að hafa í sig og á, gera þá að sannkölluðum græðurum. Sumir græðaranna græða á því að selja fólki vellíðan, og ekki vert að amast um of við þeirri þjónustu eða hvaða eðlismunur er á því að láta sér líða vel í heita pottinum eða slaka á með volgri stólpípu? Miklu for- vitnilegra er að reyna að gera sér grein fyrir því af hverju fólk trúir á slíkt og / eða hefur trú á því. Ýmsar rannsóknir renna stoðum undir það okkur, mannskepnunni, er gjarnt að leita eftir mynstrum í frumskóginum og þegar við erum komin út úr honum höldum við áfram að leita eftir mynstrum. Slíkar rannsóknir hafa líka leitt í ljós að eftir því sem við höfum minni stjórn á aðstæðum okkar, erum aðþrengdari eða óöruggari, erum við gjarnari á að sjá sýnir og hafa trú á allskyns þvælu og samsæriskenn- ingum. Það er þó kannski ekki síst upplýsingaflóðið sem kaf- færir okkur, hjávísindagreinar skipta tugmilljónum og alvöruvísindagreinar milljónum, ríflega fimmtán millj- ónir slíkra greina komnar út las ég einhvers staðar, og fimm þúsund vísindarit gefin út á hverjum mánuði. Það er því varla nema von að allskyns hálfsannleikur fari á kreik, og jafnvel lygi, og erfitt fyrir meðaljóninn að átta sig á hverju eigi að trúa. Við því er aðeins eitt svar: Trúðu engu, kæri lesandi, nema mér. arnim@mbl.is Græðandi græðarar Pistill Árni Matthíasson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Lokun The Daily er aðeins hluti af miklum hræringum í News Corp, fjölmiðlaveldi hins 81 árs gamla Ruperts Murdochs, sem nú er verið að skipta í tvennt. Annars vegar verður lögð áhersla á kvikmyndafram- leiðslu og sjónvarpsrekstur, sem verður rekinn undir nafni Fox. Hins vegar er frétta- og útgáfuhlutinn, sem áfram verð- ur undir merkjum News Corp. Ástæðan fyrir þessari skipt- ingu er símahlerunarhneykslið, sem í sumar varð til þess að blaðið News of the World var lagt niður. News Corp skipt upp VELDI MURDOCHS Rupert Murdoch skiptir veldi sínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.