Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 2
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, svipti hulunni af nýrri tækni til að streyma sjónvarpsefni yfir netið fyrir fullum sal í Kaldalóni í Hörp- unni á þriðjudaginn. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að það styttist í markaðssókn til Norður- landanna. Hópur sem taki að sér að prófa tæknina, svokölluð betaprófun, verði stækkaður tvisvar fyrir jól og svo verulega eftir áramót, í framhaldi af því eigi að bjóða þjónustuna til sölu á Norðurlöndum. En tæknin virkar samt sem áður um allan heim. Þessar prófanir gefa fyrirtækinu færi á að bæta vöruna áður en hún fer í al- menna sölu. OZ hefur þróað nýja að- ferðafræði við að dreifa sjónvarps- útsendingu í háskerpu á netinu. Fólk nýtir eftir sem áður sitt sjónvarp til að horfa á efnið. Dreifing er sögð hagkvæm. Keyptu af Nokia Þróun kerfisins hófst fyrir tæplega þremur árum. Til að byrja með hét fyrirtækið Medizza en í sumar var nafnið OZ og lénið Oz.com keypt af Nokia. Veturinn 2008 keypti farsíma- fyrirtækið OZ m.a. af Skúla Mogen- sen. Guðjón sagði hins vegar skilið við fyrirtækið árið 2003, sem hann stofnaði fyrir rúmlega 20 árum, þá 17 ára gamall. Eftir niðurskurð hjá Nokia var OZ sameinað hinu breska Synchronica um mitt síðasta ár, und- ir breska nafninu, og sáu Medizzu- menn sér leik á borði, og keyptu nafnið OZ. Stofnandi Opera hluthafi Í sumar sagði Viðskiptablaðið jafn- framt frá því að Jón Stephenson von Tetzchner, annar stofnandi Opera, hefði slegist í hluthafahóp fyrirtæk- isins. Starfsmenn Opera eru yfir 700. Magnús Ragnarsson, leikari og fyrr- verandi framkvæmdastjóri Skjá- sEins og hjá Latabæ, gekk auk þess til liðs við félagið í vor. Guðjón sagði á kynningarfund- inum að Íslendingar hefðu verið aft- arlega á merinni í sjónvarpstækni- málum, og benti á Sky og TiVo sem væru framar, máli sínu til stuðnings, en að við værum í heimsklassa í að framleiða efni. En þeir hjá OZ hefðu mikinn áhuga á þessum tæknimálum. „Við einbeittum okkur í fyrsta fasa að vinnu að búnaði frá Apple. Það er góð byrjun. Þeir hafa vandað sig mikið. Við ætlum ekki að stoppa þar en þetta er frábær byrjun,“ sagði hann. Guðjón stóð á miðju gólfinu og sviflaði iPad mini og sagði að hann væri eins og afruglari. En hann virk- aði einnig sem fjarstýring. Fyrir aft- an hann var stórt bíótjald sem hann stýrði með græjunni og stillti á íþróttakappleik sem sýndur var á Ríkissjónvarpinu. „Þessi útsending fer í gegnum internetið,“ sagði hann, það eina sem þurfi sé þokkalegt þráðlaust net. Það er sem sé hægt að nýta tæknina til að horfa á hefð- bundnar sjónvarpsútsendingar. Þeir sem sátu í Hörpunni sáu ekki byrjunina á leik íslensku stelpn- anna á EM í handbolta, sem hófst skömmu áður en Guðjón steig á svið. Hann spólaði því einfaldlega á byrjun leiksins og hófst svo sýningin. „Þetta var ekki flókið. Ég segi ekki að plús- stöðvar séu dánar, heldur búnar að endurfæðast.“ En tækið geti spólað til baka allt að klukkutíma aftur í tímann. Margir kunni vel að meta það að geta spólað til baka, hafi þeir misst af byrjuninni á beinni útsend- ingu. Einnig er hægt að velja það sjónvarpsefni sem stöðvarnar sýna og láta tækið taka það upp þegar það er sýnt. Þá er hægt að horfa á efnið þegar manni hentar. Guðjón benti á að þessar sjón- varpsskrár væru stórar og þungar í vöfum í mörgum tækjum, en í OZ- kerfinu hikstuðu þær ekki. Var eins og að drekka vatn. Einnig er hægt að nýta kerfið til að dreifa sjónvarpsefni um allan heim og voru tvær íslenskar sjón- varpsstöðvar, sem vilja ná til allra í heiminum, kynntar til leiks. Önnur sérhæfir sig í að kynna íslenska tón- list en hin Ísland sem ferða- mannastað. OZ kynnir nýja tækni til að dreifa háskerpusjónvarpsefni Morgunblaðið/Golli Frumkvöðull Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, kynnti nýja vöru sem hann hefur unnið að í tæp þrjú ár. Hann sveiflaði iPad mini sem hann notaði til að stýra bíótjaldi og um græjuna fóru allar sjónvarpsútsendingar.  OZ mun bráðlega fara á markað á Norðurlöndum  Guðjón stýrði kvikmyndatjaldi með iPad mini OZ enn og aftur endurfætt »OZ dreifir sjónvarpsefni um netið. Sækir brátt á Norð- urlöndin. »Hægt að spóla beinar útsendingar til baka. »Keyptu nafnið og lénið af Nokia. Hét áður Medizza. »Jón Stephenson von Tetzchner, stofnandi Opera, keypti hlut í OZ í sumar. Samskip hafa breytt nafninu á gámaflutningafyrirtækinu Samskip Multimodal Container Logistics BV í Samskip Multimodal BV. Engar breytingar verða á starfsemi fé- lagsins eða merki Samskipa. „Með nafnbreytingunni er jafn- framt verið að undirstrika sterka stöðu Samskipa á alþjóðmarkaði sem fjölþátta flutningsfyrirtækis. Starfsemi Samskip Multimodal í Evrópu hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum, bæði með kaupum á öðrum félögum og innri vexti. Flutningsnet Samskip Multimo- dal nær um alla Evrópu, Eystra- saltslöndin, Rússland og Mið-Asíu,“ segir í fréttatilkynningu. Samskip Multimodal BV MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012 2 VIÐSKIPTI Verð á járni er nú rúmlega níu sinnum hærra en það var árið 2000 og verð á kopar rúmlega fjórum sinnum hærra, en álverð hefur lítið breyst á sama tíma. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að miklar tafir hafi verið á endanlegum ákvörð- unum um framkvæmdir hér á landi. Helstu ástæður seinkana hafi m.a. verið tafir í orkuöflun og tímabund- ið erfitt ástand í alþjóðlegum efna- hagsmálum. Markaðsvirði álfyrir- tækja hafi hríðlækkað. Álverð lítið breyst í 12 ár Morgunblaðið/Golli Álverð Járn hefur margfaldast í verði en álverð hefur lítið breyst á 12 árum. Gistinætur á hótelum fyrstu tíu mánuði ársins voru 1.563.200 en til samanburðar 1.339.100 á sama tímabili árið 2011. Gistinóttum er- lendra gesta hefur fjölgað um 18% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 10%. Gistinætur á hótelum í október voru 140.500 samanborið við 117.200 í október 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinótta í október en gistinóttum þeirra fjölgaði um 23% samanborið við október 2011. Á sama tíma voru gistinætur Íslend- inga 10% fleiri en árið áður, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum. 18% fjölgun útlendinga Morgunblaðið/RAX Hótel Rangá Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum. Samdrátturinn í bresku efnahagslífi 2012 verður meiri en 0,1%, sem áður hafði verið spáð, og hag- vöxturinn verður minni í framtíðinni en áður hafði verið spáð. Þetta kom fram í ræðu George Os- borne fjármálaráðherra í breska þinginu í gær, samkvæmt BBC. Breska ríkisstjórnin breytti í gær efnahagsspá sinni en á næsta ári er spáð 1,2% hagvexti, 2% ár- ið 2014 og 2,3% árið 2015. Á þriðja ársfjórðungi mældist loks hagvöxtur á ný eftir samdrátt í níu mánuði. Geroge Osborne Samdráttur í Bretlandi Bandaríski bankinn Citigroup til- kynnti í gær að ellefu þúsund starfsmenn bankans myndu missa vinnuna. Flestir þeirra starfa á við- skiptabankasviði. Fram hefur komið að útlit er fyr- ir miklar afskriftir hjá Citigroup á yfirstandandi ársfjórðungi sem og þeim næsta. Alls munu 6.200 starfsmenn á viðskiptabankasviði Citigroup missa vinnuna en dregið verður úr bankastarfsemi í löndum eins og Pakistan, Tyrklandi, Paragvæ, Úrugvæ og Rúmeníu. Eins verður fólki sagt upp í Bandaríkjunum, Brasilíu, Hong Kong, Suður-Kóreu og Ungverjalandi. Citi segir upp 11 þúsund manns Fjárfestingatækifæri. Rótgróið og vel rekið innflutningsfyrirtæki á sviði véla og tækja fyrir sveitafélög, verktaka, golfvelli og almenning er til sölu. Fyrirtækið er söluaðili fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum á sínu sviði. Auk þess rekur fyrirtækið eigið þjónustuverkstæði. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir: Hörður Hauksson GSM: 896-5486 / hordur@grm.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.