Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012
9Gæludýrahagkerfið í desember
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Tilboðsverð kr. 99.900
Vita Mix kanna fylgir með meðan birgðir endast
Fullt verð kr. 117.530
Jólagjöfin í ár!
Skýrslur og vottorð með
hverri sendingu
Innflutningur á gæludýrafóðri er háður mjög ströngum kröfum sem
leggja aukna byrði á herðar seljenda. „Við seljum gæðafóður frá tékk-
neska framleiðandanum Brit og er um evrópska gæðaframleiðslu er að
ræða. Samt sem áður þarf að framvísa ófáum skýrslum og vottorðum
með hverri sendingu, en það hjálpar þó til að umstangið er minna þegar
flutt er inn frá evrópskum framleiðanda en t.d. bandarískum eða asísk-
um,“ segir Magnús og bætir við að hækkandi flutningskostnaður hafi
meðal annars gert róðurinn þyngri síðustu misseri.
„Gæludýrafóður ber hámarks virðisaukaskatt en ekki mikla tolla eða
gjöld. Hins vegar var nýlega að bætast við nýr útgjaldaliður þegar Mat-
vælastofnun hóf að rukka gjald fyrir innflutningstilkynningar og skrán-
ingarskjöl. Þetta eru ekki neitt svakalegar upphæðir en engu að síður
leiðinlegur útgjaldaauki.“
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Er framtíð gæludýravöru á net-
inu? Magnús Gylfason á og rekur
verslunina Petmax.is sem sérhæfir
sig í sölu á hunda- og kattafóðri
yfir netið. Áður rak Magnús litla
fóðurverslun undir sama nafni í
Skútuvogi en að auki rekur hann
heildsölu samhliða netversluninni.
Magnús segir að víða um heim
séu gæludýraeigendur í auknum
mæli farnir að stóla á netverslanir
til að kaupa fóður fyrir dýrin sín.
„Þegar fólk er búið að finna góða
fóðurtegund sem hentar dýrinu þá
verður þetta í raun bara spurning
um að fá vöruna senda heim með
reglulegu millibili. Með þessu er
verið að gera líf gæludýraeigand-
ans einfaldara, spara sporin og
minnka umstang enda getur það
verið töluvert verk að burðast
heim með 15 kg poka af stór-
hundafóðri.“
Neytendur vilja
netverslun og lágt verð
Petmax.is á m.a. í samstarfi við
verslunina Gæludýr.is, sem einnig
leggur mikla áherslu á netsölu. Þá
er Petmax með litla verslun í
Hamraborg sem opin er á mánu-
dögum. Magnús segir greinilegt að
viðskiptamódelið sem Petmax og
Gæludýr.is nota dugi vel á mark-
aðnum eins og hann er í dag. „Að
sérhæfa sig í gæðavöru á lægra
verði samhliða netverslun virðist
vera rétta formúlan. Viðbrögð
markaðarins eru góð og þeir sem
voru seinir á sér að koma auga á
þessa þróun virðast ætla að fara
halloka í samkeppninni,“ segir
hann.
Netverslun eingöngu virðist
þó ekki skapa nógu sterkan grund-
völl og þarf helst að hafa „alvöru“
verslun þar sem neytendur geta
kynnst vörunni og handfjatlað
hana. „Það skiptir fólk miklu máli
að fá að sjá hlutina með eigin aug-
um áður en verður af kaupunum.“
Hjá Petmax hefur Magnús
farið þá leið að
bjóða upp á
ókeypis heim-
sendingu. Hann
segir það bæði
hafa sína kosti
og galla að selja
gæludýrafóðrið
með þessum
hætti. „Það
veldur t.d.
ákveðinni
óvissu að send-
ingarkostn-
aðurinn getur
verið mjög mis-
hár eftir því
hvar á landinu
við-
skiptavinurinn er staddur. Landið
er eitt verðsvæði fyrir bréfapóst
en í tilviki pakkasendinga er land-
inu skipt upp í nokkur verðsvæði
og getur munað á bilinu 30-40% á
dýrasta svæðinu og því ódýrasta.“
Sveiflur í sendingarkostnaði
Sendingarkostnaðurinn er felldur
inn í verð vörunnar en Magnús
tekur á sig áhættuna af því hvort
viðskiptavinurinn er á dýrara eða
ódýrara sendingarsvæði. „Á móti
kemur að þessi þjónusta opnar
okkur leið inn á stærri markað.
Mjög margir af viðskiptavinum
okkar eru búsettir úti á lands-
byggðinni og kunna vel að meta að
þurfa ekki að gera sér ferð um
langan veg til að kaupa gott fóður
handa hundinum
eða kettinum á
heimilinu. Við
sjáum einmitt að
salan er mjög
sterk á svæðum
þar sem ekki er
að finna sérhæfð-
ar verslanir með
gæludýravörur
og úrvalið mjög
takmarkað.“
Þó
sendingar-
kostnaðurinn sé
ekki lítill þá er
líka vert að huga að því hvernig
netverslunarmódel Petmax kemur
út í samanburði við hefðbundinn
gæludýraverslunarrekstur. „Ég
hugsa að þegar allt er tekið með í
dæmið þá sé álíka mikill kostnaður
sem fylgir því að bjóða upp á
ókeypis heimsendingu og gera út
frá litlu rými á ódýrum stað ann-
ars vegar og hins vegar að halda
úti verslunarhúsnæði með háa
leigu og alls konar útgjöldum sem
fylgja búðarrekstri.“
Morgunblaðið/Ernir
Umstang Magnús segir bæði íbúa á landsbyggðinni og í höfuðborginni
sækja í þau þægindi að fá hunda- og kattafóðrið heim að dyrum.
Gæludýrafóður kjörið
fyrir netverslun
Selur gæludýrafóður yfir netið og býður ókeypis heimsendingu Skapar ákveðna
óvissu í rekstrinum að sendingarkostnaður er mjög mishár eftir landshlutum
EKKI EINFALT VERK AÐ FLYTJA INN GÆLUDÝRAFÓÐUR