Morgunblaðið - 06.12.2012, Side 6

Morgunblaðið - 06.12.2012, Side 6
Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar aðgerðir - Lagt til að allur gjaldeyrir þrotabúanna verði skilaskyldur til Seðlabankans og notaður til að losa um alla snjóhengjuna Heimild: Hagfræðideild Landsbankans. Áætlaðar gjaldeyrisgreiðslur til erlendra kröfuhafa Um 1.720 milljarðar króna (allt að 10,5 milljarðar evra) 402 milljarðar króna Krónur á innstæðu- reikningum og ríkis- tryggð skuldabréf 826 milljarðar króna Eignarhlutir í nýju bönkunum, skuldabréf Landsbankans og gjaldeyriskröfur á innlenda aðila Hægt yrði að losa út alla snjóhengjuna á gengi í námunda við 275 krónur gagnvart evru Allar heimtur af erlendum eignum gerðar skilaskyldar, en heimilt að greiða til forgangskröfuhafa Óskuldsettur gjaldeyrisforði upp á 1.230 milljarða króna (allt að 7 milljarðar evra) +1.228 milljarðar króna FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is E rlendir kröfuhafar föllnu íslensku bankanna gera sér í auknum mæli grein fyrir því að þeim eru settar þröngar skorður til að bregðast við með árangursríkum hætti fari svo að þrotabúin verði skikkuð til að greiða aðeins út í íslenskum krónum. Þrátt fyrir að bæði slitastjórn Kaupþings og Glitnis hafi fyrir skemmstu skilað inn drögum að nauðasamningi til Seðlabankans, sem hart er sótt að verði samþykktur sem allra fyrst, þá hefur verulega dregið úr væntingum kröfuhafa um það sem þeir höfðu áður vonast eft- ir að bera úr býtum í kjölfar uppgjörs bankanna. Til marks um það hefur verið nokkur söluþrýst- ingur á umliðnum vikum með kröfur í Glitni og Kaupþingi og verðmæti þeirra lækkað um 10%. Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé nú almennt ríkur vilji fyrir því meðal stærstu kröfuhafa þrotabúanna, sem áður var ekki fyrir hendi, að skoða með opnum huga ýmsar leiðir sem miða að því að ná fram verulegum afskriftum á þeim krónueignum sem þeir sætu uppi með að öðru óbreyttu í kjölfar mögulegra nauðasamn- inga. „Þeir eru búnir að færa víglínuna langt aft- ur,“ segir heimildarmaður, sem þekkir vel til. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa að undanförnu átt sér staðar óformlegar við- ræður um mál er varða uppgjör bankanna og fyr- irhugaða nauðasamninga milli annars vegar ráð- gjafa og fulltrúa erlendra kröfuhafa og hins vegar efnahags- og fjármálaráðuneytisins og Stein- gríms J. Sigfússonar, atvinnuvegamálaráðherra. Alþingi leiðrétti mistök Með þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um gjaldeyrismál á Alþingi í mars síðastliðnum voru þrotabú gömlu bankanna færð undir lög og reglur sem þau höfðu áður verið undanþegin. Sú breyting varð hins vegar í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar, eins og áður hefur verið sagt frá í Viðskiptablaði Morgunblaðsins, að gerð var tilslökun varðandi útgreiðslu gjaldeyris sem þeg- ar var laus til ráðstöfunar þann 12. mars þegar lögin voru samþykkt. Seðlabankanum var einnig gert að birta og útfæra reglur um ráðstöfun gjaldeyris af sölu annarra eigna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst leggja fulltrúar er- lendu kröfuhafanna á það mikla áherslu að sá gjaldeyrir sem til sé í reiðufé og er nú vistaður er- lendis – um 700 milljarðar – verði greiddur út til kröfuhafa. „Það virðist vera sú lína sem þeir ætla að draga í sandinn,“ útskýrir heimildarmaður sem vel þekkir til ráðgjafahóps kröfuhafanna. Sumir eru hins vegar þeirrar skoðunar að það standi ekkert í vegi fyrir því að Alþingi ein- faldlega „leiðrétti mistök sín frá því í mars,“ eins og annar viðmælandi Morgunblaðsins orðar það, og breyti lögunum með þeim hætti að búunum verði ekki heimilt að greiða út gjaldeyri sem til sé í reiðufé nema með sérstakri undanþáguheimild Seðlabankans. „Þessir vogunarsjóðir munu auð- vitað ganga eins langt og hægt er,“ segir heimild- armaður sem hefur starfað lengi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Stjórnvöld ættu hins vegar, í ljósi þess að lögsagan er öll innan Íslands, að geta samið mun betur en það sem þessir erlendu aðilar halda fram að séu þeirra sársaukamörk.“ Fengu vopn í hendurnar Sem kunnugt er hefur Seðlabankinn ekki sett neinar reglur um ráðstöfun gjaldeyris vegna sölu á eignum þrotabúanna frá og með 12. mars. Vax- andi þrýstings gætir á vettvangi stjórnmálanna um að lögum verði breytt þannig að slík reglu- gerðarskylda um útflæði gjaldeyris hvíli ekki á herðum Seðlabankans – heldur verði einungis veitt á grundvelli undanþágu. Innan Seðlabank- ans yrði slíkri breytingu almennt tekið fagnandi enda var það skoðun margra að það hefði verið mjög óheppilegt að bankanum hefði verið fengin þessi reglugerðarsetning. „Með þessu var í raun verið að gefa slitastjórnunum vopn í hendurnar,“ segir einn heimildarmaður blaðsins, en bætir því við að erlendu kröfuhafarnir óttist mjög þær breytingar sem gætu verið í uppsiglingu í þessum efnum. „Þeir eru skíthræddir.“ Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hafa fulltrúar og ráð- gjafar stærstu kröfuhafa bankanna að und- anförnu fundað einu sinni í viku, á sunnudagskvöldum, þar sem farið er yfir frétta- Erlendir kröfuhafar færa  Kröfuhafar föllnu bankanna viljugir til að skoða ýmsar leiðir sem miða að afskriftum á krónueignum þeirra  Óttast þær lagabreytingar sem gætu verið í uppsiglingu  Hafa léð máls á því að selja krónueignir á genginu 300-350 gagnvart evru  Viðmælendur Morgunblaðsins segja að Seðlabankinn ætti að hóta kröfuhöfum að greitt verði í krónum  Vaxandi fylgi við slíkar hugmyndir innan Seðlabankans  Forstöðumaður Hag- fræðideildar Landsbankans segir Seðlabankann hafa einstakt tækifæri til að eignast óskuldsettan gjaldeyrisforða  Gagnrýnir Seðlabankann fyrir að áætla að „allt muni ganga upp eins og best verður á kosið“  Seðlabankinn mun ekki taka einhliða ákvarðanir um mögulega nauðasamninga MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012 6 VIÐSKIPTI Ljóst er að þörf er á umtalsverðum af- gangi af vöru- og þjónustuviðskiptum svo íslenska þjóðarbúið – aðilar fyrir utan rík- issjóð – geti greitt afborganir og vexti af erlendum skuldbindingum sínum án þess að slíkar greiðslur setji verulegan þrýsting á gengi krónunnar eða að gengið verði á skuldsettan gjaldeyrisforða Seðlabankans. Samkvæmt spá Seðlabankans sem birtist í nóvemberhefti Peningamála er gert ráð fyrir því að sá afgangur muni nema um 112 milljörðum króna á þessu ári, eða 6,5% af vergri landsframleiðslu. Það er þó nokkuð lægri upphæð en á síðasta ári þegar af- gangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 134 milljörðum. Í nýjustu Peningamálum er spá Seðla- bankans um vöru- og þjónustuskiptajöfnuð á árunum 2013 og 2014, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, jafnframt uppfærð talsvert frá spá bankans í ágústmánuði. Bankinn gerir nú ráð fyrir því að afgangur af utanríkisviðskiptum Íslands verði ann- ars vegar 7,3% og hins vegar 6,6% af landsframleiðslu á þessum árum. Aukn- ingin frá fyrri spá bankans, sem var sett fram aðeins þremur mánuðum áður, nemur meira en fjórum prósentustigum. Samtals er því um að ræða hátt í 70 milljarða króna sem bætast við vöru- og þjónustuviðskipta- afganginn á árunum 2013 og 2014 sam- kvæmt uppfærðri spá Seðlabankans. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Morgunblaðið leitaði til hafa margir hverjir efasemdir um að efnahagshorfur til skamms og meðallangs tíma gefi ástæðu til að reikna með mun hagstæðari vöru- og þjónustuskiptajöfnuði en áður var talið – ekki síst þegar horft sé til erfiðra að- stæðna á helstu útflutningsmörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurðir. Einn viðmælandi rifjar upp í þessu samhengi minnisblað Seðlabankans sem var sent til fjár- laganefndar Alþingis sumarið 2009 varð- andi fyrstu Icesave-samningana og erlenda greiðslubyrði Íslands. Þar var sett fram spá um útflutningsjöfnuð á tímabilinu 2009 til 2015 sem var ein helsta forsenda nið- urstöðu Seðlabankans um að þjóðarbúið væri „fyllilega fært um að standa undir Icesave-samningunum. […] Menn ættu að hafa gott borð fyrir báru í gjaldeyr- isvarasjóði allt tímabilið.“ Sé aftur á móti litið til þess hver þróunin hefur annars veg- ar orðið á árunum 2009 til 2011 og hins vegar til nýjustu spár Seðlabankans má áætla að gjaldeyrisöflun Íslands verði hátt í 300 milljörðum minni á árunum 2009 til 2015 en gert var ráð fyrir í fyrrnefndu minnisblaði Seðlabankans sumarið 2009. Spáir um 70 milljörðum meiri afgangi NÝJASTA SPÁ SEÐLABANKANS GERIR RÁÐ FYRIR MUN MEIRI AFGANGI AF VÖRU- OG ÞJÓNUSTUVIÐSKIPTUM NÆSTU TVÖ ÁRIN Ofmat afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum um tæpa 100 milljarða 2009-2012 - Seðlabankinn spáir miklu minni afgangi 2013-2015 en gert var ráð fyrir 2009 Tölurnar eru í milljörðum króna. Heimild: Hagstofan,minnisblað Seðlabankans 2009 og Peningamál Seðlabankans í nóvember 2012. Spá Seðlabankan 2009 Rauntölur og spá Seðlabankans 2012 250 200 150 100 50 0 2009 2015 154 129 167 132

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.