Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 12
Reykjavíkurborg mun verja tæpum sjö milljörðum til fjárfestinga á árinu. Meðal stórra verkefna sem fyrirhuguð eru á árinu 2013 eru gagngerar endurbætur á Hverfis- götu. Þá mun undirbúningur upp- byggingar á skólahúsnæði, sundlaug og íþróttasal í Úlfarsárdal hefjast á árinu en alls mun Reykjavíkurborg leggja 1.850 milljónir í það verkefni á næstu fimm árum. Meginþungi þess verkefnis verður árin 2015 og 2016. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík- urborg en fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt í borgar- stjórn í fyrradag. „Við vinnslu fjár- hagsáætlunar hefur mjög verið litið til aðgerða á vinnumarkaði sem nauðsynlegt er að ráðast í á næsta ári … Rúmur helmingur útgjalda að- alsjóðs borgarinnar fer til skóla- og frístundamála. Á næsta ári verður aukið fjármagn veitt til sérkennslu og afleysingahlutfall í leikskóla- kennslu verður fært til þess horfs sem var fyrir hrun,“ segir í tilkynn- ingu. Áætlað er að afkoma samstæð- unnar, A- og B-hluti, batni um 5,6 milljarða króna á tímabilinu til 2017 og að hún muni skila jákvæðri nið- urstöðu allt tímabilið. Fjárfesta fyrir sjö milljarða í borginni Það er skynsamleg stefna hjá Ómari Svavarssyni, forstjóra Vodafone, að tala fyrir því að símafyrirtækin fari í samstarf um að setja upp 4G- farsímakerfi. Uppsetningin kostar fúlgu fjár. Með slíku samstarfi má lágmarka kostnað, en hámarka fram- legð af símtölunum sem og tryggja sér aðgang kerfinu. Erfitt er að ímynda sér að fjar- skiptafyrirtæki sem vilji vera leiðandi á markaði til lengri tíma geti sleppt því að ráðast í slíka uppbyggingu. (Ekki nema annar betri valkostur bjóðist). Ómar hefur bent á að tvö bresk fyrirtæki hafi farið í 4G- samstarf. Þetta er því ekki óþekkt. Raunar hafa fjarskiptafyrirtæki gjarnan sameinast um að fjárfesta í og reka dýra tækni. Útherji vonast til að 4G-samstarf muni efla samkeppni á markaði á róstusömum tímum, frekar en draga úr henni, því þessi fjárfesting verður þá ekki jafn stór biti fyrir fyrirtækin að kyngja, og þau treysti sér frekar í baráttu um viðskiptavini. Heilbrigður rekstur er forsenda samkeppni. Hluthafar geta glaðst yfir því að stjórnendur Vodafone virðast ætla að stíga varlega til jarðar þegar kemur að uppbyggingu á 4G. Það er þannig með fjárfestingar, að það er mikil- vægt að sjá að þær muni skila sér til baka með arði. Það skiptir ekki mestu máli að eiga ávallt flottasta vopnabúrið. Stjórnendurnir sjá vænt- anlega að fjárfestar eru ekki ýkja spenntir fyrir miklum fjárútlátum, og leggja ríka áherslu á að fyrirtækið muni fjárfesta fyrir 8-12% af veltunni á ári, sem sé alþjóðlegt viðmið í þess- um rekstri. Svo hefur Ómar reyndar vakið at- hygli á því að 5G sé á næsta leiti. Það væri vissulega dýrkeypt að hafa lagt háar fjárhæðir í 4G ef næsta kynslóð er handan við hornið. Samstarf skynsamlegt í 4G-uppbyggingu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Varkárni Vodafone-auglýsing frá 2008. Skítt með kerfið? Nei. Það borgar sig fyrir að huga vel að því. Það getur verið dýrkeypt að veðja á rangan hest.  Útherji Réttarríkið Þóroddur Bjarnason Frá því að bandaríski fjárfesting- arbankinn Lehman Brothers fór í þrot 2008 hafa ríkisstjórnir beggja vegna Atlantshafsins þurft að dæla peningum skattborgara í mörg stór fjármálafyrirtæki í því augnamiði að forða þeim frá falli. Ekki hefur verið talið mögulegt að „leyfa“ slík- um bankastofnunum að verða gjald- þrota – „of stórir til að fara á haus- inn“ – þar sem það gæti valdið skelfingu á mörkuðum. Sökum þessa hefur það því verið talið eitt mikilvægasta úrlausnarefnið á al- þjóðlegum vettvangi hvernig koma megi í veg fyrir að skattgreiðendur þurfi í framtíðinni að bera kostn- aðinn af því þegar stórar fjár- málastofnanir lenda í greiðsluvand- ræðum. Þrátt fyrir að stórir alþjóðlegir bankar séu því allajafna taldir kerf- islægt mikilvægari fyrir fjár- málakerfið en þeir sem minni eru þá geta litlar fjármálstofnanir eftir sem áður valdið verulegum skaða fyrir raunhagkerfið. Þetta á ekki síst við í þeim tilfellum þegar slíkir bankar auka lánveitingar meira og minna til sömu fjárfestinganna. Rétt eins og vakin er athygli á í pistli á vef breska vikuritsins The Economist er skemmst að minnast sparisjóðakreppunnar í Bandaríkj- unum í upphafi áttunda áratugar – stærstu fjármálakreppu landsins frá Kreppunni miklu – sem kostaði skattgreiðendur að lokum milljarða Bandaríkjadala. Meira en eitt þús- und sparisjóðir fóru í greiðsluþrot, fyrst og fremst vegna ógætilegra lána til fasteignakaupa. Svipað er uppi á teningnum á Spáni um þessar mundir. Þá gríð- arlegu fasteignabólu sem mynd- aðist þar í landi við upphaf alda- móta má einkum rekja til gegndarlausrar útlánaaukningar spænskra sparisjóða – svonefndir Cajas – til fjárfestinga í íbúðum og nýbyggingum fasteigna. Í frétta- skýringu sem birtist í Financial Times í vikunni eru ennfremur leiddar að því líkur að þýsku spari- sjóðirnir – sem kallast Sparkassen – gætu mögulega staðið frammi fyr- ir sömu örlögum vegna ógætilegra útlána á umliðnum árum. Sú útlána- aukning stafar ekki síst af því, að því er fram kemur í frétt Financial Times, að um er að ræða skugga- bankastarfsemi, þar sem ekki gildir jafn strangt regluverk um slíka starfsemi og þá banka sem stærri eru. Meiri eignir en Deutsche Bank Þótt enginn af þeim 423 sparisjóð- um sem eru nú starfræktir í Þýska- landi geti talist kerfislægt mik- ilvægur má ekki horfa framhjá nánum tengslum þeirra við stóru þýsku fylkisbankanna – svokölluðu Landesbanken – en samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Moody’s nema samanlagðar eignir „spari- sjóðafjölskyldunnar“ meira en þús- und milljörðum evra. Sú fjárhæð er hærri en allar eignir þýska stór- bankans Deutsche Bank, sem er jafnframt stærsti banki evrusvæð- isins, auk þess sem hlutfall inn- og útlána sparisjóðanna á þýskum bankamarkaði nemur meira en þriðjungi. Á það er bent í frétt Financial Times að stjórnendur sparisjóðanna hafa lagt á það mikla áherslu að starfsemi sjóðanna falli ekki undir áform Evrópusambandsins um að koma á fót sameiginlegu evrópsku innstæðutryggingakerfi. Að sögn þeirra er engin nauðsyn á slíku enda veiti sparisjóðirnir ótakmark- aða ábyrgð gagnvart hvor öðrum. Sumir hafa hins vegar sagt að sú bakábyrgð sé orðum aukin sem hafi meðal annars sýnt sig þegar forða þurfti nokkrum fylkisbönkum frá greiðsluþroti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Í sumum til- fellum veittu sparisjóðirnir ekki þær fjárhæðir til björgunaraðgerð- anna sem hlutfallslegt eignarhald þeirra í fylkisbönkunum sagði til um. Gæti komið í bakið á þeim Á meðal helstu ráðamanna í Þýska- landi er jafnframt mikil andstaða við það að þýska sparisjóðakerfið verði hluti af fyrirhuguðum áform- um um evrópskt bankabandalag sem um gildir strangara regluverk. Haft er eftir talsmanni Samtaka sparisjóðanna í Financial Times að bankarnir hafi komist áfallalaust í gegnum fjármálakreppuna og engin kerfislæg áhætta stafi af starfsemi þeirra fyrir evrópska fjármálamark- aði. Sumir greinendur hafa hins vegar bent á að þýsku fylkisbankarnir hafi verið helstu kaupendur að ótrygg- um fjármálavafningum í aðdrag- anda fjármálakreppunnar árið 2008. Það væri því hægt að færa rök fyrir því að sú neyðaraðstoð sem veitt hefur verið til skuldahrjáðustu evruríkjanna hafi ekki aðeins gagnast almenningi þar í landi – heldur ekki síður þýskum fjármála- fyrirtækjum. Sökum þessa gæti andstaða þýskra ráðamanna við bankabandalag sem næði einnig til smærri fjármálastofnanna þar í landi að lokum komið í bakið á þeim. Útlán þýskra sparisjóðabanka - til annarra aðila en fjármálafyrirtækja (milljarðar evra) Heimild: Financial Times og Þýski seðlabankinn. 800 780 760 740 720 700 2005 2012 Sokkinn kostnaður Hörður Ægisson hordur@mbl.is Minna ekki alltaf betra Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.