Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012 11Gæludýrahagkerfið í desember EKKI MIKIÐ AÐ GRÆÐA Á HUNDA- RÆKTUN ÞEGAR ALLT ER TALIÐ MEÐ Eftirsóttar teg- undir kosta sitt Ættbókarfærðir hvolpar undan verðlauna- foreldrum seljast fyrir háar upphæðir og ekki að furða að sumir kunni að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja stunda hunda- ræktun í hagnaðarskyni. Eitt got getur verið hundraða þúsunda virði og söluverð allra hvolpanna jafnvel farið yfir milljón. Fríður segir það samt mikinn misskiln- ing að hundaræktun sé gjöful tekjulind. „Hundaræktun kallar á mikla vinnu og út- gjöld og er alls ekki eitthvað sem fólk ætti að líta á sem gróðatækifæri. Ef allt er tek- ið með í reikninginn eru hundaræktendur sennilega á mjög lélegu tímakaupi.“ Fríður segir ánægjulega þróun að al- menningur virðist vera betur meðvitaður um mikilvægi þess að velja hunda frá vönduðum ræktendum. „Netið gerir það að verkum að aldrei hefur verið auðveld- ara að leita upplýsinga um ræktendur og hvort ekki er allt með felldu hjá þeim.“ PARIS HILTON-TÍSKAN LIÐIN TÍÐ Stunda útivist með hundinum Á hátindi góðærisins bar töluvert á því að fólk keypti fatnað á smáhundana sína. Að- alpæjur bæjarins hermdu eftir Paris Hil- ton og klæddu litla Chihuahua-snúða upp í krúttlegar peysur og boli. Fríður segir þetta æði virðast alveg að baki og ekki mikil sala á tískufatnaði fyrir hunda. „En á móti kemur allgóð sala í ýmiss konar hlífð- arfatnaði fyrir hunda. Greinilegt er að margir eru duglegir að stunda útivist með hundinum sínum og gott að eiga hlífð- arflík sem heldur óhreinindum, kulda og vætu frá feldi hundsins. Þá eru ýmsar teg- undir ekki endilega gerðar til að þola vel íslenskt veðurfar, kulda og slabb, og þykir betra að fara út úr húsi í góðri kápu.“ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is í Mosfellsbænum má finna verslunina Hunda- heim, litla vininn fyrir fjórfætlingana í bæj- arfélaginu. „Ég hóf reksturinn árið 2007 og þá bara sem netverslun. Ástæðan fyrir því að ég fór af stað með þetta verkefni var að ég hafði fengist við hundaræktun frá árinu 2003, gert mikið af því að panta inn vörur fyrir sjálfa mig og vini mína sem deila þessu áhugamáli og hlóð það fljótt utan á sig,“ segir Fríður Esther Péturs- dóttir, eigandi verslunarinnar. „Stofan á heimilinu varð fljótt að lager, og þegar hún fylltist endanlega var orðið tíma- bært að opna verslunarhúsnæði. Ég hætti í vinnunni og fjölskyldan fluttist frá Selfossi hingað í Mosfellsbæinn þar sem við rekum nú verslunina. Fyrst þurftum við ekki nema 50 eða 60 fermetra en stækkuðum svo við okkur og er verslunin nú 120 fm að stærð. Reksturinn hefur fengið að vaxa hægt og rólega og tekist að gera þetta allt að veruleika án þess að taka lán.“ Rólegur desember Verslun með gæludýravörur er óvenjuleg að því leyti að salan tekur ekki tilfinnanlegan kipp í desember. „Vitaskuld er eitthvað um það að fólk komi hingað til okkar og kaupi nýtt bæli, góðgæti eða leikföng í jólagjöf handa fjórfættu heimilismeðlimunum, en það er ekki um að ræða algjöra sprengingu í sölu eins og hjá svo mörgum öðrum verslunum. Salan er mjög jöfn yfir árið og frekar að hægt sé að tala um sum- arið sem sterkasta sölutímann. Sterk sum- arsalan skýrist væntanlega af því að við erum staðsett á leiðinni út úr bænum og margir koma hér við á leið í ferðalag með hundinn,“ út- skýrir Fríður. „Það má samt greina örlitinn kipp þegar áramótin taka að nálgast og þá margir sem kaupa t.d. stóra leggi fyrir hundinn til að naga. Þannig má bæði kaupa sér frið á meðan veislu- matur er snæddur með vinum og ættingjum og líka dreifa athygli hundsins frá mestu látunum í flugeldunum.“ Fríður segir gott að reka verslun með gæludýravörur í Mosfellsbæ. Íbúar bæj- arfélagsins séu miklir dýravinir og fjöldinn all- ur af hundum og köttum sem hugsa þarf vel um. Þá er ekki svo langt að fara fyrir við- skiptavini úr höfuðborginni. Til að skapa versl- uninni aukna sérstöðu hefur Fríður lagt áherslu á vörur fyrir hundaræktendur. „Við er- um t.d. með mjög gott úrval af pelum, skálum og undirlagi sem kemur í góðar þarfir þegar hvolpar koma í heiminn.“ Góð samverkandi áhrif Til að efla reksturinn enn frekar opnaði Fríður hundasnyrtistofu í sama húsi í félagi við vin- konu sína. „Margar tegundir hunda þurfa reglulega feldhirðu og snyrtingu og mikið hag- ræði af því fyrir eigandann að geta leitað til fagmanna eftir þessari þjónustu. Það er nóg að gera á snyrtistofunni og góð samverkandi áhrif af að hafa þessi tvö fyrirtæki á sama stað.“ Það er ekki annað að heyra á Fríði en að reksturinn gangi vel. Gæludýrahald virðist hafa aukist og greinilegt að landsmenn hugsa vel um dýrin sín. „Við fundum það strax eftir hrun, og var greinilegt hjá ræktendum, að gæludýraeign jókst mikið þegar kreppan knúði dyra. Í stað þess að fara kannski í dýra heims- reisu lét fólk þann draum rætast að fá sér hund eða kött. Því er ekki að neita að það varð ákveðin tilfærsla t.d. úr dýrari fóðurtegundum yfir í ódýrari en á móti kom að við fórum að selja fleiri einingar.“ Kaupa sér frið með stóru beini  Ekki mikið um jólagjafakaup fyrir dýrin Margir kaupa góðgæti fyrir hundinn eða köttinn að kjamsa á meðan veislumatur er snæddur  Sala á hlífðarfatnaði fyrir hunda er góð en tískuföt fyrir smáhunda seljast lítið  Byggði reksturinn rólega upp án þess að taka lán Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjórfætlingar Fríður Ester segir sumartímann mun annasamari en desember í sölu á gælu- dýravörum. Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.