Morgunblaðið - 06.12.2012, Side 7
flutning af málefnum þrotabúanna og línurnar
lagðar um hvort – og þá hvernig – bregðast eigi
við honum gagnvart íslenskum ráðamönnum.
Fram til þessa hafa helstu stjórnendur
Seðlabankans, meðal annars Már Guðmundsson
seðlabankastjóri og Sigríður Benediktsdóttir,
framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs, tal-
að opinberlega með þeim hætti að ekki sé ástæða
til að hafa áhyggjur af útgreiðslu gjaldeyris til
kröfuhafa vegna endurheimta á erlendum eign-
um þrotabúanna. Sú afstaða byggist á því að þær
greiðslur myndu ekki hafa áhrif á greiðslujöfnuð
Íslands og þar með setja þrýsting á gengi krón-
unnar. Ýmsir sérfræðingar á fjármálamarkaði
hafa aftur á móti bent á að sú staðreynd sé eftir
sem áður engin rök fyrir því að ekki sé rétt að út-
greiðslur úr þrotabúunum verði aðeins í krónum.
Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst eru sum-
ir af helstu sérfræðingum Seðlabankans í vaxandi
mæli farnir að taka undir þá skoðun að það sé
ekki réttlætanlegt við núverandi aðstæður að
heimila erlendum kröfuhöfum að fá forræði yfir
erlendum eignum þrotabúanna.
Einstakt tækifæri Seðlabankans
Í nýjasta riti Hagfræðideildar Landsbankans,
Þjóðhag, sem kom út í síðustu viku er ennfremur
lagt til að þrotabú föllnu bankanna verði gerð upp
í krónum og sett verði skilaskylda á endurheimtur
erlendra eigna. Við þá aðgerð gæti Seðlabankinn
eignast óskuldsettan gjaldeyrisvarasjóð upp á allt
að 10,5 milljarða evra, en erlendar eignir búanna
eru metnar á um 1.800 milljarða króna, eða meira
en árleg landsframleiðsla Íslands.
Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hag-
fræðideildar Landsbankans, segir í samtali við
Morgunblaðið að sá vandi sem Seðlabankinn
standi frammi fyrir, nú þegar aflandskrónu-
stabbi óþolinmóðra erlendra fjármagnseigenda
muni þrefaldast að stærð við uppgjör bankanna,
sé að hann eigi aðeins skuldsettan gjaldeyr-
isforða. Með því að fara þá leið að setja þrotabúin
undir skilaskyldu gjaldeyris, rétt eins og gildir
um aðra íslenska lögaðila, þá muni Seðlabank-
anum gefast tækifæri – sem hann fái líkast til
aldrei aftur – að kaupa allt að tíu milljarða evra í
skiptum fyrir krónur á seðlabankagengi. „Þetta
yrði þá gjaldeyrir sem Seðlabankinn gæti notað
til að losa um krónustöðu erlendra aðila með
skipulögðum hætti án teljandi áhrifa á innlendan
gjaldeyrismarkað,“ útskýrir Daníel. „Núna hefur
Seðlabankinn aðeins eina sleggju en enga gul-
rót.“ Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Sam-
taka iðnaðarins, tekur í svipaðan streng í samtali
við Morgunblaðið og segir að „erlendar eignir
þrotabúanna veiti Íslandi tækifæri til að leysa
aflandskrónuvandann“ þar sem hægt yrði að
nota þær sem gulrót í mögulegum samninga-
viðræðum við kröfuhafana.
Óttast lagalega áhættu
Í riti Landsbankans er bent á að þrátt fyrir að sú
stefna yrði mörkuð að heimila slitastjórnum
föllnu bankanna að greiða forgangskröfur að
fullu í erlendri mynt þá mætti gera ráð fyrir því
að Seðlabankinn gæti engu að síður eignast
gjaldeyrisvarasjóð af stærðargráðunni sjö millj-
arðar evra. Þann sjóð væri svo hægt að nýta til
að hleypa óþolinmóðum krónueigendum úr landi
með skipulögðum hætti þannig að ekki skapaðist
hætta á stórkostlegu efnahagsáfalli. Ef öll snjó-
hengjan yrði losuð í einu – um 1.200 milljarðar
króna – þá gætu hinir erlendu krónueigendur
fengið gjaldeyri á gengi í námunda við 275 krón-
ur gagnvart evru. Slíkt gengi væri síður en svo
óraunhæft. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa erlendir kröfuhafar léð máls á
því að viðmiðunarverð fyrir krónueignir þeirra
gæti verið á bilinu 300 til 350 krónur gagnvart
evru.
Seðlabankinn virðist þó setja ýmsa varnagla
við því að fyrrnefnd leið verði farin, ekki síst sök-
um mögulegrar lagalegrar áhættu. Fram kemur
í svörum bankans við fyrirspurnum nefnd-
armanna efnahags- og viðskiptanefndar þann 21.
nóvember síðastliðinn, sem Morgunblaðið hefur
undir höndum, að færa mætti rök fyrir því að
þess konar aðgerð jafngildi skatti á erlendar
eignir. Það kynni að vekja ýmsar lagalegar
spurningar, meðal annars „varðandi eignarrétt-
arákvæði stjórnarskrárinnar og þjóðréttarlegar
skuldbindingar Íslands“.
„Þetta bjargast fyrir horn“
Sumir viðmælendur Morgunblaðsins furða sig á
því af hverju Seðlabankinn sýni jafnmikla var-
kárni í þessum efnum og raun ber vitni. „Seðla-
bankinn ætti að vera í bílstjórasætinu og hóta
þessari leið,“ segir hagfræðingur og háttsettur
stjórnandi í einum af stóru viðskiptabönkunum.
Hann bætir því við að það sé áleitin spurning af
hverju þrotabúin ættu að hafa undanþágu fram
yfir aðra krónueigendur undir gjaldeyrishöftum.
„Þetta snýst um íslensk fyrirtæki sem urðu
gjaldþrota og lýstu kröfum í íslenskum krónum.
Það er því ekkert eðlilegra en að útgreiðslur
verði í krónum,“ segir hann, og bendir á að þótt
ekki sé sérstaklega kveðið á um það í íslenskum
gjaldþrotalögum að greiða skuli úr þrotabúum í
krónum, þá sé að sama skapi ekkert í lögunum
sem segi að slíkt sé bannað. „Staðreyndin er sú
að krónan er okkar lögeyrir og ef trú Seðlabanka
Íslands á krónunni er ekki meiri en svo að bank-
inn telur að greiðslur í þeirri mynt jafngildi eign-
arnámi þá vekur það ýmsar spurningar.“
Margir sérfræðingar á fjármálamarkaði
hafa séð ástæðu til þess að gagnrýna Seðlabank-
ann og stjórnvöld fyrir að nálgast þann mikla
vanda sem snýr að uppgjöri föllnu bankanna og
afnámi hafta út frá lausnum sem byggjast á afar
bjartsýnum efnahagslegum forsendum. Grein-
endur Hagfræðideildar Landsbankans virðast á
sömu skoðun en í riti bankans er bent á að Seðla-
bankinn hafi teiknað „upp atburðarás þar sem
þetta bjargast fyrir horn“. Sú leið felur í sér að
Arion banki og Íslandsbanki verði seldir til er-
lendra fjárfesta, skuldabréf Landsbankans við
gamla Landsbankann endurfjármögnuð og
gjaldeyrir streymi til landsins í formi beinnar er-
lendrar fjárfestingar.
Snjóhengjunni ýtt upp hlíðina
Að sögn Daníels, sem var áður sérfræðingur á al-
þjóða- og markaðssviði Seðlabankans þangað til
hann tók til starfa hjá Landsbankanum, gera
áætlanir Seðlabankans ráð fyrir því að „eiginlega
allt muni ganga upp eins og best verður á kosið,“
en á sama tíma skorti áætlun um hvernig eigi að
bregðast við ef atburðarásin verður önnur og
verri. Daníel bendir á í því samhengi að við nú-
verandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörk-
uðum þá sé nánast „útilokað“ að hægt verði að
selja eignarhlut kröfuhafanna í nýju bönkunum
til erlendra aðila fyrir gjaldeyri á allra næstu ár-
um. Að sama skapi segir hann að þótt takist að
endursemja um skuldabréf Landsbankans, sem
sé vissulega mikilvægt viðfangsefni, þá muni það
eftir sem áður ekki breyta miklu um þá sviðs-
mynd sem blasir við íslenska hagkerfinu ef
nauðasamningar verða samþykktir og kröfuhaf-
ar fá forræði yfir erlendum eignum búanna.
„Slíkt yrði aðeins tímabundin lausn sem myndi
ýta snjóhengjunni lengra upp hlíðina.“
Að mati Daníels er erfitt að sjá hvernig ís-
lenska þjóðarbúið geti greitt vexti og arð-
greiðslur til erlendra aðila í kjölfar uppgjörs
gömlu bankanna nema til komi verulegaukning í
erlendri fjárfestingu og alþjóðlegir lánamarkaðir
opnist fyrir aðra aðila en ríkissjóð. Slíkt sé hins
vegar „sýnd veiði en ekki gefin.“ Sumir óttast að
verði kröfuhafar búanna, sem eru að lang-
stærstum hluta erlendir vogunarsjóðir, skikkaðir
til að fá aðeins greitt út í krónum þá gæti það
haft þau áhrif, síðar meir, að draga úr áhuga og
ásókn erlendra aðila til að fjárfesta á Íslandi.
Daníel telur þær áhyggjur óþarfar. „Þvert á móti
ætti það að hafa þveröfug áhrif þegar erlendir
langtímafjárfestar munu sjá að það er búið að
leysa aflandskrónuvandann á Íslandi. Það þarf
hins vegar að huga vandlega að því að lagasetn-
ing í sambandi við aðgerðina verði í samræmi við
alþjóðalög og neyðarlögin frá árinu 2008.“
Funda með Seðlabankanum
Hann bendir þó á að það hjálpi síður en svo til
varðandi greiðsluhæfi Íslands í erlendri mynt að
útlitið sé ekki bjart varðandi möguleika sjávar-
útvegsfyrirtækja og áliðnaðarins til að auka
gjaldeyrissköpun. Annars vegar eru blikur á lofti
á okkar helstu mörkuðum fyrir sjávarafurðir og
hins vegar sé álframleiðslugetan alls staðar að
dragast saman í heiminum – á sama tíma og hún
stóreykst í Kína og óseldar birgðir safnast upp –
sem gæti aftur dregið úr líkum á því að erlendir
fjárfestar hafi áhuga á uppbyggingu álfram-
leiðslu hérlendis. „Í ljósi alls þessa ættum við því
að vona hið besta en gera ráð fyrir hinu versta,“
segir Daníel, sem telur að sökum þeirrar að-
þrengdu gjaldeyrisstöðu sem þjóðarbúið sé statt
í um þessar mundir, þá væri „mjög óskyn-
samlegt“ að klára nauðasamninga með þeim
hætti sem stefnt hefur verið að.
Frá því hefur verið greint í fjölmiðlum að
bæði slitastjórn Glitnis og Kaupþings hafa sent
inn beiðni til Seðlabankans um undanþágu frá
lögum um gjaldeyrismál er varðar drög að
nauðasamningi þrotabúanna. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins hafa slitastjórnir átt
fundi með starfsmönnum Seðlabankans þar sem
farið er yfir þau gögn sem bankanum hafa borist.
Frekari gagna verður óskað eftir því sem þörf
krefur. Hins vegar er „afar ólíklegt,“ eins og
heimildarmaður blaðsins orðar það, að Seðla-
bankinn sé að fara taka stórar ákvarðanir um
mögulega samþykkt nauðasamninga næstu
misserin. „Seðlabankinn er ekki að fara að taka
neinar einhliða ákvarðanir í þessu máli. Það
verður að ríkja einhver sátt um þá niðurstöðu í
samfélaginu,“ segir hann, og bætir við að þrátt
fyrir að Seðlabankinn sé ekki lengur einangraður
í þessu máli þá sé hið „pólitíska stefnuleysi“ ekki
að hjálpa til.
„Sáu fram á lygilegan gróða“
Orri Hauksson tekur undir með þeim sem hafa
kallað eftir frekari aðkomu Alþingis við úrlausn
þessa máls. „Það væri ákjósanlegast ef náð yrði
þverpólitískri sátt um þá leið sem ætti að fara.
Stóra myndin varðandi einhvers konar lausn á
þessu gríðarmikla hagsmunamáli þjóðarinnar
virðist ekki vera sérlega flókin,“ útskýrir Orri,
„en hins vegar virðist það vera þeim mun erf-
iðara úrlausnarefni hvernig eigi að komast þang-
að. Það er óneitanlega sérkennileg staða.“
Þrátt fyrir að enn skorti pólitíska samstöðu
um hvernig eigi að takast á við uppgjör bank-
anna þá eru heimildarmenn Morgunblaðsins
engu að síður sammála um að málin hafi þróast
hratt til hins betra síðustu vikur – og vaxandi
stuðningur sé nú fyrir því að ráðist verði í óhefð-
bundnar aðgerðir til að afstýra hættu á stórkost-
legu efnahagsáfalli. „Hinir erlendu kröfuhafar
sáu auðvitað fram á lygilegan gróða af fjárfest-
ingu sinni, nánast áreynslulaust, en núna virðast
þeir vera farnir að átta sig á því að við erum ekki
eins auðblekkt og þeir héldu,“ segir háttsettur
stjórnandi á fjármálamarkaði í samtali við Morg-
unblaðið, sem telur „mikilvægt að hafa það í
huga að um sé að ræða skammtímafjárfesta sem
muni aldrei hafa áhuga á íslenskum eignum –
hvorki fyrr né síðar. Þess vegna er allt í lagi þótt
þeir fari í smá fýlu.“
a víglínuna til baka
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012
VIÐSKIPTI 7
Bandarískur dómstóll úrskurðaði fyrir
skemmstu að argentínska ríkið þyrfti að greiða
bandarískum vogunarsjóðum, sem höfðu áður
neitað að taka þátt í endurskipulagningu
skulda argentínska ríkisins, til baka ríflega 1,3
milljarða dala. Mikil hætta er talin á því að Arg-
entína muni í kjölfar dómsins ekki geta staðið
við erlendar skuldbindingar sínar. Að öðru
óbreyttu blasi því við greiðsluþrot rétt eins og
tíu árum fyrr. Þegar Argentína gat ekki staðið í
skilum á 82 milljarða dala láni ríkisins í árs-
byrjun 2002 var um að ræða stærsta gjaldþrot
þjóðríkis í veraldarsögunni. Þann sess tók hins
vegar Grikkland fyrr á þessu ári þegar sam-
komulag náðist við fjárfesta um að end-
urskipuleggja 177 milljarða evra (261 milljarða
dala) skuld gríska ríkisins. Bókfært virði er-
lendra skulda þrotabúa íslensku bankanna um
þessar mundir er tæplega tíu þúsund millj-
arðar króna – um 80 milljarðar dala – sem er
því aðeins litlu minni upphæð en næst stærsta
greiðsluþrot fullvalda ríkis í veraldarsögunni.
Argentínskum stjórnvöldum tókst að lokum
að semja við meirihluta lánardrottna sinna – í
kringum 93% þeirra – um að afskrifa meira en
þrjá fjórðu af skuld ríkisins á árunum 2005 og
2010. Samhliða því voru gefin út ný skulda-
bréf. Þeir sem samþykktu aftur á móti ekki að
skipta á gömlu bréfunum og nýjum skuldabréf-
um, meðal annars bandaríski vogunarsjóð-
urinn Elliot Associates, fengu ekkert fyrir sinn
snúð. Þeir sátu eftir með óseljanleg skuldabréf
þar sem Argentína stöðvaði um leið allar
greiðslur til fjárfesta sem tóku ekki þátt í
skuldabréfaútboðunum.
Nýfallinn úrskurður dómstólsins í New York
ríki tók hins vegar undir þá kröfu vogunarsjóð-
anna að gömlu skuldabréfin væru með jafn-
stæðisákvæði – svokallað pari passu – á við
nýju skuldabréfin sem Argentína gaf út. Sú
niðurstaða hefur jafnframt þá þýðingu að Bank
of New York Mellon er nú óheimilt að hafa
milligöngu um að dreifa áfram vaxtagreiðslum
til þeirra fjárfesta sem höfðu samþykkt að
taka við nýjum skuldabréfum útgefnum af arg-
entínska ríkinu.
Sú umræða hefur heyrst hér á landi í kjölfar
úrskurðar bandaríska dómstólsins að sam-
bærileg örlög gætu hugsanlega beðið Íslands
ef þeir vogunarsjóðir, sem eiga stærstan hluta
krafna í föllnu bankana, sætta sig ekki við
hvernig staðið verður að uppgjöri þrotabú-
anna. Viðmælendur Morgunblaðsins telja aftur
á móti enga hættu á slíku enda sé grundvall-
armunur á Íslandi og Argentínu í þessu sam-
hengi. Í tilfelli Argentínu hafi annars vegar ver-
ið um að ræða skuldbindingar ríkisins, en ekki
einkaaðila, og hins vegar greiðsluþrot á al-
þjóðlega útgefnum skuldabréfum sem féllu
undir bandaríska löggjöf.
Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og
fjárfestir, segir í samtali við Morgunblaðið að
mál er varða þrotabú íslensku bankanna „hafi
ekkert með umheiminn að gera“. Hann bendir
á að það sem skipti sköpum sé sú staðreynd að
ekki er um að ræða skuldbindingar íslenska
ríkisins og rifjar upp í því samhengi varnaðar-
orð Lee C. Buchheits þegar hann kom fyrst til
landsins í árslok 2008. „Buchheit varaði þá við
því að gera þrotabú bankanna að vandamáli
ríkisins því þá fyrst gætum við lent í sambæri-
legum aðstæðum og Argentína. Svo lengi sem
vogunarsjóðir eiga aðeins kröfur á einkaaðila
þá er þetta lítið vandamál sem Ísland getur
leyst með þeim hætti sem það kýs.“
Annar viðmælandi Morgunblaðsins, sem á
að baki áralanga starfsreynslu á alþjóðlegum
skuldabréfamörkuðum, tekur í sama streng.
Hann segir að það sem skipti ekki síst máli sé
að staðið verði að uppgjöri föllnu bankanna
þannig að engin hætta sé á því að íslenska rík-
ið geti seinna meir lent í greiðsluerfiðleikum
gagnvart sínum erlendu skuldbindingum. Af
þeim sökum sé brýnt að leita allra leiða til að
koma í veg fyrir að sú staða geti komið upp að
ekki verði til nægur gjaldeyrir í landinu til að
greiða af skuldum ríkisins.
Hann bendir ennfremur á að öfugt við
skuldabréfaútgáfu argentínska ríkisins þá hafi
dómstóll í New York ríki enga lögsögu yfir
þrotabúum íslensku bankanna. „Við værum
undir engum kringumstæðum að brjóta samn-
inga á alþjóðlega útgefnum skuldabréfum – né
heldur neina alþjóðlega fjárfestingasamninga -
ef útgreiðslur úr þrotabúum til erlendra kröfu-
hafa verða í krónum. Öll úrræði þeirra myndu
því þurfa að takmarkast við þá leið að reyna að
sækja rétt sinn fyrir íslenskum dómstólum.“
Gætu aðeins höfðað mál
fyrir íslenskum dómstólum
BÍÐA ÍSLANDS HUGSANLEGA SÖMU ÖRLÖG OG ARGENTÍNU?
Slagar í næsta stærsta gjaldþrot þjóðríkis í veraldarsögunni
- Erlendar skuldir föllnu íslensku bankanna næstum jafn miklar og þegar Argentína fór í þrot 2002
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Moody´s og tölur Seðlabankans um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins í desember 2012.
Miðað er við erlendar skuldir innlánsstofnana í slitameðferð í lok 3. fjórðungs á þessu ári.
Bókfært virði Áætlað markaðsvirði eftir afskriftir
(Tölur í milljörðum Bandaríkjadala)
Grikkland
(2012)
Argentína
(2002)
Íslensku
bankarnir (2012)
Rússland
(1998)
261
8278
24
80
21 32 15