Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Page 23
Jæja vinur, var mikið fjör um helgina? Þegar gengið er á Sveinbjörn viðurkennir hann þó að hafa fengið stöku glóðarauga. „Það er ekkert stórmál en getur þó verið svolítið vandræðalegt þar sem ég vinn á kassa í Krónunni með skólanum. „Jæja vin- ur, var mikið fjör um helgina?“ spyrja kúnnarnir með bros á vör.“ Hann hlær. Auk píanó- og hnefaleikaæfinga hleypur Sveinbjörn úti þrisvar í viku ásamt föður sínum. Spurður hvernig það fari með hnefaleikunum segir Sveinbjörn þjálfarann sinn ekki vilja að hann hlaupi lengur en hálftíma í senn. Það er þó hægara sagt en gert. „Pabba finnst ekki taka því að fara af stað fyrir hálftíma. Hann hleypur alltaf töluvert lengur – og yfirleitt lengur en planað var,“ segir hann með bros á vör. Faðir hans, Hávar Sigurjónsson, leikrita- skáld og blaðamaður, er mikill hlaupagikk- ur. Feðgarnir hlupu saman hálfmaraþon sumarið 2011 og Sveinbjörn dreymir um að feta í fótspor föður síns og taka þátt í Járnkarls-keppni við tækifæri. Ekki nóg með það, Sveinbjörn var að byrja í crossfit í vikunni og hefur áform um Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér en Sveinbjörn á von á því að akademí- an verði hnefaleikunum yfirsterkari hjá honum. „Ég stefni ekki að því að verða at- vinnuhnefaleikari. Eins og staðan er núna stendur hugur minn annað hvort til náms í verkfræði eða læknisfræði. Ég á samt örugglega eftir að stunda líkamsrækt af einhverju tagi áfram og spila á píanóið meðan ég get. Ég reikna ekki með því að vinna fyrir mér sem píanóleikari í framtíð- inni en maður veit þó aldrei. Sjáðu bara Diktu, hámenntaða menn í einni vinsælustu hljómsveit landsins.“ að sækja þær æfingar þrjá morgna í viku. Það þýðir að fastar líkamsræktaræfingar hjá honum eru orðnar níu í viku. Spurður hvort það sé ekki heldur mikið kinkar hann kolli, eftir stutta umhugsun. „Jú, mögulega fækka ég æfingunum niður í átta.“ Það er í mörg horn að líta hjá Sveinbirni Hávarssyni og velta má fyrir sér hvort hann hafi yfirhöfuð einhvern tíma fyrir verslunarskólanámið. „Já, skólinn hefur alltaf forgang, ég er á eðlisfræðibraut og gengur vel,“ svarar hann ákveðinn. „Þetta er bara spurning um forgangsröðun og skipulag.“ Sveinbjörn einbeittur á hnefaleikaæfingu. Hann æfir að lágmarki þrisvar í viku. * „Loturnar eru bara þrjár og ég held aðinnan við eitt prósent bardaga ljúki meðrothöggi. Það eru miklu meiri líkur á því að meiða sig illa í fótbolta en hnefaleikum.“ 13.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.